16.6.2009 | 05:25
Frestur er á illu bestur
Hvað gerist þegar bankauppgjörinu líkur? Margir halda að þá munu íslenskir bankar rísa upp úr öskustónni og verða teknir gildir og góðir inn í alþjóðlegt bankaumhverfi? Þetta er óskhyggja í besta falli. Hugtakið "íslenskur banki" er nú orðið alþjóðlegt hugtak í fjármálaheiminum og lýsir 21. aldar fjármálastofnun þar sem almenningur og fyrirtæki tapa sínum sparnaði vegna vanhæfni, smæðar og andvaraleysi.
Í framtíðinni verður alþjóðleg bankastarfsemi á Ísland jafn líkleg og úthafsveiðar Svisslendinga. Enginn leggur sitt sparifé inn á íslenskan banka nema að vera neyddur til þess. Einokun ríkir nú í íslenskir bankaþjónustu enda allir bankar á einni hendi. Allt tal um að bankarnir verði seldir og komið í einkaeigu er enn ein óskhyggjan. Ríkisstjórnir út um allan heim munu á næstu árum selja sína bankahluti á almennum markaði. Af hverju eiga erlendir fjárfesta að kaupa íslenskan banka þegar þeir geta keypt banka í öðrum löndum?
Alla vega munu engir heiðarlegir kaupendur finnast að íslensku bönkunum en braskarar og spekúlantar með íslenska lögfræðinga og endurskoðendur í eftirdragi munu gera sig breiða og ganga í augun á íslenskum stjórnvöldum og blaðamönnum.
Næsti kafli nefnist: "Einkavæðing íslensku bankanna" - taka 2. Þar munu margir gamlir góðkunningjar Þjóðarinnar birtast aftur!
Uppgjöri vegna bankanna enn frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.