Áfall fyrir stefnu IMF

Hið mikla fall og óstöðuleiki krónunnar samhliða auknum höftum er mikið áfall fyrir stefnu IMF og sýnir að mistök voru gerð við greiningu á efnahagsástandinu hér.

Ástæðan er einföld.  Enginn þekkti neitt til Íslands hjá IMF. Ég efast um að starfsmenn þeirra stofnunar viti hvar Ísland er á landakorti.  Nei, IMF greip til þeirra tækja sem þeir þekkja og hafa notað í öðrum löndum, eins konar "cut and paste" aðferð sem nú virðist vera að mistakast.

Það sem er enn verra er að ekkert heyrist frá IMF eða stjórnvölum um stefnubreytingu.  Haldið er áfram á sömu braut, höftin hert, vextir hafðir háir (en lækkaðir aðeins vegna kosninga), verðbólgan og atvinnuleysi látið aukast.

Efnahagsleg framtíð Íslands mun byggja á 3 undirstöðum:

  1. Höftum
  2. Eignatilfærslu frá sparifjáreigendum til skuldara
  3. Ríkisforsjá í atvinnumálum

Kannast ekki einhverjir við þetta frá fyrri tíð?


mbl.is Vaxtagreiðslur til eigenda jöklabréfa veikja krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áfall fyrir okkur, en er þetta ekki í samræmi við afleiðingar af "hjálp" imf við önnur lönd?  Er eitthvað skínandi dæmi um hagsæld byggða á "aðstoð" imf?

Georg O. Well (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband