Buguð þjóð á bjargsbrún

AGS lánar okkur ekki fyrr en hin Norðurlöndin koma með sín lán sem þau gera ekki fyrr en Icesave er samþykkt.

Hér er 3 möguleikar Alþingis:

1.  Samþykkja Icesave - treystir stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu, flýtir ESB aðild og lánalínur opnast til uppbyggingar. Óvinsælt innanlands. Framtíðargreiðslugeta óviss.

2.  Samþykkja Icesave með fyrirvörum - Óvissa skapast, lán og uppbygging tefst.  Gæti orðið enn dýrara fyrir okkur þar sem Holland og Bretland myndu líta á takmarkaða ríkistryggingu sem "ótryggari" samning og krefjast hærri vaxta og styttri lánstíma.

3.  Fella Icesave - Algjör óvissa skapast, öll lán fryst og gömul lán ef til vill innkölluð.  Hætta á að lánshæfni ríkisins falli í ruslaflokk sem gætir haft slæmar og dýrar afleiðingar fyrir ríkið og fyrirtæki eins og Landsvirkjun.  Uppbygging gæti tafist í mörg ár.  Mikill landflótti líklegur. ESB aðild í uppnámi.

Fjármagna Icesave á annan og ódýrari hátt er sá möguleiki sem við höfum ekki. Við höfum ekkert vali í þessari fjármögnun og því er samningsstaða okkar eins veik og hugsast getur.  Alþjóðasamfélagið stendur saman og bendir á þennan samning sem okkar einu leið út úr okkar vanda, séð frá þeirra bæjardyrum.

Það væri mjög óábyrgt af Alþingi að fella þennan samningi án þess að hafa ítarlega áætlun um uppbyggingu Íslands án erlends lánsfjármagns og án aðildar að ESB a.m.k. næstu 5 árin. Að sama skapi má lítið fara úrskeiðis í hagstjórn landsins næstu 10 árin ef Icesave er samþykkt.

Erum við með plan B? Eða eru öll eggin í "realpolitik" körfu Steingríms?


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem vilja borga Icesaveóréttlætið ,búa áfram á Íslandi, en hinir sem ekki vilja borga, flytja lögheimilið erlendis.

Efribati happí, einfalt

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:01

2 identicon

Hvað kostar fyrir fólk að flýja eyjuna?

kallinn (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Spurningin er hvort við eru ekki komin fram af brúninni, en ansi góð færsla Andri.

Finnur Bárðarson, 25.7.2009 kl. 17:17

4 identicon

Ef við hefðum hugsað svona í landhelgismálunum þá væri búið að eyðileggja öll fiskimið fyrir löngu eins og gerðist við Nýfundnaland en því miður höfum við enga alvöru stjórnmálamenn í dag sem standa í lappirnar gagnvart hótunum og yfirgangi.

Setja 100miljarða þak á ábyrgð frá alþingi, fari aðrar þjóðir í Evrópu í fýlu þá verður svo bara að vera, við getum snúið okkur að vöruskiptum við Rússa eins og við gerðum þegar bretar settu á okkur hafnbann eða leitað á náðir 94% heimsins sem eftir er um vöruskipti.

Það veit engin hvað við eru að fara að skrifa upp á með Icesave, allt of mörg lagaleg atriði sem munu ekki leysast nema fyrir dómstólum og afleiðingin gæti verið sú að við enduðum með +900miljarða skuldir og gjaldþrota land.

Hatrið á ESB er þegar orðið rótgróið hér á landi, sérstaklega eftir framgöngu hollending og bret, ég held að flestu sé sama þótt við færum ekki í ESB.

Eggert (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:20

5 identicon

Mér líst vel á það að þeir sem vilja svíkjast undan ábyrgð og ekki standa við skuldbindingar flytji úr landi. Ísland yrði byggilegra ef við losnuðum við kverúlantana sem ríða húsum á eyjan.is. Við hin skulum taka að okkur að koma landinu á réttan kjöl aftur.

caramba (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:33

6 identicon

Sammála caramba, ekki láta þennan skríl sleppa við að borga enda er ég búin að koma mér vel fyrir á fallegri eyju og nenni ekki að flytja ef þetta skítapakk heima fattar hvar ég er staddur, það gæti fengi of mikinn tíma til að spá í hvar ég er ef það sleppur við að borga.

Áfram svo caramba, heilaþvo þetta skítapakk.

Skrímsla kveðjur frá Tortola

caramba 2 (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:47

7 identicon

carama ... ÁBYRGÐ???????

 Það er bara bull að ríkissjóður beri ábyrgð á þessu, til hvers þarf sérstaka ríkisábyrgð á þessu ef ríkið á hvort sem er að bera ábyrgð á þessu?????

nafnlaus (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:54

8 identicon

Hversvegna er svona fólk á þingi?   Jú,  við gáfum þeim atkvæðið okkar illu heilli.

J.þ.A (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 18:07

9 identicon

Eggert, samningsstaða okkar í landhelgismálinu var allt önnur en sú staða sem við höfum núna. Við erum ekki með neinn her í landinu sem við getum hótað að senda í burtu ef ekki verði gegnið að kröfum okkar. Við erum bara útkjálkaþjóð og öllum er andskotans sama, get over it, við höfum ekkert val, nú er þetta spurning um meiri hagsmuni fyrir minni. Annað hvort komum yið fram með hroka og yfirlæti, sem hefur einkennt Sjálfstæðisflokkinn, eða við bregðumst við eins og siðmenntaðar þjóðir og stöndum undir skuldbindingum okkar. Ég er ansi hræddur um að menn eins og Eggert og fleiri myndu springa af reiði ef fjármálaeftirlit og stjórnmálamenn Breta og Hollendinga hefðu leyft einhverjum glæpamönnum að ræna íslenska þegna. Ef þú eða þið sem eruð með þennan pólinn í þessari umræðu mynduð líta ykkur nær, þá sæu þið að þetta er allt runnið undan  rifjum Sjálfstæðisflokksins.

Valsól (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:47

10 identicon

mér finnst það hámark niðurlægingarinnar að fá stuðning Litháa og gjaldþrota Letta um aðild að þessu níðingsbandalagi ESB sem hefur bundið hendur þjóðarinnar til margra ára fyrir afglöp fámenns hóps. Við erum norræn þjóð og frændþjóðir okkar hafa boðið hjálparhönd, meir þurfum við ekki til að halda okkar reisn og virðingu meðal þjóða. Það er einkennilegt hvernig Íslendingar láta fara með sig af fjárglæframönnum og erlendum stjórnmálamönnum, ef þetta land lætur kjöldraga sig áfram þá eigum við með réttu ekki lengur heima í norræna klúbbnum, þeir skammast sín fyrir okkur, kveðja óli

óli (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:55

11 identicon

það vantar einn möguleikann í viðbót, það er að rekja hvað varð um alla þá peninga sem Bretar og Hollendingar lögðu inn á Icesave reikningana og sækja þá peninga.  Því hefur alltaf verið haldið fram að hægt sé að rekja allar færslur, þannig setja vinnuhóp í það að finna alla peningana, þá þarf þjóðin ekki að greiða þessar skuldir.  Það er lítið rætt um hvað varð um þá peninga sem voru lagðir inn á reikningana í Bretlandi og Hollandi.  Hvers vegna????

bassi (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 21:31

12 identicon

Bessi, þú verður að fara að grípa þetta: Bankinn lánar út þessa peninga til eigenda bankana og vina og peningarnir hverfa úr landi. Veðin eru verðlausir pappírar og peningarnir horfnir. Ríkið telur sig skuldugt að greiða þessa milljarða af skattapeningum fólksins. Samkvæmt íslensku réttarkerfi skulda þjófarnir ekkert og þess vegna eru þeir ekki dregnir fyrir rétt, en ganga um sem frjálsustu menn, á meðan einn þriðji hluti þjóðarinnar er í svo erfiðri skuldastöðu, að það getur ekki einu sinni flutt úr landi,( átthagafjötrar vegn fátæktar).

Það eru kannski ekki margir á Íslendi í dag sem vita hvað "kútmagi" er, en þetta þótti herramanns matur fyrir 5o- 60 árum. Og síðan flóuð mjólk með bruðnum tvíbökum og kannski pínu lítill strausykur yfir. Þetta er það sem koma skal og passið þið ykkur á jarðskjálftanum nú í dag (mánudag). Sígin og söltuð Grásleppa er fínn matur og reyktur karfi sem hefur verið aðeins of lengi í húsinu og fengið sitt sér bragð með bræddu smjörlíki. Almennileg bjúgu er ekki hægt að fá lengur í þessu landi, nema að maður þekki einhvern bónda með heimaslátrun og kann til verka,þeir fynnast ennþá.Heimilisiðnaður í öllum myndum er leyður á sveitabæjum innan ESB, þvert á Íslenskar reglur.Þar er hægt að fá egg í mörgum stærðum,osta úr geita-kúa eða ær mjólk, allt blandað á sína vísu og að maður tali nú ekki um hrossa og asnakjötið í ymsum myndum. Og síðan má ekki gleyma hvað börnin fá á milli mála , ef þau eru svöng- Seitt rúgbrauð með smjörlíksklípu og stráður strásykur yfir. Kvöldmaturinn er nefnilega ekki tilbúinn- Makkaronisúpa með kanil-.

Þetta er afturgang  Íslendinga.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:07

13 identicon

Hvað varð um þessa Icesave peninga? Er það rétt sem sagt er að þeir hafi verið lánaðir innan Bretlands í þarlend fyrirtæki? Hvernig væri ef við almenningur værum upplýst um þetta atriði sem skiptir miklu máli. Af hverju fréttist ekkert af því að það sé verið að leita á þessum Tortolaeyjum öllum af peningum glæpahyskisins sem kom landinu í þessa stöðu?

Ég vil sjá handtökur og eignir frystar áður en Icesave samningur er afgreiddur frá þinginu.

Ína (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:16

14 identicon

Hvað varð um alla þessa Icesave milljarða? Munið þið eftir einum ágætum útrásarvíking sem hefur verið glettilega lítið í fréttum síðastliðna mánuði (kanski af því hann á sjálfur stóra fjölmiðla)? Munið þið eftir Jóni Ásgeiri og milljörðunum þúsund sem hann skuldaði (og skuldar enn)?

Ef þið viljið rekja slóð Icesave milljarðana skulið þið opna lánabók Landsbankans og ræða við skiptastjóra Baugs.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:31

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég lána Birni 5000 krónur sem hann getur svo ekki borgað mér til baka því hann á ekki þann pening lengur og fyrst svo er þá rukka ég bara Jón og Gunnu um þessar 5000 krónur sem ég lánaði Birni upphaflega, meikar þetta "sense" hjá einhverjum ? svo langar mig að minna á Villtu fá gefins milljón ? og já ég er bugaður ásamt þúsundum annarra íslendinga

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 00:12

16 identicon

Að samþykkja verður ekki bara óvinsælt innanlands. Það klýfur þjóðina. Klikki plan a, þá plan b: www.kjosa.is

Rómverji (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:24

17 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem margir hafa ekki gert sér grein fyrir er að Steingrímur og Jóhanna hafa breyst úr sósíalískum þjóðernissinnum í kalda "realpolitik" sinna.  Þetta er að valda ansi mikilli angist innan VG þar sem margir vita ekki hvaðan stendur á sig veðrið.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.7.2009 kl. 08:03

18 identicon

Það er klárt að það verður að borga þessa lágmarks innistæðutryggingu. Hvernig það er gert er hins vegar annað mál. Alþingi getur ekki samþykkt Icesavesamninginn meðan geðsjúku glæpamennirnir ganga lausir. Það þarf fyrst að fangelsa þá og ná í það fjármagn sem þeir geyma og vita hvað mikið mun svo falla á okkur. Þá fyrst verður hægt að samþykkja skuldabyrðina.

Ívar Örn (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 10:13

19 Smámynd: Einar Guðjónsson

Vandinn er líka sá að enginn treystir okkur m.a. af því hér var ekkert eftirlit og er ekkert eftirlit, engin lögregla og enginn viðleitni til að reyna að hafa upp á peningum innlánseigenda.Með öðrum orðum mikil spilling.

Einar Guðjónsson, 26.7.2009 kl. 13:36

20 Smámynd: Kama Sutra

Ína spyr kl. 23:16:  "Hvað varð um þessa Icesave peninga?"

Þarna er IceSave þýfið:  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/920754/

Kama Sutra, 27.7.2009 kl. 01:55

21 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þegar lán eru veitt ótryggum aðilum er það ekki gert nema til komi ógurlegar þóknanir.  Þessar þóknanir eru stundum borgaðar af lántakanda eftir að lánið skilar sér og þá ekki endilega til bankans sem veitti lánið heldur getur  þóknunin verið borguð að dótturfélagi lántakanda í Tortola til "dótturfélags" eigenda bankans í Tortola.  Þar með eru engar færslur til um þessa þóknun í bókhaldi bankans aðeins í Tortola.  Svo er hægt að trygga þetta enn betur með því að eigendur þessa "þóknunarfélags" í Tortola eru "innlendir" aðila með tvöfalda ríkisborgararétt.  Tortola þarf ekki að upplýsa um eignir sinna ríkisborgara.  Það væri gaman að vita hversu margir af útrásarvíkingunum hafa tvöfaldan ríkisborgararétt?  Þeir sem ekki höfðu hann í október hafa haft nógan tíma til að skaffa sér hann.  Tafir á rannsókn hafa sínar skýringar!

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.7.2009 kl. 10:09

22 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ætli mesti vandinn sé ekki að þessir svokölluðu samningar eru um algjörlega óþekkta jöfnu.     X upphæð sem enginn hefur hugmynd um hver verður.

Ríflega 300 þús. sálir hafa ákveðna greiðslugetu og skuldsett eining að nafni ríkissjóður einnig.

Einfaldað;   þú getur ekki skuldbundið þig til að borga upphæðir sem þú hefur ekki græna glóru um hver verður.

Alþingi verður að standa í lappirnar.  Séum við lagalega skuldbundin til að greiða þetta, greiðum við. En þá getum við ekki greitt meira en við ráðum við.   Fari þessar upphæðir í mestu svartsýnishæðir er það hinsvegar fullveldisafsal á einfaldri íslensku.

P.Valdimar Guðjónsson, 27.7.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband