Ólýðræðisleg vinnubrögð stærstu flokkanna

Jæja, þá er prófkjörsskrípaleikurinn byrjaður enn eina ferðina og ekkert virðast stærstu flokkar landsins hafa lært af atburðum síðustu mánaða.

Fyrsta sætið hjá bæði Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu er frátekið fyrir "kóngafólk" flokkanna.  Ekkert val þar.  Er þetta það besta sem flokkarnir geta boðið upp á?  Varla geta þetta talist lýðræðisleg vinnubrögð.  

Ef síðan er litið neðar á lista flokkanna er um frekar einsleitan hóp að ræða sem varla getur talist vel fallinn til að takast á við nýjan raunveruleika í málum borgarinnar. 

Fáir geta sýnt fram á sterka og haldgóða reynslu í fjármálastjórnun, rekstri og áætlanagerð.  Hvaða frambjóðandi er best fallinn til að leiða endurfjármögnun OR fyrir hönd borgarinnar? 

Nýr raunveruleiki kallar á nýtt fólk og breyttar áherslur.  Flokkarnir virðast enn lifa í gamla Íslandi. Frami og stöður einstakra flokksmanna eru settar ofar hagsmunum borgarbúa.

Nei, betur má ef duga skal.

 


mbl.is 13 í framboði hjá Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það tekur alltaf tíma að breyta hugsun heillar þjóðar. Vonandi fáum við ný kosningalög með nýrri stjórnarskrá. Ekki er þó ennþá vitað hvenær það verður, en væntanlega sem allra fyrst

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Ursus

Prófkjör? Bara bull. Uppstilling er betri. Efstu sætin eru frátekin. Lyddurnar slást svo um næstu sæti. Enn á ný skal borgurum nauðgað aftanfrá.

Ursus, 16.1.2010 kl. 23:47

3 identicon

Rétt hjá þér, Andri Geir, það þarf ekki að taka mikinn tíma að breyta prófkjörsreglum nema viljinn hamli.

lydur arnason (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 02:46

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Maður átti svo sem ekki von á öðru. Það mun ekkert breytast í þessum efnum fyrr en flokkakerfið verður afnumið og fólk verður sett í stað flokka.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.1.2010 kl. 08:48

5 identicon

Það sem er skrýtið að það er einsog ekkert hafi gerst, fleiri að bjóða sig á sama hátt og í seinustu kosningum.  Eina konu heyrði ég um sem ætlaði ekki að vera með kosningaskrifstofu. En eflaust tapar hún.  Já, enn þá er 2007 í borgarstjórn, og sama dásamlega drullukökukastið. sbr. skoðanskipi Óskars B. og Sigrúnar Erlu í Fréttablaðinu.

Erling (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband