Hvar eru neytendasamtökin?

Frétt í Viðskiptablaðinu um að Iceland Express hafi ekki öll tilskilin leyfi og pappíra til að fljúga til Bandaríkjanna vekja upp spurningar um stöðu þeirra neytenda sem hafa keypt miða nú þegar.

Er eðlilegt að byrja að selja miða ef vafi leikur á að öll leyfi séu í höfn?  Gilda engar reglur um þetta hér á landi?  Hver gætir hagsmuna neytenda í svona málum?

Hvers vegna er ekki hægt að fá úr því skorið hvort Iceland Express hafi leyfi flugmálastjórnar eða ekki. Er þetta enn eitt dæmið þar sem bæði er reynt að halda og sleppa á sama tíma?

Því miður er fnykur af þessu máli.  Það læðist að manni sá grunur að eigendur IC séu að setja óeðlilegan þrýsting á flugmálastjórn með því að byrja að selja þúsundir miða til almennings áður en allir pappírar eru í lagi.  Þar með er tryggt að stjórnmálamenn sem ekki vilja valda almenningi vonbrigðum muni setja þrýsting á flugmálastjórn sem auðvita fer eftir skipun ráðherra að góðum íslenskum sið?

Þá er spurning, hvað bandaríska flugmálastjórnin gerir?

Þögn neytendasamtakanna og fjölmiðla í þessu máli er athyglisverð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Iceland express er ekki flugfélag heldur með ferðaskrifstofuleyfi. Þeir kaupa sér leiguflug þess flugfélags sem þeir eru með í ferðum á áfangastöðum sínum og það félag heldur flugrekstrarleyfunum og ber á þeim ábyrgð væntanlega.

Hitt er alvarlegt og bent var á að Pálmi útrásarvíkingur, sem er eigandi Iceland express ferðaskrifstofunnar, lék þann leik þegar hann átti Sterling flugfélagið að selja miða fram að síðustu 10 mínútunum fyrir löngu vitað gjaldþrot í ferðir fyrirfram. Þarflaust er að fjölyrða um að viðskiptavinir hans þar töpuðu fríinu og fjármunum sínum þar en Pálmi gekk hróðugu á brott með þá aura. Því er von að menn spyrji hvort verið sé að leika sama leikinn nú, þar sem um þennan sama fjármálasnilling er að ræða ? Er nema von að menn spyrji ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eru Neytendasamtökin fyrir neytendur?  Mér sýnist þau hafa þann tilgang helstan að skaffa fólkinu á skrifstofunni atvinnu. Ég er löngu hættur að borga í þá hít

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.10.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Allt er eins á Íslandi.  Iceland Express er ferðaskrifstofa sem gefur sig út fyrir að vera flugfélag.  Einhvern tíma mundi þetta heita að villa á sér heimildum.  En ekki á Íslandi. 

Er ekki eðlilegt að þeir sem selja miða í flug geti sagt hverjir fljúgi vélunum, hvers konar vélar er boðið upp á og hvort flugrekstraraðili hafi tilskilin leyfi?

Hver er réttur neytenda hér?  Hvað ef þessi ferðaskrifstofa fær ekki vélar í flugið.  Fá menn endurgreitt? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband