Þjóðnýting álvera

Það er ekkert sem erlendir fjárfestar óttast meira en að ný vinstri stjórn á Íslandi muni þjóðnýta allar auðlindir landsins þar á meðal álverin.  Þeir líta til Venesúela, Argentínu og Kúbu og hrollur fer um þá.  Ísland er ekki lengur í hópi Norðurlandanna eða Norður Evrópu nema landfræðilega.  Efnahagslega og pólitískt séð er landið nú heiðursfélagi í hópi Suður Ameríkuríkja. 

Það er ekki furða að nýtt álver á Suðurnesjum tefjist.  Til þess eru margar ástæður:

1.  Yfirframboð á áli og lágt verð

2.  Almennt skortur á fjármagni í heiminum

3. Efnahagslegur og pólitískur óstöðuleiki á Íslandi

4. Hætta á að fjármagn sem útlendingar koma með til landsins verði þjóðnýtt með neyðarlögum

5. Óreynd ný vinstri stjórn á Íslandi sem á erfitt með að ná samkomulagi

Ef Landsvirkjun á erfitt með að fá lán endurfjármögnuð heldur fólk þá að nýtt álver spretti upp eins og gorkúla si sona?


mbl.is 100 misstu vinnu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu!! Síðasta setningin er alveg frábær og lýsir Íslendingum rosalega vel. Allt á að gera og helst í gær hvað ógáfulegt sem það er.....

Ína (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:25

2 identicon

þjóðnýta Bónus

jonas (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Sævar Helgason

 Er ekki alveg nægjanlegt að tilgreina þetta þrennt  varðandi álverin ?  Að setja okkur í hóp Suður Ameríkuríkja ásamt þjóðnýtigartali - er mikið yfirskot hjá þér ,
að mér finnst....

"1.  Yfirframboð á áli og lágt verð

2.  Almennt skortur á fjármagni í heiminum

3. Efnahagslegur (og  pólitískur) óstöðuleiki á Íslandi"

Sævar Helgason, 4.5.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Fer ekki mikið fyrir því en álverð hefur verið að skríða upp

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.5.2009 kl. 21:18

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sævar,

Erlendur raunveruleiki er ekki sá sami og innlendur.  Ég er búinn að ferðast töluvert um Evrópu, Ameríku og Mið-Austurlönd síðan fallið og hugmyndir útlendinga um stöðu og stefnu Íslands eru allt aðrar en maður gæti búist við.  Allir tala um þjóðnýtingu bankanna og þegar þjóðnýting byrjar hvar endar hún...?.  Enginn útlendingur skilur íslenskt kennitöluflakk.  Þeir sem hafa kynnt sér neyðarlögin tala um að við séum eins og Venesúela.  Þú þarft ekki annað en að fara til Stokkhólms og tala þar við bankamenn og heyra hvað þeir segja um Ísland.  Það er sláandi hvað Íslendingar alltaf ofmeta sína stöðu og vanmeta stöðu útlendinga. 24 erlendir bankar hafa stefnt íslenska ríkinu fyrir brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.  Þetta flokkast undir pólitískan óstöðuleika. Óreynd vinstri stjórn skiptir máli hjá erlendum fjárfestum.

Jón, álverð getur tvöfaldast það breytir lítið pólitísku áhættumati útlendinga á Íslandi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 21:39

6 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir svarið , Andri Geir- það er mjög umhugsunarvert.

Sævar Helgason, 4.5.2009 kl. 22:53

7 identicon

Þessi stjórn mun aldrei gera gagn, aldrei.  Fæddir "looserar" að stjórna, fólk sem er óhægt og ekkert vit hefur á gangi lífsins.  Steingrímur kann að tala og þá er það upptalið. 

Baldur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:50

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og það sem verra er Baldur þá hafa sjálfstæðismenn sýnt það svo óþarflega vel að þeir eru ráðvilltir og forystulausir. Fyrst og fremst þó forystulausir.

Árni Gunnarsson, 5.5.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband