Örlög okkar í hendur útlendinga

Með því að fella Icesave er Alþingi að fela örlög þjóðarinnar í hendur útlendinga.  Við erum þá komin upp á náð og miskunn Hollendinga og Breta.  Hversu hart munu þessar þjóðir taka á okkur?  Hvaða áhrif munu þær hafa á ESB og IMF?  Fáum við aðgang að erlendu fjármagni?  Verður lánstraust ríkisins fellt niður í rusl?

Allar þessar spurningar verða að meira eða minna leiti á hendi útlendinga en ekki Alþingis að svara. 

Hvaða neyðaráætlun hafa stjórnvöld eða Alþingi samið til að taka á ástandinu ef Icesave verður fellt?

Hér virðist allt á sömu bókina lært. 

 


mbl.is Fleiri þingmenn á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar þögn er ekki gulls ígildi!

Ísland er skólabókardæmi um það sem gerist þegar gagnrýni er lögð í einelti. 

Það vita það allir að í stjórnartíð Davíðs Oddsonar var gagnrýni ekki vel liðin.  Orðtök eins og blá höndin urðu til.  Þeir einstaklingar sem leyfðu sér að gagnrýna stjórnvöld fengu oft að kenna á því á mjög sérstakan íslenskan hátt. Oft var ekkert sagt, en starfsframi var heftur og stöðutilfærslur voru algengar.  

Besta og alvarlegasta dæmið um þetta er auðvita þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður.  Svo var þumalskrúfan ekki langt undan í heilbrigðiskerfinu þar sem starfsframi lækna gat gufað upp ef þeir önduðu á kerfið.  Þar sem ríkið hefur gott sem einokun á heilbrigðisþjónustu urðu læknar sem leyfðu sér að gagnrýna stjórnvöld oft að flýja land. Og dæmin eru óendanleg.

Ísland er svo lítið og allt og allir tengdir að besta leiðin er oftast að þegja opinberlega en hneykslast og rífast inn í stofu hjá sér.  En nú er þögnin komin á eindaga og reikningurinn er engin smásmíði.

Íslenska þögnin er engin gulls ígildi.  

 

 


mbl.is Stóru viðskiptavinirnir voru kerfislega mikilvægir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MBL kallar hann auðmann - hvað er það?

Hvað er að vera auðmaður á Íslandi?  Hvers vegna notar Morgunblaðið þetta viðurnefni?  Ekki þekki ég þessa Björgúlfsfeðga en alltaf hefur mér fundist að þeir hafi tekið útlitið fram yfir innihaldið.

Hárgreiðslan, fötin og skórnir hafa alltaf verið óaðfinnanleg en innihaldið ein rjúkandi rúst eins og viðskiptaveldi þeirra er lýsandi dæmi um.

Nú ætlar þessi Björgúlfur í máli til að bjarga hverju?  Útliti mannorðs síns eða innihaldi?  Hvaðan koma peningarnir sem á að nota í þessa málsókn?  Getur einhver lögmaður á Íslandi tekið við þeim með góðri samvisku?


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er íslensk orkuvinnsla ríkisstudd?

Ég get ekki betur séð en að þessi skýrsla sýni að orkuvinnsla á Ísland sé ríkisstudd.  Ef arðsemi (ROIC) er aðeins 1.7% hver er fjármagnskostnaðurinn (cost of capital)?  Varla er minnst á þetta í skýrslunni sem er miður því það er tilgangslítið að mæla ROIC nema að vita hver raunverulegur fjármagnskostnaður er.

Ein aðalniðurstaða skýrslunnar ætti að vera að arðsemi íslenskra orkuvera stendur ekki undir eðlilegum fjármagnskostnaði en gerir það í Bandaríkjunum og líklega í Evrópu.

Þetta er líka því mun alvarlegra þar sem lánstraust okkar hefur hrunið og fjármagnskostnaður mun hækka verulega í framtíðinni.  


mbl.is Lítil arðsemi af orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja litla Ísland

Aumingja litla Ísland sem enn eina ferðina hefur orðið fyrir barðinu á erlendum nýlenduherrum sem eru að reyna að klekkja á landinu og selja okkur "maðkað mjöl"

Væl og kvein íslenskra ráðamanna erlendis er aumkunarvert og lítilslækkandi.

Landsbankinn og Lehman eru lagðir að jöfnu.  Sú staðreynd að Bretar settu ekki neyðarlög á Lehman en á Landsbankann sannar að Bretar hafa beitt okkur gífurlegum órétti og hagað sér eins og 18. aldar nýlenduherra gagnvart saklausa, varnarlausa litla Íslandi! 

Hvað varð um Enron samlíkingu viðskiptaráðherra eða þá staðreynd að Eve Joly er hér að rannsaka eitt stærsta svikamál Evrópu?

Er von að útlendingar hristi bara hausinn og segi:  "Iceland, who cares!  They are all crazy!"

 

 


mbl.is NYT: Ísland og IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var stjórn Landsbankans mútað?

Hvað vissi stjórn Landsbankans um útlánastarfsemi bankans?   Voru þeir einstaklingar sem sátu í stjórn Landsbankans til skrauts eða voru þetta fagmenn sem stýrðu bankanum af reynslu og innan lagaramma FME?  Hverjir höfðu aðgang að lánabók Landabankans? Var fólki sem vissi hvað var að gerast mútað til að þegja?  Ef útlán Landsbankans standast ekki lög hvaða ábyrgð bera fyrrverandi stjórnarmenn sem sátu vaktina þegar ólögleg starfsemi fór fram? Hvers vegna hefur þessi rannsókn tafist um 6 mánuði?

Hvaða gerðu starfsmenn og endurskoðendur bankans til að koma réttum og tímanlegum upplýsingum til stjórnar bankans.  Sérstaklega, hvert var samband innri endurskoðunar, endurskoðanda bankans og formanns endurskoðunarnefndar stjórnar bankans (ef sú nefnd var þá til!)?  Hvaða stjórnarmenn Landsbankans voru löggiltir endurskoðendur eða lögfræðingar?

Ef um lögbrot er að ræða verður athyglisvert að fylgjast með hvernig verður tekið á þessari elítu sem stýrði og stjórnaði Landsbankanum.  Munu hin gífurlega sterku pólitísku tengsl sem þessir aðilar hafa ekki vega þyngra en hinn íslenski lagabókstafur og hvernig getur Hæstiréttur tekið á þessu?  Þar sitja menn sem voru skipaðir af sama manni sem svo dyggilega studdi Landsbankamenn?  Þetta eru tengsl af þeirri tegund sem ekki má ræða á Íslandi.  

Látum hinn mikla kattarþvott byrja!

 


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buguð þjóð á bjargsbrún

AGS lánar okkur ekki fyrr en hin Norðurlöndin koma með sín lán sem þau gera ekki fyrr en Icesave er samþykkt.

Hér er 3 möguleikar Alþingis:

1.  Samþykkja Icesave - treystir stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu, flýtir ESB aðild og lánalínur opnast til uppbyggingar. Óvinsælt innanlands. Framtíðargreiðslugeta óviss.

2.  Samþykkja Icesave með fyrirvörum - Óvissa skapast, lán og uppbygging tefst.  Gæti orðið enn dýrara fyrir okkur þar sem Holland og Bretland myndu líta á takmarkaða ríkistryggingu sem "ótryggari" samning og krefjast hærri vaxta og styttri lánstíma.

3.  Fella Icesave - Algjör óvissa skapast, öll lán fryst og gömul lán ef til vill innkölluð.  Hætta á að lánshæfni ríkisins falli í ruslaflokk sem gætir haft slæmar og dýrar afleiðingar fyrir ríkið og fyrirtæki eins og Landsvirkjun.  Uppbygging gæti tafist í mörg ár.  Mikill landflótti líklegur. ESB aðild í uppnámi.

Fjármagna Icesave á annan og ódýrari hátt er sá möguleiki sem við höfum ekki. Við höfum ekkert vali í þessari fjármögnun og því er samningsstaða okkar eins veik og hugsast getur.  Alþjóðasamfélagið stendur saman og bendir á þennan samning sem okkar einu leið út úr okkar vanda, séð frá þeirra bæjardyrum.

Það væri mjög óábyrgt af Alþingi að fella þennan samningi án þess að hafa ítarlega áætlun um uppbyggingu Íslands án erlends lánsfjármagns og án aðildar að ESB a.m.k. næstu 5 árin. Að sama skapi má lítið fara úrskeiðis í hagstjórn landsins næstu 10 árin ef Icesave er samþykkt.

Erum við með plan B? Eða eru öll eggin í "realpolitik" körfu Steingríms?


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Forkastanlegt að lána ekki út á vinskap"

Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra finnst forkastanlegt að við skulum ekki getað fengið lán erlendis út á vinskap eða eins og hann segir:

„Jafnvel vinir okkar virðast ekki vera reiðubúnir að lána okkur nema við göngum frá okkar málum og við verðum bara að spila úr því en ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta ekkert sérstakt vinarbragð."

Þetta viðhorf endurspeglar allt sem er svo kjánalegt og spillt í okkar samfélagi.  Vinskapur og klíkuskapur skiptir öllu máli, ekki hvort erum við borgunarmenn eða högum okkur eins og siðmenntuð þjóð.  Nei, á Íslandi á maður alltaf að geta slegið lán út á vinskap.  Þannig var það, er og verður.  Engu máli skiptir að þessi viðhorf hafa steypt okkur í hyldýpi skulda og vandræða, nei, þetta er það lögmál sem er algjör heilög kýr á Íslandi.

Er furða að útlendingar hrista hausinn og enginn þjóð, ekki einu sinn Norðmenn, standa með okkur gegn Hollendingur og Bretum.   Icesave sýnir á betri hátt en flest hversu langt frá okkar nágrönnum við erum þegar kemur að almennum umgengnisreglum.


Í upphafi skal endinn skoða

Þessi vinna Hagfræðistofnunnar HÍ sem Fjárlaganefnd Alþingins hefur farið fram á átti auðvita að framkvæma áður en Svavar komst í málið.

Icesave er skólabókardæmi um hvað getur farið úrskeiðis þegar maður hugsar ekki málin til enda og hefur ekki faglega þekkingu til þess.

Auðvita getur Hagfræðistofnun sett sér aðrar forsendur en Seðlabankinn og þar með komist að annarri niðurstöðu en hversu bættari eru við þá?  

Málið leysist ekki fyrr en símtólið er tekið upp og talað er við utanríkisráðherra Hollands og Bretlands.  

Steingrímur er ekki rétti maðurinn til að gera það af augljósum ástæðum svo hann ætti að segja af sér sem fjármálaráðherra og láta annan mann leiða þetta Icesave mál til enda.

Ráðherrastóll verður að víkja fyrir þjóðarhag.


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En er bankinn samkeppnishæfur?

Væri ekki nær að hugsa um viðskiptavini bankanna en kaup og kjör forstjóranna?

Nettó vaxtamunur í íslenskum bönkum er að nálgast 10%.  Innlánsvextir eru varla meir en 5-6% að meðaltali og ekki fást lán undir 15% óverðtryggð.  Þessi vaxtamunur er um þrisvar sinnum hærri en erlendis og þýðir að hægt verður að reka íslensku bankana með ótrúlegum hagnaði og þar með borga ofurarð til nýrra eigenda.

Ætli þessi staðreynd hafi ekki verið notuð til að reyna að fá útlendinga til að eignast bankana og minnka fjármagnsinnspýtingu frá ríkinu.  

Annað sem er athyglisvert og hefur gert á örskömmum tíma og án nokkurra umræðu er hliðrun í vaxtakjörum frá sparifjáreigendum til skuldara.  Við höfum því kúvent okkar vaxtastrúktúr frá hinu norræna módeli yfir í svissneskt.   

 


mbl.is Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband