Rekstrarteymi Haga er ekki í eigu Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir á ekki rekstrarteymi Haga.  Þetta eru sjálfstæðir og hæfir einstaklingar sem geta tekið eigin ákvarðanir og þurfa ekki á hans leiðsögn að halda til að reka Bónus og Hagkaup.

Auðvelt er að aðskilja eignarhald og rekstur.  Rekstur Haga stendur og fellur ekki með þremur mönnum.  

Aðalatriðið er að Hagar lendi í dreifðu eignarhaldi almennings þannig að arður af fyrirtækinu renni í marga vasa en ekki í vasa Jóns Ásgeirs, föður hans og einhverra útlendinga sem enga ákvörðun hafa tekið.  Það sýnir nú varla mikinn áhuga á Íslandi.

Þá er mikilvægt að setja Haga í opið og óháð söluferli þannig að þau herfilegu mistök verði ekki endurtekin, sem skilanefnd Glitnis gerði þegar hún seldi eignir Milestone í Svíþjóð langt undir markaðsverði til aðila tengda fyrri stjórnendum.

 

 

 


mbl.is Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig opið söluferli áttu við? Þótt fyrirhuguð sala á Sjóvá sé auglýst opin þá er hún eingöngu ætluð þeim eiga meira en 500 m.kr.

Hvers konar ýktum fákeppnsimarkaði verður hér komið á fót? Af hverju er ekki því fólki sem á þessa 2000 milljarða sem eru í bönkunum gefinn kostur á að vera með? Eiga peningarnir að brenna upp innilokaðir í bönkunum eftir allt sem hrunstjórnin lagði undir til að verja þær?

TH (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Best væri að þetta söluferli væri sett í hendur erlendum banka, t.d. Nordea.  Þetta er of stórt og pólitískt til að íslenskir bankar geti staðið í þessu. 

Til að almenningu geti eignast þetta þyrfti að stofan sjóð "almenningur hf" þar sem fólk gæti keypt hluti í.  Þetta fyrirtæki gæti verið stjórnað af erlendum sérfræðingum til að koma í veg fyrir innlent hagsmunapot.  Þetta fyrirtæki gerði síðan tilboð í íslenskar eignir fyrir hönd almennings.  Síðan mætti setja "almenning hf" á hlutabréfamarkaðinn, þar með myndi þjóðin eignast sitt fjárfestingarfélag sem seinna meir gæti spunnið af eignir þannig að t.d. Bónus endaði á almennum markaði í dreifðri eign almennings.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.1.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Athyglisverð hugmynd og hefði átt vel við þegar bankarnir voru seldir hér um árið. Nú erum við að byggja upp og þá er svona almenningshlutafélag áhugaverður kostur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 17:17

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já mætti alveg íhuga þennan kost.

Sigurður Haraldsson, 18.1.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband