"Non, je ne regrette rien"

Ætli Illugi skelli ekki Edith Piaf á fóninn og bjóði Þorgerði Katrínu upp í dans á flokksfundi Sjálfstæðismanna.  Flokksbundnir Sjálfstæðismenn eru víst í sjöunda himni, eða er það núna kallað níunda himni yfir endurreisn flokksins í glæsilegu prófkjöri í Reykjavík.  Það er svo annað mál hvort kjósendur taki sveifluna undir skerandi söng Piaf í hinum nýþvegna og skúraða níunda himni eða haldi sig aðeins jarðbundnari?  Það hlýtur að vera ögn pirrandi fyrir Sjálfstæðismenn að Steingrímur skuli stilla sínum flokki (VG) upp sem andstæðum pól við þá og gera sig að nýfægðum túskildingi.  En þetta eru allt smáatriði.  Það sem skiptir máli er að gamla vaktin riðlist ekki og að hópurinn standi saman.  Enginn skilur þetta betur en Sjálfstæðismenn.  Nú hefst vinnan fyrir alvöru að koma hinum almenna kjósandi í trú um að ekki megi gefa eftir í þessum góðu og gömlu gildum, sem alltaf standa fyrir sínu sama hvað gengur á. 

 

Já, hvað sem segja má um hæfni og siðferðisvitund þeirra sem nú bjóða sig fram til kosninga verður barátta þeirra hin ágætasta afþreying.  Njótum vel, áður en alvaran tekur völdin eftir kosningar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband