Þjóðaratkvæði um ICESAVE?

Ef nú á að bera undir þjóðaratkvæði hvort ríkisstjórnin megi ræða aðild við EB, af hverju ekki þjóðaratkvæði um Icesave samkomulagið? 

Með því að fara fram á þjóðaratkvæði um hvort hefja megi viðræður er vegið harkalega að Alþingi og þeim lýðræðisreglum sem við byggjum á.  Ef löglega kosnir fulltrúar þjóðarinnar, alþingismenn, geta ekki tekið ákvörðun um hvort viðræður geta hafist, vaknar sú spurning:  hvaða völd hefur Alþingi?  Þetta mun aðeins grafa undan þingræðinu og efla völd framkvæmdavaldsins, og gera illt verra.  Nei, þessi aðferð er ekki aðeins vanhugsuð, hún er beinlínis hættuleg.

Þetta er örvæntingarfull aðferð til að tefja málið og kaupa tíma til að sefja núning innan Sjálfstæðisflokksins. 

Ekki þarf að  hafa mörg orð um hvernig þessi tillaga mun veikja okkar samningsstöðu.  Ef fyrsta atkvæðagreiðsla er samþykkt mun EB túlka það sem samþykki og ná yfirhöndinni í aðildarviðræðunum.  

 


mbl.is Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja og lika um lanið fra imf

ninni (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband