21.8.2009 | 13:39
100 ISK = 4 DKK
Ferðamenn sem fara nú til Danmerkur fá tæpar 4 danskar krónur fyrir 100 íslenskar. Það er ekki svo langt síðan að fengust 10 danskar krónur fyrir þessa upphæð.
Gjaldeyrismarkaðurinn virðist ekki eins hrifinn að nýjum Seðlabankastjóra og blaðamenn.
Verkefnalistinn hjá hinu nýja stjóra er gamall kunnur:
1. Styrkja og ná stöðuleika á krónuna
2. Lækka vexti
3. Afnema gjaldreyrishöft
Litlar líkur eru á að nokkuð miðist í þessum málum fyrir jól.
Vandamálið fyrir Ísland er að fórnarkostnaðurinn við að vera læstur inn í krónum er gríðarlegur. Útlendingar vilja út á hvaða verði sem er. Allir erlendir markaðir er á fleyigferð upp og fjárfestar vilja ekki missa af þessari uppsveiflu. Það er lítil von að krónan rétti við sér á meðan markaðir erlendis eru í góðum gír.
![]() |
Fréttaskýring: Seðlabankastjóri með pólitískt nef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 13:07
Kjartani svarað
Kjartan Gunnarsson er glerhús íbúi sem kastar steinum. Í grein í Morgunblaðinu í dag hneykslast hann á björgunaraðgerðum Steingríms og virðist ekkert skilja hvers vegna Steingrímur hefur þurft að breyta um stefnu í Icesave málinu.
Hins vegar er athyglisvert að Kjartan virðist sammála því sem Steingrímur skrifar um Icesave í janúar síðastliðinn þar sem Steingrímur getur sér til að eignir Landsbankans munu ekki nema að litlum hluta ganga upp í Icesave skuldina. Þessi skoðun fyrrum bankaráðsmanns gengur þvert á það sem fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur haldi fram í fjölmiðlum, að eignir munu að miklu leyti ganga upp í skuldina.
Hver hefur hér rétt fyrir sér? Er þetta vísbending um vinnubrögðin í gamla Landsbankanum. Getur Kjartan verið viss um að þar hafi allt farið fram eftir settum reglum?
Svar Steingríms er því miður ekki alveg það sem Kjartan bjóst við, ekki málsókn á Breta heldur á þá sem stofnuðu Icesave. Nú er að sjá hvort Kjartan geti reitt sig á "sína menn" í Hæstarétti?
![]() |
Ríkið í mál vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2009 | 11:08
EBITDA blekking hefur rústað efnahagsreikning íslenskra fyrirtækja
Nú hafa 3 stór fyrirtæki birt uppgjör fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, þ.e. Síminn, Icelandair og OR. Öll virðast sína þokkalega arðsemi af almennum rekstri og sölu en fjármagnshliðin er í miklum ólestri og skuldir og vaxtagreiðslur keyra allt í tap. Ekki eru öll fyrirtækin jafnslæm, Icelandair virðist skárri en Síminn sem bæði standa betur en "gjaldþrota" OR.
Það sem virðist einkenna íslensk fyrirtæki er að rekstrareikningurinn er góður miðað við ástandið en efnahagsreikningurinn kaffærir allt annað. Hvernig gat þetta gerst?
Margt bendir til að sú árátta á Íslandi að aðskilja rekstur frá fjármögnun eigi mikinn þátt í þessu. Framkvæmdastjórar áttu að hugsa um EBITDA en láta "fjármálasérfræðinga" hugsa um fjármögnunina. Þetta var annað hvort gert í gengum bankana eða eignarstýringargrúppur eins og Exita og FL Group.
Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri, Svíar hafa notað þetta fyrirkomulag um áratugaskeið en í mögrum löndum er þetta fyrirkomulag litið hornauga. Hugmyndin á bak við þetta er að fjármögnunin verði markvissari og ódýrari með því að sameina hana og koma í hendur fagaðila. Vandamálið er að þessir svokallaðir "fagaðilar" bera enga rekstrarlega ábyrgð á fyrirtækjunum sem þeir eru að fjármagna og þeirra bónus er yfirleitt miðaður við að ná sem mestum hagnaði á eigið fé fyrirtækjanna. Og þar byrja vandamálin.
Þegar fjármagn er ódýrt, nóg af því og allt í uppgangi er auðvelt að ná betri arðsemi af rekstri en kostnaði af lánsfé. Þar með byrjar kapphlaupið að taka sem mest lán og sýna stighækkandi arðsemi á eigið fé. Þessi leikur gerir ráð fyrir að allir í fyrirtækjarekstri geti alltaf náð fram betri hagnaði en kostnaðurinn við lánin og að alltaf sé hægt að endurfjármagna á góðum kjörum. Næsta skref í þessu spili er svo að nota vannýtta efnahagsreikningar. Þeir sem stýra fjármögnuninni sjá að mörg fyrirtæki eina varasjóði og aðrar eignir sem ekki koma daglegum rekstri beint við. Það er ómögulegt að láta þetta safna ryki, eins og sagt er, og best að koma þessum eignum í "vinnu" Þar með hefst sú árátta að veðsetja vannýttar eignir til að kaupa ný fyrirtæki svo hægt sé að halda leiknum áfram. Skuldir aukast og aukast og endurfjármögnun verður skyndilega erfiðari. Til að halda þessari spilaborg gangandi finna menn upp hina "tæru snilld" - Icesave. Þar sem bankar vilja ekki endurfjármagna fara menn í vasa sparifjáreigenda í nágrannalöndunum til að geta haldi þessu áfram. Ekki þarf að spyrja að leikslokum.
Margar sænskar eignarstýringar grúppur hafa komist í hann krappann í gegnu árin og sænski markaðurinn verðsetur þessi fyrirtæki yfirleitt á afslætti, stundum allt að 50%. Þegar allt var á hápunkti hér voru Fl Group og Exista á yfirverði sem sýndi að ekki var allt með felldu á markaðinum hér.
Ísland er skólabókardæmi um hvað gerist þegar rekstur og fjármögnun eru aðgreind og fjármögnunaraðilar taka öll völd. Því miður er ekki von að þetta batni í náinni framtíð. Þeir sem reka fyrirtækin eiga ekki mikla möguleika að fá fullt og frjálst ákvörðunarvald yfir fjármögnum sinna fyrirtækja. Í staðin fyrir að lúta vilja fjárhættuspilara verða menn nú að lúta vilja pólitískra ríkisbanka. Pendúlinn hefur sveiflast algjörleg yfir á hina hliðina.
Hér á landi verður aldrei heilbrigður atvinnurekstur fyrr en helstu fyrirtæki landsins eru orðin frjáls og fullvalda fyrirtæki með eðlilegan efnahagsreikning sem rekstrarstjórnendur bera ábyrgð á. Þeir verða að hafa val um hvernig þeir fjármagna sinn rekstur. Lánsfé er ekki alltaf lausnin, aukið hlutafé verður að vera stærri þáttur í fjármögnun hér á landi en verið hefur.
21.8.2009 | 07:37
Lítið svigrúm til að eignast hlut OR í HS orku.
Það verður erfitt fyrir ríkið að eignast hlut OR í HS orku. Fjármálaráðuneytið gaf nýlega út skýrslu þar sem segir:
"Ríkissjóður taki ekki á sig frekari skuldbindingar vegna bankahrunsins en það sem
þegar hefur verið ákveðið að gera í samstarfssamkomulagi stjórnvalda og AGS."
Þýðir þetta að ríkið verði að hækka skatta eða auka niðurskurð til að eignast þennan hlut?
![]() |
Eignist hlut OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 06:41
Fjármál OR í rúst
Það verðu ekki annað sagt en að fjármál OR séu ein rjúkandi rúst.
Rekstrartekjur fyrri hluta árs námu 11.925 milljónum króna, EBITDA var 5.692 milljónir króna en
fjármagnsliðir voru neikvæðir um 14.132 milljónir króna á tímabilinu. Heildarskuldir fyrirtækisins þann 30. júní 2009 voru 227.094 milljónir kr.
Að fjármagnsliðir séu neikvæðir um hærri upphæð en rekstrartekjur gengur auðvita ekki upp til lengdar. Á 5% vöxtum er vaxtakostnaður 11.350 m kr. á ári á móti EBITDA af svipaðri upphæð.
Hvernig gat þetta gerst? Hvernig 7% veiking krónunnar veldur þessu öllu er heldur ekki ljóst!
Það verður ekki annað séð en að OR sé tæknilega gjaldþrota.
![]() |
10,6 milljarða halli á Orkuveitunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 14:43
Ráðstöfnunartekjur lækka um nær 30% hjá lægstlaunuðum
Þeir sem eru með tekjur undir 200,000 kr. og yfir 1,000,000 kr. eru í sama báti á Íslandi hvað varðar tekjuhrun. Þeirra ráðstöfunartekjur hafa lækka mun meir en hjá öðrum og vel yfir 25%. Aðrir hópar sleppa betur, sumir með aðeins um 11% skerðingu.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni hjá vinstri stjórn að þeir lægstlaunuð taka mesta skerðingu á sig af þeim launþegum sem hafa undir 1,000,000 kr. á mánuði.
Svo er athyglisvert að í þessum tölum kemur fram að einstaklingum á staðgreiðsluskrá hefur fækkað um 22,000 á einu ári sem eru mun fleiri en skráðir atvinnulausir sem er um 16,000. Er þetta fólk farið úr landi?
![]() |
Ráðstöfunartekjur minnka um 14,7% milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 09:00
Ísland fær evruna bakdyramegin?
Líklegt er að Ísland fái evruna ekki vegna þessa að við munum í náinni framtíð uppfylla Maastricht skilyrðin heldur vegna þrýstings frá bönkum og fjármagnseigendum innan ESB sem vilja fá sín lán borguð í alvöru peningum en ekki matador krónum.
Hér munu hagsmunir hinna mörgu innan ESB ráða. Spurningin er hvernig Seðlabanki Evrópu getur komið þessu í gegn án þess að móðga önnur lönd sem hafa beðið lengi eftir evru, svo sem Lettland?
Einfaldasta leiðin er að Seðlabanki Evrópu taki upp myntsamstarf við Seðlabanka Íslands og tryggi krónuna á ákveðnu gengi gagnvart evru, líklega 150 kr +/- 10%. Þá verður mun auðveldara að breyta erlendum lánum yfir í krónur og koma í veg fyrir gjaldeyriskreppu sem yrði mjög skaðleg fyrir alla aðila.
Sú staðreynd að enn sé enginn farinn að tala við Seðlabanka Evrópu um þessi mál er hreint ótrúleg.
![]() |
Vilja losna við ríkisskuldabréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 06:53
Stærsta bankarán sögunnar!
Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að bankar láni skúffufyrirtækjum 1000 ma kr. án þess þar komi til rekstur eða óháð og sjálfstæð veð.
Hér er um að ræða einhverja stærstu og heimskulegustu spilaborg sem um getur. Hverjir fengu þessa peninga og hvar eru þeir núna? Héldu menn að þetta væri skynsamlegar og ábyrgar lánveitingar? Hverra hagsmuna voru lánanefndir bankanna að gæta þegar þær veittu þessi lán á skúffufyrirtæki en ekki persónulegar kennitölur? Var það ekki til að bjarga sínum góðkunningjum ef allt færi á versta veg? Það bendir nú margt til að lánanefndir bananna og bankaráðsmenn hafi vitað í hvað stemmdi í all langan tíma, þó öðru sé haldið fram opinberlega. Engin furða að Kjartan Gunnarsson vilji klína þessu öllu fyrir á Gordon Brown! Er hægt að treysta og trúa því sem íslenskir bankamenn gera og segja?
1000 ma kr. gufa ekki bara upp. Að halda því fram að FME og ríkisstjórn landsins hafi ekki vitað af þessu og ekkert geta gert, er þvílík afsökun að hið hálfa væri nóg.
Í raun er hér um ekkert annað að ræða en vítavert gáleysi með almannafé sem jaðrar við bankaráni. Bankaráðsmenn gömlu bankanna þurfa að svara fyrir þetta. Nú 11 mánuðum eftir hrun er búið að yfirheyra þá af ríkissaksóknara?
Allt bendir til að myndin "The Icelandic Job" verði óskarsverðlaunamynd í framtíðinni.
![]() |
Skulduðu yfir þúsund milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 20:21
Hverjir sömdu neyðarlögin?
Hvaða einstaklingar sömdu neyðarlög Geirs Haarde? Hvaða hjálp fengu þeir? Leituðu þeir álits hjá EFTA?
Kvörtun erlendar banka er ansi víðtæk:
Í kvörtuninni koma fram fimm málsástæður; brot á jafnræðisreglu, brot á ríkisstyrkjaákvæðum, brot á ákvæðum um fjárhagslega endurskipulagningu fjármálafyrirtækja, á mannréttindarsáttmála Evrópu og að lögmætar væntingar hafi verið brotnar.Var eitthvað af þessu athugað áður en lögin voru skrifuð og samþykkt. Gerði einhver Alþingismaður athugasemd við þessa lagasetningu?
Það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig þetta fer fyrir EFTA dómstólnum.
![]() |
EES hugsanlega í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 13:42
Gjaldþrotayfirlýsing Íslands er engin gulltrygging á framtíðina!
Það er erfitt að segja til hvernig Bretar og Hollendingar munu taka á þessum Icesave fyrirvörum. Eitt er víst að þeir hafa í mörgu öðru að snúast en að hugsa um gjaldþrota eyju í norður Atlantshafi.
Ef menn hér halda að við séum hólpin ef Bretar og Hollendingar segja pass í bili er það mikil skammsýni. Þeir meta stöðuna líklega þá, að hér sé allt upp í lofti og nú sé best að reyna að róa krakkann og ekki setja allt á annan endann sem gæti gert endurheimtur á íslensku fjármagni enn erfiðari.
Það versta sem gæti gerst er að alþjóðasamfélagið misst trú, traust og áhuga á Íslandi. Við verðum látin róa okkar sjó ein og yfirgefin. Við getum gleymt ESB umsókn og aðstoð Norðurlandanna. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og einbeita okkur að borga okkar skuldir án utanaðkomandi hjálpar.
![]() |
Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)