Pínlegur varnarleikur

Adam var ekki lengi í paradís.  Blekið er varla þornað af ESB aðildarumsókninni fyrr en deilur byrja.

Barnaskapur og einfeldni Íslendinga er skiljanleg og kannski eina afsökun okkar.  En að halda að við getum sótt um aðild að ESB án þess að Icesave, sem er hápólitískt og eldfimt innan ESB, skipti hinar þjóðirnar engu máli og sé ekki tengt umsókninni er fráleitt.  Allt sem viðkemur Íslandi tengist ESB umsókninni beint eða óbeint.  

Svona formlegt samband við okkar nágrann þar sem við erum með yfirklóri að reyna að spila vonlausa vörn er aumkunarverð.  

Ætli þeir segi ekki í London um Össur "when in a hole stop digging"

 


mbl.is Hafði samband bæði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

En hvað með minnisblaðið frá 2006? Hver getur ákveðið að taka það ekki með? Og með hvaða rökum?

Margrét Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Margrét,

Aðeins Svavar getur svarða því!

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.7.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband