Icesave fellir OR

Miklar líkur eru á að OR verði fyrsta fórnarlamb Icesave klúðursins.  Aðgangur að erlendu fjármagni til endurfjármögnunar er að mestu lokaður vegna Icesave en endurfjármögnunarþörf OR er slík að skynsamlegt er að gera ráð fyrir greiðslufalli við núverandi aðstæður.

Hvernig fyrirtæki í eigu borgarbúa sem hefur það að aðalstarfi að selja íslenska orku til Íslendinga gat komist í þessar aðstæður er óskiljanlegt. 

Það er jafn óskiljanlegt að engin óháð og sjálfstæð rannsókn sé í gangi sem kasti ljósi á hvað fór úrskeiðis hjá OR?

Greiðslufall OR mun sannfæra marga að Íslendingar séu ekki færir um að stjórnar fjármögnun á beislun sinnar eigin orku.  Þar mun þessi ólánskynslóð Íslands ná nýjum lágpunkti.


mbl.is Borgin gerir áhættumat vegna OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesave samningarnir hefðu táknað beint framhald OR stefnunnar. Ef það verður greiðslufall hjá OR, þá er það vegna þess að hvorki ríkisssjóður, sem segist eiga mikla varasjóði, né lífeyrissjóðir t.d. borgarstarfsmanna, sem segjast eiga mikið fé í erlendri mynt, er tilbúið til að koma til skjalanna. Hefur ekkert með útlendinga að gera.

Marat (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 09:17

2 identicon

Sæll Andri.

Ef þú kíkir á ársreikning OR þá sérðu að fullyrðing þín um endurfjármögnunarþörf OR er röng. Sú ályktun, sem þú dregur af þessari röngu forsendu, að líkur séu á greiðslufalli hjá OR, er í samræmi við það.

Fjármögnun OR nú um mundir er vegna nýrra verkefna og stendur fyrirtækið fremst í flokki þeirra sem njóta trausts meðal erlendra banka, enda eina íslenska fyrirtækið sem tekist hefur að afla framkvæmdafjár frá útlöndum frá hruni.

Almennt held ég það borgi sig að taka fullyrðingar nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna "with a pinch of salt."

Kær kveðja,

Eiríkur.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 09:23

3 identicon

Eiríkur, heldurðu að þú sért að segja satt?hvers vegna máttu borgarfulltrúar ekki sjá allar upplýsingar um lánakjör fyrir nokkru síðan þegar OR tók stórt lán.

 Er ekki starfið þitt Eiríkur að ljúga að almenningi fyrir stjórnina?

Albert (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:13

4 identicon

Sæll Albert.

Það kom ítrekað fram í fréttum að borgarfulltrúum stóðu allar upplýsingar til boða. Sumir þeirra vildu ekki halda trúnaði um tiltekin atriði og kusu því að fá upplýsingarnar ekki.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband