17.10.2009 | 12:50
Seðlabankinn: Grátleg mistök eða vítavert gáleysi og vanhæfni?
Ármann Þorvaldsson ritar athyglisverða grein um hið meinta 300 ma kr. gjaldþrots Seðlabankans vegna ritdeilna sem hafa farið fram um orsakir þess.
Ekki ætla ég að fara út í tæknilegu hlið málsins enda hafa margir gert henni góð skil. Hitt sem mér finnst athyglisverðara eru viðhorfin sem koma þarna fram um íslensk vinnubrögð, þar sem segir:
"Þó að greinarhöfundur efist ekki um að starfsmenn Seðlabankans hafi verið að vinna eftir bestu sannfæringu við erfiðar aðstæður voru þetta grátleg mistök.
Hvar liggja mörkin á milli mistaka, gáleysis og vanhæfni?
Þetta er spurning sem fæstir á Íslandi vilja svara, en við verðum að fara að taka á. Það er ekki boðlegt að flokka allt undri "grátleg mistök". Þar með, þarf ekki að gera neinar faglegar kröfur til starfsmanna, engin ber persónulega ábyrgð á neinu og enginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir og standa við þær.
Þetta er hið íslenska "get-out-of-jail-free" kort sem stórjaxlar og stjórnmálamenn beita óspart á almenning og láta hann borga fyrir.
17.10.2009 | 09:02
Kvöldverðarboð hjá útrásarvíkingum í London
Þetta myndband frá Harry Enfield lýsir vel hugsunarhætti útrásarvíkinganna.
Er nokkur furða að hér sé allt í voli?
Viðvörun: Myndbandið inniheldur "hárbeittan" húmor og er ekki fyrir viðkvæmar sálir
17.10.2009 | 08:40
Kaupþing og Guinness
Eitt frægasta dómsmál um markaðsmisnotuð í Bretlandi var hið svokallaða "Guinness four" málið þar sem fjórir stjórnendur Guinness voru dæmdir í fangelsi 1990 eftir að vera fundnir sekir um að "styrkja" verð á hlutabréfum Guinness með alls konar aðferðum í því skyni að hækka verðið sem fengist í yfirtöku Distillers á Guinness.
Málið var mjög umdeilt, var áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi að fjórmenningarnir hefðu verið þvingaðir af breska viðskiptaráðuneytinu til að gefa pólitíska yfirlýsingu sem skaðaði þá í réttarhöldunum. Dómnum var áfrýjað til æðsta dómstóls Bretlands "House of Lord" sem engu að síður féllst ekki á sakaruppgjöf og staðfesti fangelsisdóminn.
Einn fjórmenningana sagði eftirfarandi þegar honum var sleppt úr fangelsi:
"Why did I allow myself to become involved? Why did I fail to confirm whether these actions were lawful. Why did the Guinness lawyers not tell us that they weren't?"
In an article for The Times, Mr Lyons said: "I simply do not believe that my actions were criminal ... I am, however, prepared to plead guilty to foolishness."
![]() |
Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 10:23
AGS er okkar fjárhaldsmaður
Per Westerberg, forseti sænska þingsins, mun líklega ítreka fyrir íslenskum alþingismönnum að þeir verði að skilja að AGS er okkar skipaður fjárhaldsmaður af alþjóðasamfélaginu og í gegnum þá stofnun þurfa öll erlend lán og aðstoð að fara.
Við eru í raun eins og foreldralaus og fjárhagslega ósjálfstæður unglingur með fjárhaldsmann. Og eins og óstirðlátur unglingur eru við ekki par hrifin af þessu og finnst þetta ótrúlega ósanngjarnt. Við verðum að ganga frá Icesave áður en við fáum lánin okkar sem er að verða jafn erfitt og að fá ungling til að taka til í herberginu sínu svo hann fái vasapening.
Útlendingar hrista hausinn og eins og fyrrverandi Seðlabankastjóri Frakklands sagði þegar hann útskýrði hvers vegna Íslendingar fengu ekki að stofna bankaútibú í Frakklandi:
Þetta var einfaldlega spurning um mat og heilbrigða skynsemi. Ekkert flóknara en það.
Ef þetta var viðhorfið fyrir hrun halda menn að staðan sé betri nú!
Bæði Þór Saari og Þorvaldur Gylfason hafa bent á að íslensk stjórnvöld njóti ekki trausts erlendis. Sama gildir um okkar stjórnsýslu og eftirlitstofnanir. Brennt barn forðast eldinn og þeir sem voru svo klókir að brenna sig aldrei á Íslendingum eins og Frakkar hrósa sigri.
Það sem gerir þetta ennþá sárara fyrir okkur er að Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri AGS og fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands er vel kunnugur Jacques de Larosiere fyrrverandi Seðlabankastjóra, Banque de France, sem ég vitnaði í hér að ofan.
Það má því lesa heilmikið úr orðum Jacques um viðhorf AGS til Íslendinga, viðhorf sem starfsmenn AGS geta auðvita ekki sagt opinberlega en hugsað í hljóði.
Er það nú líka orðin heilbrigð skynsemi innan AGS að trúa og treysta engu sem Íslendingar bera á borð?
Mikið er fall Íslands á skömmum tíma.
![]() |
Framtíð Íslands í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 07:31
Hér er verið að bæta gráu ofaná svart - ekkert grænt hér!
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um nýja orkuskatta bætir grá ofaná svart hér á landi. Eins og það sé ekki nóg að við búum við efnahagshrun, pólitískan óstöðuleika, atvinnuleysi, gjaldeyrishöft, og skort á trúverðugleika og trausti, nú bætist við óvissa í skattamálum sem er eitur í blóði erlendra fjárfesta.
Írar sem eiga við svipaðan fjárlagahalla að stríða og við, hreyfðu ekki við sínu skattakerfi fyrir fyrirtæki á ótta við að hræða frá erlenda fjárfesta og þar með gera horfur á efnahagsbata enn verri.
Icesave mun varla fella þessa stjórn, en afstaða þeirra í orku- og umhverfismálum gæti vel gert það.
![]() |
Áform um orkuskatt og ákvörðun umhverfisráðherra valda mikilli óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 19:58
Bretar tefja ekki, Íslendingar gera það sjálfir!
Bretar og Hollendingar þurfa ekki að tefja AGS endurskoðun, neyðarlögin sjá til þess.
Ef ekki er samið fer Icesave deilan fyrir dóm. Sókn Breta og Hollendinga mun þá byggja á að Íslendingar hafi mismunað EES íbúum eftir búsetu og þar með brotið lög um frjálst þjónustuflæði. Enn fremur munu Bretar nota grein 4 í EES samningnum sem bannar mismunun eftir þjóðerni.
AGS og Norðurlöndin geta ekki lánað til lands sem á sama tíma stendur í málaferlum þar sem stjórnvöld eru sökuð um mismunum eftir þjóðerni. Slík deila verður að vera leyst fyrst, alveg sama hverjar líkurnar eru á að Íslandi vinni slíkt mál.
![]() |
Segjast ekki tefja endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
15.10.2009 | 16:53
Framsókn gerir rétt
![]() |
Daníel í bankaráð Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 16:01
Morgunblaðið hættir að fjalla um viðskipti og fjármál?
Eyjan birtir eftirfarandi frétt um viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins.
"Þrír helstu viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins hafa sagt upp störfum og er sá fjórði einnig sagður á förum. Þetta eru þeir Björgvin Guðmundsson, ritstjóri viðskiptafrétta á blaðinu, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hyggst Þorbjörn Þórðarson einnig láta af störfum.
Þessir fjórir blaðamenn hafa borið hita og þunga af umfjöllun Morgunblaðsins um íslenska efnahagshrunið undanfarið ár. Skrif þeirra hafa oft vakið mikla athygli, m.a. með uppljóstrun trúnaðaraupplýsinga úr stjórnkerfinu og úr stjórnum fyrirtækja.
Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins bauðst þeim öllum starf á Viðskiptablaðinu sem þeir hafa nú þegið. Blaðamennirnir hyggist hætta störfum á Morgunblaðinu á næstu dögum og hefja störf á Viðskiptablaðinu seinni hluta mánaðarins.
Ekki liggur fyrir hvernig skarð þeirra á Morgunblaðinu verður fyllt."
Er hér um stefnubreytingu hjá Morgunblaðinu að ræða? Hafa þeir ákveðið að hætta að fjalla um viðskiptamál og fjármálafréttir?
15.10.2009 | 14:47
Hvar eru neytendasamtökin?
Frétt í Viðskiptablaðinu um að Iceland Express hafi ekki öll tilskilin leyfi og pappíra til að fljúga til Bandaríkjanna vekja upp spurningar um stöðu þeirra neytenda sem hafa keypt miða nú þegar.
Er eðlilegt að byrja að selja miða ef vafi leikur á að öll leyfi séu í höfn? Gilda engar reglur um þetta hér á landi? Hver gætir hagsmuna neytenda í svona málum?
Hvers vegna er ekki hægt að fá úr því skorið hvort Iceland Express hafi leyfi flugmálastjórnar eða ekki. Er þetta enn eitt dæmið þar sem bæði er reynt að halda og sleppa á sama tíma?
Því miður er fnykur af þessu máli. Það læðist að manni sá grunur að eigendur IC séu að setja óeðlilegan þrýsting á flugmálastjórn með því að byrja að selja þúsundir miða til almennings áður en allir pappírar eru í lagi. Þar með er tryggt að stjórnmálamenn sem ekki vilja valda almenningi vonbrigðum muni setja þrýsting á flugmálastjórn sem auðvita fer eftir skipun ráðherra að góðum íslenskum sið?
Þá er spurning, hvað bandaríska flugmálastjórnin gerir?
Þögn neytendasamtakanna og fjölmiðla í þessu máli er athyglisverð.
15.10.2009 | 08:55
Landsbankinn verður ruslakista
Ef íslandsbanki og Kaupþing fara í hendur erlendar aðila mun Landsbankinn sem ríkisbanki breytast í ruslakistu þar sem ríkið verður að sjá um að afgreiða þá einstaklinga og fyrirtæki sem ekki fá þjónustu hjá "alvöru" bönkum.
Því er líklegt að verðgildi Landsbanans muni rýrna mjög mikið eftir því sem bestu kúnnarnir færa sig yfir til öruggari og traustari eigenda sem hafa hærra lánsmat en íslenska ríkið og verða því samkeppnisfærari á öllum sviðum bankaþjónustu.
Á endanum verður Landsbankinn meiri byrði en eign fyrir ríkið. Það er því skynsamlegt að huga vel að framtíð Landsbankans um leið og hinir bankarnir fara í einkaeigu.
![]() |
Íslandsbanki í erlendar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |