Ísland fær evruna bakdyramegin?

Líklegt er að Ísland fái evruna ekki vegna þessa að við munum í náinni framtíð uppfylla Maastricht skilyrðin heldur vegna þrýstings frá bönkum og fjármagnseigendum innan ESB sem vilja fá sín lán borguð í alvöru peningum en ekki matador krónum.

Hér munu hagsmunir hinna mörgu innan ESB ráða.  Spurningin er hvernig Seðlabanki Evrópu getur komið þessu í gegn án þess að móðga önnur lönd sem hafa beðið lengi eftir evru, svo sem Lettland?

Einfaldasta leiðin er að Seðlabanki Evrópu taki upp myntsamstarf við Seðlabanka Íslands og tryggi krónuna á ákveðnu gengi gagnvart evru, líklega 150 kr +/- 10%.  Þá verður mun auðveldara að breyta erlendum lánum yfir í krónur og koma í veg fyrir gjaldeyriskreppu sem yrði mjög skaðleg fyrir alla aðila.

Sú staðreynd að enn sé enginn farinn að tala við Seðlabanka Evrópu um þessi mál er hreint ótrúleg.


mbl.is Vilja losna við ríkisskuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Það verður gaman að sjá hvort svo fer, en heldur þú að 150 kr +/- sé raunsæ tala ?

Lilja Skaftadóttir, 20.8.2009 kl. 10:39

2 identicon

Evran verður tekin upp á bilinu 150-200. Það á sér stað þessa stundina mesta eignaupptaka á Íslandi frá upphafi og það er ekkert og mun ekkert vera gert til að hindra hana.

Einföld rök fyrir framangreindum krossi: þróun VTN

Það mun aldrei verða leyft að þeir sem hafa erlend lán endi með hagnað umfram þá sem höfðu innlend verðtryggð lán.

Í apríl 2008 var EUR um 125. Nú er 12 mánaða verðbólga 16,5% og það má reikna með að á næstu 12 mánuðum verði hún um 10% (ef við erum heppin).

Samkvæmt þessu er uppitökukrossinn um 160. Reyndar er eftir á að hyggja 160 ekki svo ósennileg tala því þegar Spánverjar tóku upp EUR þá var skiptigengið á peseta og EUR 166.

Ég ætla að skjóta á 170.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Það er rétt að verðbólgan skiptir máli og svo hvenær þetta skeður.  Það er auðvita ekki heppilegt að festa evruna við of hátt gengi eins og Ítalir gerðu en hins vegar má það ekki verða of lágt heldur því þá fást færri evrur til að borga skuldir.  Það verður erfitt að komast að niðurstöðu.  150 lítur út sem góð málamiðlun, en ég skil vel rökin fyrir því að þetta sé of hátt gengi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.8.2009 kl. 11:50

4 identicon

Andri,

Höfum eitt á hreinu að ef Íslendingar vilja taka upp EUR þá er það evrópski seðlabankinn sem nánast ákveður krossinn í okkar tilviki. Við erum í engri samningsstöðu hér. Ef við sættum okkur ekki við krossinn þeirra upp á EUR 170-200 þá verða skilaboðin einföld:

"Keep on going with the IKR"

Það er sorglegt að íslenskir stjórnmálamenn séu enn í blindni og sjá ekki eignabrunann sem er að eiga sér stað á Íslandi. Erlendar fjármálastofnanir og kröfuhafar eru þannig að fá til sín auðlindirnar á tombóluverði.

Það sem er enn sorglegra er að við höldum að við höfum verið það sniðug að skilja að bankana og búa til nýja banka og afskrifa þúsundir milljarða á hendur erlendra kröfuhafa (og einnig innlendra - lífeyrissjóðir). Málið er að þessir aðilar hafa alltaf sótt sitt tap með einum eða öðrum hætti og í okkar tilviki munu þeir ná tapi sínu í gegnum arfaslakt gengi IKR.

Gera menn sér virkilega ekki grein fyrir því að brútto eignastaða Íslands í dag er aðeins 40% af því sem hún var í upphafi árs 2008 (sleppi hér eignum lífeyrissjóðanna sem myndi sannarlega minnka eignabrunann).

Hverjir eignast þennan eignabruna ? Augljóst er það ekki ...

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:06

5 identicon

Í framhaldi af fyrri pósti.

Við eigum ekki að sætta okkur við að erlend ríki og fjármagnsaðilar ryksugi upp það sem heldur í okkur lífi hér. Það er mjög mikilvægt að fólk vakni nú upp og hætti að bölsóttast út í Icesave, það eru smámunur miðað við það sem er að gerast NÚNA varðandi eignabrunann og raun-kaupmáttarrýrnun í gegnum veikt gengi IKR.

Það sem er að gerast á Íslandi er ekkert nýtt í hagkerfi heimsins. Þetta hefur alls staðar verið praktiserað þar sem lítil hagkerfi hafa orðið undir vegna óhefts fjármagnsflutnings og lánafyrirgreiðslna. Ef við spyrnum ekki vel við fæti nú erum við einfaldlega að geirnegla núverandi stöðu í sessi og þá, ja þá erum við í slæmum málum.

Eigum við að taka upp EUR ?

Við verðum þá að vera tilbúin að taka slaginn á öllu því sem því fylgir. Erum við tilbúin í slíkt ? Nei, og ekki næstu árin.

Hvenær er skynsamlegt að taka upp EUR ?

Ef við viljum eiga einhverja framtíð, þá er EB og EUR ekki lausnin okkar í dag. Við þurfum pólitískan bandamann sem við eigum samleið með. Það er ekki EB.

Biðst annars afsökunnar á því að ofangreind skrif eru úr takti við upphaflegt innlegg þitt Andri.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:33

6 identicon

Ef rétt er að hér hafi "aðeins" orðið um 15% kaupmáttarrýrnun fæ ég allsekki séð hvar fólk telur einhverja innistæðu í hagkerfinu fyrir hærra gengi Krónunnar. Þótt við séum farin að sjá lítilsháttar afgang af vöruskiptajöfnuði er ljóst að við erum ennþá með verulegan halla á heildar viðskiptajöfnuði við útlönd að teknu tilliti til þjónustuliða og þáttatekna. Ég tel að gengið sem erlendir bankar eru að nota sé mun nær því að vera rétt, þ.e. í kringum IKR. 220 kr. pr. EUR.

Ekki eru margar leiðir aðrar færar til að "manifestera" nauðsynlega kjararýrnun en lágt gengi. Að mínu mati er allt tal um sterkari Krónu á næstu misserum ekkert annað en blanda af áframhaldandi tilraunum stjórnvalda til að fegra ástandið og óskhyggju þeirra ótal mörgu sem eru með gengistryggðar skuldir. 

Ef einhver getur sýnt mér fram á hvar innistæðu fyrir hærra gengi er að finna í hagkerfinu hér, mun ég fagna því.

Það má bæta því við að það voru afdrifarík mistök að hætta ekki notkun IKR. strax í nóvember í fyrra og taka einhliða upp alþjóðlegan miðil. Ef fólk vildi ekki styggja ES, lá beinast við að taka upp USD. sem er alþjóðlegur miðill og engin leyfi þarf til að nota. Hluti af ruglinu er að þá, eins og núna, eru ráðamenn hér að tala eins og það sé eitthvað inni í myndinni að íslenskir bankar fari að stunda alþjóðaviðskipti á nýjan leik. Það er bara allsekki að gerast næsta áratuginn ! ! !    Ól. G. Sig.

Ólafur G. Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:57

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ólafur,

ég er alveg sammála þér, við áttum að taka upp dollar á síðast ári.  það hefði líka sett Brussel í vanda með okkar umsókn.  þeir hefðu neyðst til að láta okkur fá evru strax.  frakkar hefðu aldrei samþykkt að EBS land notaði dollar.  við misstum af góðu tækifæri þar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband