Það sem koma skal

Lögreglan er í sama báti og aðrar stofnanir ríkisins.  Í mesta góðæri í sögu landsins voru allar ríkisstofnanir meira eða minna í fjársvelti.  Sjúkrahús, skólar og löggæsla var sniðinn þröngur stakkur og þessir aðilar gátu ekki þjónustað borgarana nema með því að fara yfir fjárlög eða fá aukafjárveitingu.

Hvað gerist núna þegar enga peninga er að fá og allt á að skera niður?  Hætta er á að þegar skorið er niður fyrir ákveðið mark hrynji þjónustan þar sem þeir starfsmenn sem eftir eru ráða ekki við álagið.  

Þetta gerðist í Bretlandi þegar heilbrigðisþjónustan þar var haldið í fjársvelti í byrjun níunda áratugsins.  Ríkið kallaði eftir sparnaði sem hafði hræðilegar afleiðingar sem tók um 10 ár að leiðrétta.  Biðlistar lengdust og þjónustustigið hrapaði hjá mörgum sjúkrahúsum. 

Eftir þessa reynslu er flatur niðurskurður á framlínuþjónustu í breska heilbrigðiskerfinu ekki á dagskrá nú.  Allt annað verður skorið niður fyrst.  Sérstaklega hjá ráðuneytum og á skrifstofum hins opinbera. 

Á Íslandi virðist þessu öfugt farið.  Á sama degi og við fréttum af erfiðleikum lögreglunnar er okkur tilkynnt að starfsmönnum sem eiga að fylgjast með gjaldeyrislögunum hafi fjölgað hjá Seðlabankanum.  Sem sagt, löggæsla á peningum er mikilvægari en löggæsla borgaranna.  Er þetta rétt forgangsröðun?


mbl.is „Erfitt og sársaukafullt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei þetta er ekki rétt forgangsröðun en bara forsmekkurinn á því sem við eigum eftir að sjá. Það er ekki laust við að maður sé farinn að óttast það sem bíður okkar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband