Erlendir lögfræðingar bíða átekta

Svona grein í víðlesnu erlendu blaði þar sem bæði núverandi viðskiptamálaráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra líkja Íslandi við Enron er vatn á myllu lögfræðinga erlendra kröfuhafa.

Eva Joly hefur sagt að rannsóknin taki mörg ár.  Á meðan bíða erlendir bankar og fjárfestar og Ísland verður í gæslu AGS.  Engin lán verður að fá erlendis frá nema hjá AGS fyrr en rannsókn er að fullu lokið og erlendir aðilar eru sáttir við að algjör hreinsun hafi átt sér stað í íslensku samfélagi og ný andlit hafi tekið við forystunni.

Það sem síðan getur tafið þetta eru hugsanleg málaferli erlendra kröfuhafa. 

Þjóðin fær að vita hvað það þýðir að vera í AGS gæslu eftir kosningar þegar þumalskrúfan verður hert svo um munar.  Það verður athyglisvert að fylgjast með skoðanakönnunum um ESB aðild síðar á árinu. 


mbl.is Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef vissar efasemdir við það að "rannsóknin" þurfi að taka mörg ár. Hver er þessi flöskuháls í rannsókninn eiginlega ?

Er ekki elilegt að gera kröfur til Joly að hún skili af sér megin niðurstöðum á styttri tíma ?.

Vissulega þarf að gera nú þegar grein fyrir því hvert fjárstreymið var og af völdum hverra, enda fer þjóðarbúið ekki í þúsunda milljarða mínus af sjálfu sér.

Hvert er umfang rannsóknarinnar nákvæmlega ? Hvert er markmið "rannsóknarinnar" ? Hver er ávinningurinn nákvæmlega fyrir þjóðina ? Hver er "flöskuhálsinn" í rannsókninni ?

Hefur þetta verið greint og birt  ("gegnsæji") ? Ef ekki, þá þarf að gera það nú þegar.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:21

2 identicon

Sæll Andri,

Ef rétt er haft eftir Gylfa í Telegraph, þá sagði hann að það væri margt líkt með íslenska bankakerfinu og Enron, ekki með Íslandi og Enron. "Gylfi Magnusson, Iceland’s business minister, has conceded there are similarities with the country’s banking system and failed US energy company Enron. "

Það þarf að gera greinarmun á Íslandi og íslenska bankakerfinu - þó það síðarnefna hafi verið orðið allt of stórt fyrir Ísland, þá var það ekki orðið það sama:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Arnór,

Þetta er auðvita alveg rétt hjá þér en vandamálið er að í augum flestra útlendinga er Ísland svo lítið að enginn greinamunur er gerður á Íslandi og íslenska bankakerfinu.  Það eina sem situr eftir í huga útlendinga eru orðin Enron og Iceland.  Þess vegna þurfa íslenskir ráðherrar að gæta orða sinn mjög vel. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband