Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Falleinkunn fyrir Ísland

Skýrsla Fitch getur ekki verið verri miðað við óbreytta lánshæfniseinkunn. 

Ríkisfjármálin eru sérstaklega tekin fyrir og þar fær Ísland botneinkunn af þeim þjóðum sem Fitch metur.  Það er erfitt að sjá hvernig AGS getur réttlætt lánaafgreiðslu til Íslands miðað við þessa stöðu. Það hljóta að vera mikil vonbrigði hjá AGS að ekki hafi tekist betur til að koma ríkisfjármálunum í sæmilega stöðu fyrir árslok 2009.

Niðurskurður og skattahækkanir 2010 og 2011 verða því þær verstu sem riðið hafa yfir þróuð ríki í manna minnum.

Það er kannski best að ræða þessi mál sem minnst enda fátt hægt að gera annað en að bíða og sjá hvernig ríkisstjórnin og Alþingi matreiða þetta niður í kjósendur.


mbl.is Óbreytt lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að reka velferðarkerfið á erlendum lánum

Eitthvað stendur skýrsla OECD í íslenskum stjórnmálamönnum enda á erlend gagnrýni ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum ólíkt erlendu hóli og skjalli sem flestir landsmenn halda ekki vatni yfir.

Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu og menntamálum er staðreynd sem ekki verður hægt að leyna lengur en til jóla þegar fjárlög fyrir 2010 verða að liggja fyrir. OECD er bara að segja það sem Ögmundur verður neyddur til að segja seinna á árinu.  Við höfum ekkert val þar sem erlendir aðilar munu neyta að lána okkur svo við getum keyrt okkar velferðarkerfi án aðhalds.

Það má svo segja að það sé óábyrgt af ríkisstjórninni að bjóða ekki upp á nýja möguleika fyrir sjúklinga til að leita sér tímanlegra lækninga og lækka kostnað þegar niðurskurðurinn byrjar af alvöru.

Mikilvægt er að bjóða fólki upp á að kaupa sér sérstakar tryggingar sem létta undir með sjúklingum til að standa straum að auknum lyfjakostnaði og þjónustugjöldum.

Þetta er fljótleg og auðveld leið til að hjálpa fólki en þar sem hún gengur þvert á pólitíska hugmyndafræði VG er hún algjört tabú. 


Næsta kynslóð mun borga

Næstu kynslóðir munu borga fyrir skuldsetningu núverandi kynslóðar.  Allar nauðsynlegar aðgerðir til hjálpa heimilunum munu hafa áhrif á kostnað og möguleika næstu kynslóða að taka lán.

Ef lán verða tengd við greiðslugetu og höfuðstólinn líka munu bankar þurfa að gæta ýtrustu varkárni við að lána í farmtíðinni.  Líklegt er að lántakendum verið gert að kaupa rándýrar tryggingar sem borgi lánin verði lántakandi fyrir tekjumissi eða öðrum efnahagslegum skakkaföllum.

Þetta getur leitt til þessa að mun ódýrara og auðveldara verður fyrir næstu kynslóðir að flytja erlendis og koma sér þaki yfir höfuðið í stað þess að kúra í lítilli leiguíbúð á Íslandi.

 


mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsyn brýtur venjur

Þeir sem stóðu í brúnni þegar þjóðarskútan sigldi í strand ættu ekki sí og æ að vera að gagnrýna þá sem vilja leggja hönd á plóginn í nauðsynlegum björgunaraðgerðum.

Við væru ef til vill ekki í eins slæmum málum ef við hefðum hlustað betur á erlenda gagnrýni og tillögur í gengum árin í staðinn fyrir að rjúka alltaf upp í minnimáttarkennd og kalla velvilja annarra "óeðlileg afskipti af innanríkismálum Íslands"

 


mbl.is OECD blandar sér í íslensk stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ályktun Sjómannafélagsins

Það er alveg rétt hjá Sjómannafélaginu að stjórn lífeyrissjóðanna á að vera ákvörðun sjóðsfélaga og sjóðsfélaga einna.  Þar verður að halda atvinnurekendum og stjórnvöldum frá.

Einnig er skynsamlegt að vara við að setja öll fjárfestingaregg lífeyrissjóðanna í eina körfu.  Þar með fara allt of mikil völd á hendur fárra manna og hvaða menn hér á landi hafa reynslu og þekkingu í svo viðamikið starf?  

Lífeyrissjóðirnir eiga að fá erlenda hjálp til að marka óháða fjárfestingarstefnu sem tekur markmið af hagsmunum sjóðsfélaga.


mbl.is „Menn fara best með eigið fé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga bankar að veðum í húseignum?

Hvernig á að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum?  Þetta er spurningin sem hefur tekið næstum ár að svara! 

Við eru komi í eins konar hring eftir næstum 40 ár.  Fyrir um 40 árum brunnu lán upp í verðbólgu og þannig eignaðist fólk húsnæði sem það annars hefði aldrei getað eignast, svo framalega sem það gat fengið lán.  Svo kom verðtryggingin sem átti að taka fyrir þennan mismun en sem nú virðist ætla að enda í hliðstæðum mismun. 

Í gamla dag var það oft pólitísk ákvörðun hverjir fengu lán og nú lítur út fyrir að það sama verði upp á teningnum hvað varðar skuldaniðurfellingu.

Þegar lánin verða leiðrétt hvernig verður það gert og hjá hverjum?  Verður gengið að veðum og munu bankar eignast hlut í húseignum sem samsvarar niðurfellingu á höfuðstól?  Verður fólk krafið leigu af þeim hlut?

Eitt er víst að lán til íbúðarkaupa verða næstum ófáanleg í framtíðinni nema hjá íbúðarlánasjóði.  Lán frá bönkum verða dýr og aðeins á færi þeirra sem geta lagt fram traust veð og góða greiðslugetu.  Þetta þýðir auðvita að verð á einbýlishúsum mun hrynja og við förum í gamla kerfið þar sem ekkert einbýlishús fór yfir 20 milljónir.  Þessi tala í dag er líklega um 40 milljónir.  Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem vilja minnka við sig en að sama skapi betri fyrir þá sem þurfa að stækka við sig á næstu árum. 

Þegar litið verður til baka mun sjást að það voru tvö tímabil þar sem fólk gat eignast húsnæði langt yfir greiðslugetu, um 1970 í verðbólgunni og svo 2007 fyrir hrunið.  Þeir sem tóku mesta áhættuna og höfðu bestu samböndin munu standa uppi með stærstu og fínustu húsin!  

Að vera varkár og spara hefur aldrei borgað sig á Íslandi!    


mbl.is Ekki nóg að gert til að mæta greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OECD: Minningargrein um íslenskan bankarekstur

OECD eins og svo margir aðrir, benda ríkisstjórninni á að fá erlenda fagaðila til að hjálpa við endurreisn efnahagskerfisins sem hafi orðið fyrir meiri áföllum en annars staðra í heiminum öfugt við það sem sumir íslenskir stjórnmálamenn halda fram.

Íslenska fjármálakerfið er svo laskað og gjörsamlega rúið öllu trausti og trúverðugleika að það verður aðeins endurreist með hjálp erlendra banka og Seðlabanka Evrópu.  

Í raun má túlka þessa skýrslu sem ákveðna minningargrein um íslenskt bankakerfi, Seðlabanka Íslands og krónuna.   Í augum margra útlendinga er sjálfstæðum bankarekstri Íslendinga lokið.


mbl.is OECD: Svigrúm til niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toyota í eigu hryðjuverkasamtaka?

"Toyota in terrorist ownership!"  Þetta er fyrirsögnin sem Toyota óttast af bresku slúðurblöðunum. 

Að skilanefnd Landsbankans skuli halda að Toyota taki í mál að blanda sínu alþjóðavörumerki við hryðjuverkamerki Landsbankans sínir skilningsleysi og skort á markaðsreynslu.

Það er engin framtíð fyrir Landsbankann, hann er búinn að vera og besta að loka honum eins fljótt og hægt er.  Hryðjuverkalögin munu alltaf fylgja honum.  Google mun sjá um það.

 


mbl.is Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðið eftir áliti AGS á Icesave?

Ætli Bretar og Hollendingar hafi ekki beðið AGS, svona bak við tjöldin, að veita þeim umsögn um fjárhagslega stöðu landsins áður en þeir ákveða hvort þeir gangi að viðaukum Alþingis.

Hlutverk AGS virðist orði þríþætt hér á landi:

1. Lánveitandi

2. Fjárhaldsaðili ríkissjóðs og Seðlabanka

3. Þjóðhagsstofnum sem miðlar óháðum hagfræðiupplýsingum 

Á Íslandi er jú engin pólitísk óháð stofnun sem getur gefið sjálfstætt hagfræðiálit á stöðu landsins eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.  

Svo má jú bæta við að AGS er notaður sem ákveðinn pólitískur afruglari af erlendum ríkisstjórnum sem ekki snerta á neinu íslensku fyrr en AGS hefur veitt sína blessun.


mbl.is Hóflega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaspítali fyrir Íslendinga

Það er orðið löngu tímabært að reisa einkaspítala á Íslandi.  Þetta er mikið réttindamál fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk sérstaklega þegar þjónusta ríkisspítalanna er og verður miskunnarlaust skorin niður.

Sjúklingar eiga að hafa val.  Það er ekkert sem segir að sjúkratryggingar á Íslandi geti ekki borgað fyrir Íslendinga á þessum nýja spítala.  Enda held ég að þær munu nú neyðast til þess þegar allir bestu bæklunarlæknar og hjúkrunarfólk er komið yfir á nýja spítalann þar sem aðbúnaður og laun verða miklu betri.  Ríkisspítalarnir munu alls ekki anna eftirspurn eftir bæklunaraðgerðum með því starfsfólki sem eftir verður að ekki sé talaðu um gæði þeirrar þjónustu eða tíðni mistaka sem mun auðveldar verður þá að bera saman við hinn nýja spítala.

Að halda því fram að sjúklingar verði eingöngu erlendir, sýnir að hér er enn eitt íslenska dæmið um mismunu á þjónustu eftir þjóðerni, nokkuð sem íslenskir pólitíkusar virðast "stoltir" yfir en gengur þvert á mannréttindasáttmála Evrópu.

Nei, það verður ekki hægt að stoppa íslenska sjúklinga sem hafa peninga til leggjast inn á þetta sjúkrahús.  Löggjöf ESB og Evrópudómstólinn munu vernda neytendur hér á landi gagnvart axasköftum íslenskra stjórnvalda þegar við inngöngu í ESB. 

Svo er spurningin hvernig það muni ganga að markaðssetja spítala sem mismunar sjúklingum eftir þjóðerni?

 

 


mbl.is Stefna að byggingu einkaspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband