31.3.2009 | 18:20
Munu erlendir fiskkaupendur sætta sig við þetta?
Erlendir sjávarútvegskaupendur hafa val. Þeir þurfa ekki að kaupa af Íslendingum. Með því að versla í krónum hafa þeir fengið afslátt sem hefur verið kærkominn í kreppunni erlendis. Neytendur í Evrópu borga ekki hvaða verð sem er fyrir íslenska fiskinn. Ný gjaldeyrislög er plástur ofaná plástur sem gæti leitt til minnkandi útflutningi og verri birgðastöðu fyrir sjávarútveginn.
Með þessu áframhaldi verður ekki langt að bíða að við fáum evrubúðir eins og gömlu dollarabúðirnar í austantjaldslöndunum forðum.
Krónubréfin ætla að verða þjóðinni dýr.
Gjaldeyrisfrumvarpi dreift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur....
Púkinn, 31.3.2009 kl. 18:27
Krónan (hennar stjórnun) er þjóðinni dýr!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 18:28
Ég bý erlendis og kaupi alltaf íslenskan / norskan fisk (ekki alltaf aðgreint hér). Verðið á honum hefur ekki lækkað úti í búð svo ef fiskkaupendur hér í Bretlandi eru að fá hann ódýrara þá fer sá góði í þeirra vasa en ekki minn. Bara svona til fróðleiks.
AS (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:48
Eða kannski í vasa þeirra innlendu útflytjenda sem um ræðir?
Helga Sigrún Harðardóttir, 31.3.2009 kl. 20:09
Verðið til neytenda er líklega ekki enn farið að skila sér samkvæmt AS. En verð til stofnanna og veitingahúsa sem kaupa í magni er líklega farið að síga. Þessi lög eru auðvita sett til að koma í veg fyrir hrun á fiskverði. Nú er ljóst að höft verða hér svo lengi sem krónan tórir.
Andri Geir Arinbjarnarson, 31.3.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.