16.1.2010 | 23:25
Ólýðræðisleg vinnubrögð stærstu flokkanna
Jæja, þá er prófkjörsskrípaleikurinn byrjaður enn eina ferðina og ekkert virðast stærstu flokkar landsins hafa lært af atburðum síðustu mánaða.
Fyrsta sætið hjá bæði Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu er frátekið fyrir "kóngafólk" flokkanna. Ekkert val þar. Er þetta það besta sem flokkarnir geta boðið upp á? Varla geta þetta talist lýðræðisleg vinnubrögð.
Ef síðan er litið neðar á lista flokkanna er um frekar einsleitan hóp að ræða sem varla getur talist vel fallinn til að takast á við nýjan raunveruleika í málum borgarinnar.
Fáir geta sýnt fram á sterka og haldgóða reynslu í fjármálastjórnun, rekstri og áætlanagerð. Hvaða frambjóðandi er best fallinn til að leiða endurfjármögnun OR fyrir hönd borgarinnar?
Nýr raunveruleiki kallar á nýtt fólk og breyttar áherslur. Flokkarnir virðast enn lifa í gamla Íslandi. Frami og stöður einstakra flokksmanna eru settar ofar hagsmunum borgarbúa.
Nei, betur má ef duga skal.
13 í framboði hjá Samfylkingu í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 17:19
Almenningur hf
Nú þegar byrjað er að selja gömul og gróin íslensk fyrirtæki er ekki úr vegi að íhuga hvernig almenningur getur komið að eignarhaldi á íslenskum fyrirtækjum.
Ein leið er að stofna fjárfestingarsjóð, köllum hann Almenningur hf. Þessi sjóður hefur það að markmiði að kaupa, endurskipuleggja og reka íslensk fyrirtæki sem bankarnir selja.
Almenningur hf þyrfti að vera undir stjórn erlendra fagaðila til að koma í veg fyrir innlent hagsmunapot og gera hann seljanlegri erlendum fjárfestum.
Sjóðurinn þyrfti að hafa öflugt stofnfé, segjum 100-200 ma kr eða um 500-1000 m evra. Þetta fé yrði aflað hjá eftirfarandi aðilum:
- Íslenskum almenningi sem yrði gefin kostur á að kaupa hluti á 15% afslætti á persónulegar kennitölur (ekkert ehf brask hér) fyrir hluti upp að, segjum 1 m kr.,
- Erlendum krónubréfshöfum,
- Erlendum fagfjárfestingarsjóðum bæði opinberum og einkasjóðum, t.d. erlendum lífeyrissjóðum og norska olíusjóðnum,
- Erlendum einkafjárfestum,
- Erlendum bönkum sem hefðu tækifæri á að breyta skuldum í hlutafé.
Íslenskir lífeyrissjóðir geta einnig komið að þessu félagi en þeir hafa nú þegar stofnað sinn sjóð.
Því miður, er mikið fjármagnstómarúm á Íslandi sem gefur gömlum útrásarvíkingum gullið tækifæri á að halda í "eignirnar" sínar. Það eru því fáir, sem hafa þekkingu og reynslu í fjármögnun fyrirtækja, sem sjá hag sinn í að reyna nýjar leiðir sem setja hag almennings fyrst. Flestir eru tengdir gömlum klíkum og hagsmunahópum. Hér þarf að stokka upp, setja markið hærra og afla fjármagns í gengum nýa aðila sem ekki stóðu vaktina þegar allt hrundi.
Sjóvá til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2010 | 14:29
Actavis tekið yfir og gert að þýsku fyrirtæki?
Frétt af Actavis sé nú stjórnað af Deutsche Bank kemur ekki á óvart. Allar ákvarðanir eru nú teknar af bankanum og bankinn fer með raunverulegt eignarhald. Fréttin um að Actavis sé að reyna að yfirtaka þýskt lyfjafyrirtæki, Ratiopharm, er athyglisverð en þar þarf að lesa á milli línanna.
Líklegt er, að hér verði um svokallað "reverse take-over" þar sem Actavis tæknilega tekur Ratiopharm yfir en þýskir stjórnendur Ratiopharm taka við daglegum rekstri, hreinsa til og gera fyrirtækið að þýsku fyrirtæki. Sem sagt Deutsche Bank hefur komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að gera Actavis seljanlegt er að sameina það öðru fyrirtæki. Björgólfur Thor er hér aukaatriði og vandséð er hvað gerir hann ómissandi? Svo má ekki gleyma, að um leið og Actavis verður að þýsku fyrirtæki hverfur 1000 ma kr. skuld af efnahagsreikningi Íslands!
Íslenskir bankar gætu lært af þessu. Það eru miklir möguleikar á Íslandi að sameina skuldug fyrirtæki og þar með gera þau lífvænlegri. Vandamálið er, að þá þarf að segja upp fólki til að laga rekstrakostnað að nýjum raunveruleika. Atvinnuleysi mundi aukast, alla vega tímabundið, en hjá því verður varla komist ef takast á að endurreisa skuldug fyrirtæki.
Actavis á forræði Deutsche Bank | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.1.2010 | 13:49
Rekstrarteymi Haga er ekki í eigu Jóns Ásgeirs
Jón Ásgeir á ekki rekstrarteymi Haga. Þetta eru sjálfstæðir og hæfir einstaklingar sem geta tekið eigin ákvarðanir og þurfa ekki á hans leiðsögn að halda til að reka Bónus og Hagkaup.
Auðvelt er að aðskilja eignarhald og rekstur. Rekstur Haga stendur og fellur ekki með þremur mönnum.
Aðalatriðið er að Hagar lendi í dreifðu eignarhaldi almennings þannig að arður af fyrirtækinu renni í marga vasa en ekki í vasa Jóns Ásgeirs, föður hans og einhverra útlendinga sem enga ákvörðun hafa tekið. Það sýnir nú varla mikinn áhuga á Íslandi.
Þá er mikilvægt að setja Haga í opið og óháð söluferli þannig að þau herfilegu mistök verði ekki endurtekin, sem skilanefnd Glitnis gerði þegar hún seldi eignir Milestone í Svíþjóð langt undir markaðsverði til aðila tengda fyrri stjórnendum.
Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 18:36
Verne - Wellcome Trust - Novator/Samson - unlikely bedfellows!
Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari samstarfsaðila í Verne en Björgólf Thor og Novator, og Wellcome Trust, eina stærstu og virðulegustu góðgerðarstofnun Bretlands.
Hjá Wellcome Trust er vel vandað til verks og mönnum er umhugað um orðstír sinn. General Catalyst Partners hafa víst gott orð á sér enda sitja sterkir menn fyrir þá í stjórn Verne.
En hvað kemur Novator með í spilið. Peninga eða lánstraust? Þekkingu á orkuvinnslu eða tölvutækni? Aðgang að íslenskum stjórnvöldum? Fyrsta flokks stjórnunar- og leiðtogareynslu? Traust og trúverðugleika? Hver svari fyrir sig.
Maður spyr sig hvort stjórn Wellcome Trust gerir sér fulla grein fyrir viðskiptasögu Björgólfs Thors, Birgis Más og Novators? Falli Landsbankans, Icesave, falli Straums og deilum um bókhald Samson svo fátt eitt sé talið upp.
Það er stundum talað um að það geti verið gott að standa í ljóma annarra, svo kallað "halo effect", en andhverfa þess er einnig til og hana ber að varast.
Vonandi dregur Björgólfur Thor og Novator sig út úr þessu dæmi og gefur Íslendingum sem ekki hafa straum samsonar á bakinu tækifæri á að vinna með sterku erlendu teymi að uppbygginu í þessum mikilvæga geira.
15.1.2010 | 17:09
Læknar og ráðherrann
Yfirlýsing heilbrigðisráðherra um að ekki komi til greina að hækka laun lækna og að nú eigi að jafna launamun innan heilbrigðiskerfisins er óheppileg.
Ísland er ekki einangruð eyja þegar kemur að störfum fyrir lækna, þeir hafa val sem margar aðrar stéttir hafa ekki hér á landi. Auðvita vilja læknar leggja sitt af mörkum við endurreisn landsins en þeir verða líka að hugsa um sínar fjölskyldur og veita sínum börnum eins gott veganesti og þeir geta. Margir munu telja sig eingöngu geta gert það með því að starfa erlendis.
Læknaskortur mun ekki gera vart við sig strax, það mun taka mörg ár, en hægt og sígandi verður erfiðara að manna stöður, biðlistar munu lengjast, mistök aukast og þjónustan skerðast.
Niðurskurður sem byggist á hugmyndafræði einni saman er stórhættulegur. Það verður að taka raunveruleikann eins og hann er, með í reikninginn.
Íslensk stjórnvöld verða að borga erlendum sérfræðingum markaðstaxta. Sama gildir um íslenska lögfræðinga. Ein lögmannsstofa heimtar 1 milljarð fyrir að rukka inn kreppuskulda hjá einum sparisjóði í Reykjavík. Ætlar Seðlabankinn að borga þann reikning á meðan læknar hrökklast frá landi? Hvað með lögfræðinga, eiga þeir ekki að leggja sitt fram? Hvar endar þetta?
Ætli íslenskir læknar setji ekki á stofn fyrirtæki erlendis þar sem íslenska ríkið getur keypt þjónustu þeirra á markaðstaxta. Þannig að í staðinn fyrir að víkarera erlendis, munu læknar snúa þessu við, starfa erlendis og víkarera á Íslandi. Viðhorf Álfheiðar gengur ekki upp, því miður.
15.1.2010 | 15:58
"Þjóðstjórn" til að leysa Icesave eins og Davíð sagði!
Það hlýtur að hlakka svolítið í ritstjóra Morgunblaðsins við þessa frétt um að loksins eigi að setja á fót þverpólitíska nefnd til að leysa Icesave.
Davíð var sannspár þegar hann stormaði inn á skrifstofu Geirs Haarde og skipaði honum að koma á þjóðstjórn til að leysa úr vanda landsins eftir hrunið. En Geir hlustaði ekki á Davíð með afleiðingum sem öllum er nú ljóst.
Hvað sem segja má um Davíð hefur enginn lifandi Íslendingur jafn mikla reynslu sem forsætisráðherra. Ekki svo að skilja að sú reynsla sé endilega það sem nú þarf á að halda, en engu að síður er alltaf hollt að hlusta á hvað fólk með reynslu hefur að segja.
Það er nefnilega alltaf hætta á að hinir reynslulitlu ofmeti sína hæfieika og getu til að leysa flókin vandamál, eins og komið hefur í ljós.
Þverpólitísk nefnd um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 15:25
Kínverjar dregnir inn í íslenskt kennitölusvindl?
DV birtir athyglisverða frétt um kaup Kínverja á húseign í Reykjavík fyrir sendiráð sitt. Ef fréttin er rétt, sýnir hún að hið gjörspillta íslenska viðskiptasiðferði lifir enn góðu lífi. Allt gengur út að að svíkja, pretta og svindla.
Fréttin gefur mjög góða sýn inn í hvernig óprúttnir aðilar geta auðveldlega svindlað á nýju bönkunum til að fá skuldaniðurfellingu og haldið sínum eignum sem þeir síðan selja fyrir hagnað.
Það sem gerir þetta svo auðvelt er kennitöluflakkið sem enn er leyft hér og ekki hefur verið stoppað. Kennitöluflakk er fyrir íslenskt viðskiptalíf eins og heróín fyrir eiturlyfjaneytendur.
Hitt er síðan umhugsunarvert hvernig í ósköpunum bankar láta skuldara fá afsal af veðsettum eignum án þess að skoða undirritaða kaupsamninga og ganga úr skugga um að kaupandinn sé raunverulegur.
Þá sýnir þetta líka þá veikleika og hættur sem skapast þegar bankar taka ekki veð til sín og láta ekki óháða aðila sjá um sölu eigna en gefa fyrri eigendum frítt spil.
Það er alveg ljóst að sumir aðilar í íslensku viðskiptalífi eru bara að gera það gott í kreppunni!
15.1.2010 | 08:46
Martin Wolf er hagfræðingur en ekki lögfræðingur
Financial Times er orðið blað blaðanna á Íslandi.
Hugmynd Martin Wolf að láta Breta og Hollendinga fá eignir Landsbankans er ekki ný af nálinni, en mér skilst að það séu miklir lögfræðilegir gallar á þessari aðferð. Er það íslenska ríkisins að afhenda eignirnar og hvað gerist ef bresk stjórnvöld þyggja þá gjöf?
Hætt er á að allt myndi loga í málaferlum hér og í Bretlandi. Sérstaklega myndu kröfuhafar láta reyna á bresk lög þegar eignirnar eru komnar í breskt eignarhald. Íslensk neyðarlög gilda ekki utan Íslands.
Hins vegar sýnir innlegg Martins vel hversu flókin staðan er í þessu Icesave máli og erfitt að koma öllum upplýsingum rétt og tímanlega til allra aðila.
En það er alveg rétt að finna verður lausn sem ekki íþyngir næstu kynslóðum.
Sterkasta vopn íslensku ríkisstjórnarinnar er að nota staðreyndir og útskýra sérstöðu Íslands sem örríkis. Það er í þágu Breta og Hollendinga að hér þrífist öflugt samfélag, en það verður ekki án velferðarkerfis sem byggir á góðri heilbrigðisþjónustu en það kallar á öruggt framboð af læknum.
Og hér er Ísland í sérstöðu. Við menntum og þjálfum ekki okkar eigin sérfræðinga nema í mjög takmörkuðu mæli. Læknar þurfa að fara erlendis til að fá menntun og þjálfum. Vandamál Íslands er því ekki bara að læknar yfirgefi landið heldur að ný kynslóð lækna komi aldrei heim úr sérnámi. Þetta er mikið áhyggjuefni og gæti orðið krítískt eftir 7 ár þegar kemur að því að borga af Icesave. Þetta er einn áhættuþáttur sem Bretar og Hollendingar hafa örugglega ekki gert sér grein fyrir.
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2010 | 20:29
Icesave staðan er þröng - stefna ber á 4.5% vexti
Hver er sú lausn sem ríkisstjórnin ætlar að bjóða Bretum og Hollendingum?
Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar. Það hlýtur að þýða að lausnina verður að finna í vöxtum og lánstíma, ásamt þeim ábyrgðum sem við leggjum fram.
Veð og vextir fara sama og ekki virðist deilt um lánstímann svo aðalmálið eru vaxtakjörin.
Ef við viljum lægstu vexti þurfum við að tefla fram okkar sterkustu veðum. Annað er órökrétt.
En hér hefur tíminn farið frá okkur. Vaxtakjör hafa versnað frá júní 2009. Ef markaðsvextir voru 5.5% í júní eru þeir nær 6.5% í dag. Það er því upp að sækja fyrir okkur að fá betri vaxtakjör.
Það besta sem við getum búist við er að koma vöxtum niður í 4.5% með fullri ríkisábyrgð. Þetta yrði gert með því að snúa klukkunni við og segja að þegar samningurinn var gerður hefðu ríkin átt að hittast á miðri leið. Bretar og Hollendingar fjármagna þetta líklega á 3.5% vöxtum, þannig að 4.5% er miðpunktur og eðlilegur endapunktur á ferlinu.
Nú er að bíða og sjá hvað setur.
Segja um góðan fund að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |