Erlend útekt á Seðlabanka en hvað með aðrar stofnanir?

AGS krefst þess að erlendir endurskoðendur geri árlega úttekt á störfum Seðlabankans.  Þetta er áfall fyrir innlend endurskoðendafyrirtæki sem öll eru dæmd óhæf til að starfa fyrir Seðlabankann sem ytri endurskoðendur.

Hér er komið fordæmi.  Ef innlendum aðilum er ekki treystandi til að hafa eftirlit með Seðlabankanum hvað með aðrar stofnanir.  

Ég hef áður skrifað um þörf þess að hafa óháð eftirlit með störfum Landlæknis og að þar geti aðeins erlendir aðilar komið að þar sem íslenska læknastéttin sé of smá og of tengd.

Eru peningar mikilvægari en heilsa landsmanna?


mbl.is Öryggisúttekt á Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

það hefði verið fullkomlega óeðlilegt að innlendir endurskoðendur hefðu framkvæmt eftirlitið.

Voru það ekki innlendir endurskoðendur sem störfuðu hér á öllum póstum fram að hruni og eru enn að . Sumir eru í rannsókn sérstaks saksóknara . Ekki langt síðan lagt var hald á gögn hjá tveimur...  AGS veit allt um sukkið hér....

Sævar Helgason, 29.10.2009 kl. 22:25

2 identicon

Styrkur AGS felst í aðhaldi fyrir hömlulausa þjóð. Hér átti allt að vera á heimsmælikvarða sem undirstrikaði minnimáttarkenndina og heimóttarskapinn. Smáþjóð er styrkur af aga og aðhaldi. Talsmaður bankans sagði að væri ekki handstýrt gengi hér þyrftu vextir að vera 40% til að halda aftur af útstreymi gjaldeyris. Á meðan svo er vonar maður að vitrir menn við stjórnvölinn nái að stýra okkur út úr skerjagarðinum.Hættan við AGS er að við verðum honum háðir. Einn daginn telja þeir okkur trú um að við séum komnir úr háska. Eitt er víst að hér gæti verið gott mannlíf ef aginn væri meiri. Engar varanlegar lausnir á kreppunni eru sjáanlegar vestra og hinn mikli hagvöxtur í USA ber merki um gervilausnir. 

sigurrafn (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:40

3 identicon

Sigurrafn.  Hömlulaus þjóð ?

Hér á við hugtakið "stjórn-leysi" og á ekki um þjóðina, heldur örlítinn hluta hennar.

Hér voru verk- og viðskiptaferlar án stýringa.  Án allra vikmarka  (nema að nafninu til) og án ábyrgra viðbragða þegar farið var út fyrir strikið.

Þeir sem áttu að stýra (gerendurnir) og grípa inn í (yfirvöld , embættismenn) brugðust fullkomlega samfélagslegri skyldu sinni.

Þessi óreiða hefur ekkert með almenna borgara (þjóðina) að gera. 

Landið hefur verið fullkomlega stjórn-laust nú svo árum skiptir í höndum vanhæfra stjórnmálamanna og ausveipra embættismanna.  Frá toppi og niður úr. Fjórflokkurinn er ein birtingarmynd þessa, þar sem menn hafa bundist innbyrðis tryggðarböndum á kostnað almennings, sem blæðir.  Samráðið *  er augljóst. Á yfirborðinu er haldið úti leikriti til að blekkja auðtrúa kjósendur.

Flestar aðgerðir hafa tekið mið af því að fóðra vasa fárra útvalinna á kostnað hins almenna borgarara - meginhluta þjóðarinnar. Þetta blasir nú við.

* Sjá pistill Baldurs McQueen:  100% fylgni við Icesave samninga

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frekar augljóst að íslenskir endurskoðendur hafa farið á kostum í því að setja fram "blekkinga- & svikamyllur fyrir bankanna & fjölda útrásar fyrirtækja...!"  Auðvitað á ríkið að sekta þessa aðila og svipta sem flest þeirra endurskoðenda réttindum.  Það verður auðvitað að taka þetta fólk úr umferð, eins og lögin krefjast.  Nú er bara að vona að farið verði eftir lögum, sem er frekar ólíklegt á þessu ræningja skeri..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 30.10.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband