Alitalia Íslendinga

Þeir sem halda að ríkisrekin flugfélög séu af hinu góða þurfa aðeins að líta til Ítalíu og hinnar sorglegu og dýru sögu Alitalia.  Skattgreiðendur á Ítalíu borga tvisvar fyrir sinn flugmiða, einu sinn með sköttum og síðan þegar þeir fljúga. 

Þeir sem hafa flogið með Alitalia vita að þjónusta ríkisrekins flugfélags er í sínum sérklassa.  Flestir flúga aðeins einu sinni með Alitalia.  

Nú þegar Icelandair flyst yfir til ríkisins fara erlend flugfélög að hugsa sér gott til glóðarinnar.  Hingað til hefur Icelandair verið vel rekið fyrirtæki sem hefur staðið sig vel í erlendri samkeppni. 

Gaman verður að fylgjast með hvernig Icelandair verður nú stýrt bein og óbeint úr hinum ýmsum ráðuneytum. 


mbl.is Þjóðnýtingin ekki þruma úr heiðskíru lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Úr flugheimum kom þessi spurning: Veistu af hverju Páfinn kyssir alltaf jörðina eftir lendingu, þegar hann heimsækir önnur lönd? Svar: Hann flýgur með Alitalia.

Kv JAT

Jón Tynes (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband