Reynsluleysið farið að valda vandræðum

Franek hefur verið hér á  landi í rúma 4 mánuði, Svein Harald í rúma 2 og Steingrímur verið fjármálaráðherra í rúma 3.  Það má því segja að allir þessir 3 herramenn séu enn að finna fæturna í nýjum stöfum.

Ekki veit ég hvort þessir aðilar hittist reglulega til að ræða aðgerðir og taka stöðu mála en þeir ættu að reyna að kynnast hvor öðrum aðeins betur og reyna að útkljá sín mál faglega og alls ekki á síðum dagblaðanna.

Það eins sem þetta tal hefur upp úr sér er að grafa undan sjálfstæði Seðlabankans (ef eitthvað er eftir af því!) og draga úr orðspori íslenskra stjórnvalda.


mbl.is Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draga úr orðspori Íslenskra stjórnvalda ???

Hmmm, Einn Útlendur útsendari erlendra hagsmuna, einn útlendur seðlabankastjóri (í trássi við stjórnarskrá ríkisins) og einn Íslendingur. 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 08:22

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þorsteinn,

Hver er hljómsveitarstjóri hér?

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.5.2009 kl. 08:40

3 identicon

ÉG mundi ekki tala um hljómsveitarstjóra heldur leikstjóra, þar sem Jóhanna er allt í senn bæði höfundur,leikstjóri og aðalleikari í þessum skrípaleik.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband