Þjóðin getur kosið um EB núna. Valið er hennar

Þjóðin þarf að rífa sig úr klafa fjórflokkakerfisins.  Þótt möguleikarnir séu ekki margir í þessum kosningum er þó möguleiki að byrja EB viðræður strax að kosningum loknum ef meirihluti kjósenda er því fylgjandi.  Til að það megi verða þurfa allir EB sinnar að kjósa S. 

Ekki að ég aðhyllist allt í stefnu S eða að þeir hafi betri leiðtoga en hinir flokkarnir, en nauðsyn brýtur lög.  Vandamálin eru svo gríðarleg að við verðum að fá hjálp erlendis frá, ekki aðeins okkar vegna heldur verðum við að hugsa um hag og tækifæri næstu kynslóðar.  Við getum ekki haldið áfram að velta boltanu fyrir fram okkur endalaust.

Til að skapa 20,000 störf eins og Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt, þurfum við fjármagn sem við höfum ekki en erlendir fjárfestar hafa en koma ekki með fyrr en þeir fái hina einu tryggingu sem þeir taka gilda: EB aðild.

Valið í þessum kosningum stendur um innbyrðis valdahlutföll í ríkisstjórn S og VG.  S hefur nú um 30% en þyrfti um 20% í viðbót til að ná meirihluta.  Ég held að flestir EB sinnaðir B og D kjósendur myndu frekar treysta meirihlutastjórn S en samstarfsstjórn VG og S. 

Ef Sjálfstæðismenn og Framsókn gefa sýnum flokkum frí í eitt kjörtímabil og kjósa S til meirihluta þá getur EB ferlið farið af stað og öll uppbygging verður markvissari og öruggari.  Ekki vegna þess að stefna S er betri eða verri en annarra flokka.  Einfaldlega vegna þess að þegar kemur að stefnu flokkanna eru aðeins 2 atriði sem aðgreinir þá, ríkisfjármálin og aðild að EB. 

Hvað varðar ríkisfjármálin er S mun nær D og B en VG. 

Því er rökrétt að allir EB sinnar kjósi S og gefi þessu þjóðfélagi þá vítamínsprautu sem hún þarf.

 


mbl.is Aðrir flokkar án peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég er algjörlega sammála þessu. Mér sýnist á ESB stuðningi innan flokkana nokkurn veginn gefa yfirlit yfir hvernig hreyfingar stuðningsmanna hafa verið. Fáránlega lágt hlutfall ESB sinna in xD gefur merki um að ESB sinnar eru margir þegar farnir yfir til Samfylkingar. Aðeins um 20% eftir í Sjálfstæðisflokki. Hins vegar voru stuðningsmenn ESB innan VG og XD alltaf mjög svipaðir að mig minnir. Nú eru hinsvegar rúmlega 40% stuðningsmanna VG fylgjandi aðildarumsókn á móti aðeins 20% hja xD. Manni þætti eiginlega rökrétt þannig að stuðningsmenn samfylkingar hafi sumir yfirgefið hana og yfir til vinstri grænna til að refsa Samfylkingu fyrir bankahrunið og samstarfið við sjálfstæðisflokkinn en vilja samt enn aðildarviðræður. Þegar líður á kosningabaráttuna þá verður gengið á flokkana með Evrópumálin, þá munu heimsýnarmenn innan beggja flokka væntanlega gera út um vonir þessara ESB sinna í sjálfstæðisflokki og VG og þá þykir mér líklegt að Samfylking heimti þetta fylgi. Hvað er til dæmis kona eins og Kolfinna Baldvinsdóttir, einarður stuðningsmaður ESB, að koma sér fyrir í VG?

Jón Gunnar Bjarkan, 30.3.2009 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband