Morgunblaðið hættir að fjalla um viðskipti og fjármál?

Eyjan birtir eftirfarandi frétt um viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins.  

"Þrír helstu viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins hafa sagt upp störfum og er sá fjórði einnig sagður á förum. Þetta eru þeir Björgvin Guðmundsson, ritstjóri viðskiptafrétta á blaðinu, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins hyggst Þorbjörn Þórðarson einnig láta af störfum.

Þessir fjórir blaðamenn hafa borið hita og þunga af umfjöllun Morgunblaðsins um íslenska efnahagshrunið undanfarið ár.  Skrif þeirra hafa oft vakið mikla athygli, m.a. með uppljóstrun trúnaðaraupplýsinga úr stjórnkerfinu og úr stjórnum fyrirtækja.

Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins bauðst þeim öllum starf á Viðskiptablaðinu sem þeir hafa nú þegið. Blaðamennirnir hyggist hætta störfum á Morgunblaðinu á næstu dögum og hefja störf á Viðskiptablaðinu seinni hluta mánaðarins.

Ekki liggur fyrir hvernig skarð þeirra á Morgunblaðinu verður fyllt."

Er hér um stefnubreytingu hjá Morgunblaðinu að ræða?  Hafa þeir ákveðið að hætta að fjalla um viðskiptamál og fjármálafréttir?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki sennilegt að viðskiptafréttir eru minnst lesna efni blaðsins, og kostnaðurinn við að halda þeim málaflokki úti mun hærri en forsvaranlegt er miðað við áhuga lesenda?

Snjall leikur að ætla að styrkja Viðskiptablaðið með því að færa blaðamennina þangað yfir og reyna að ná hörðustu lesendum viðskiptafrétta Mbl. í fasta áskrift að báðum blöðunum. 

 Sennilega verða þeir ekki það margir sem segja upp Mbl. vegna breytinganna að mönnum þar á bæ þyki þessi tilraun forsvaranleg.

 Held að Dabba samsæriskenningin sé nokkuð langsótt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Ég hef ekki sett fram neina samsæriskenningu aðeins spurt spurninga.  Dabba menn geta alveg slappað af og andað rólega.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 18:22

3 identicon

Andri.  Dabbahatari eins og þú getur slakð á af því að ég var ekkert að segja um hvort þú værir með samsæriskenningu varðandi þetta mál heldur þá sem hafa farið sem mest í fjölmiðlum eins og Hreinn Loftsson og hans kjölturakkar á DV.  Einnig máttu slappa af gagnvart því að ég teljist til Dabba manna.  Tilheyri stóra hópnum sem hlær að heimsku og vænisýki beggja hópanna og stjórnmálamanna yfirleitt og fylgshóps hvað flokks sem er.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Já, það var nefnilega það.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband