6.12.2009 | 12:11
Smánarblettur á stjórn Steingríms og Jóhönnu
Einn mesti smánarblettur á stjórn Steingríms og Jóhönnu er hvernig þau hafa komið fram við ellilífeyrisþega og öryrkja.
Stjórn Geirs Haarde réðst fyrst á ellilífeyrisþega þegar eftir hrunið og ný stjórn Jóhönnu lét ekki sitt eftir liggja. Enda er staðan nú eins og Öryrkjabandalagið segir:
"Hækka þarf frítekjumarkið hjá öryrkjum og aðeins sanngirnismál að það verði til jafns við það sem atvinnulausir njóta en þeir eru sem stendur með sjöfalt hærra frítekjumark eins og staðan er í dag. Gagnrýnir Öryrkjabandalagið þessa stöðu mála alvarlega."
Enginn rís upp þegar kjör ellilífeyrisþega og öryrka eru skert en þegar talið berst að sjómannafslætti eða fæðingarorlofi ætlar allt að verða vitlaust og mjög sterkir hagsmunahópar rísa upp og berjast með kjafti og klóm til að verja sína hagsmuni og ríkisstjórnin hlustar yfirleitt á þá sem hafa hæst.
Þetta er vandamál gamla fólksins. Á Íslandi fæst ekkert nema með frekju, hávaða og suði.
Virðingar- og afskiptaleysi þjóðfélagsins til eldri borgar segir margt um þau gildi sem ríkja í þessu landi. Sem þjóðfélagshópur eru ellilífeyrisþegar annars flokks fólk sem flestir vilja helst fela. Lítil sem engin umræða er um stöðu eða meðferð á þessum þegnum okkar. Fjölmiðlar vilja frekar fjalla um gæludýr en gamla fólkið.
Stjórn sem kalla sig félagshyggjustjórn er ekki stætt á að stunda svona misræmi og fótum troða rétt þeirra sem minnst mega sín og geta oft ekki talað sínu máli.
5.12.2009 | 14:26
Beinna lýðræði verður eina ávöxtunin af Icesave
Erfitt er að sjá að Alþingi eða ráðherraveldið eigi sér fullrar viðreisnarvon eftir Icesave klúðrið. Komin eru upp mjög sterk krafa um beint lýðræði í helstu málum þjóðarinnar. Undirskriftalisti til Forseta Íslands segir sína sögu og honum verður ekki sópað léttilega undir teppið.
Krafa um nýja stjórnarskrá þar sem völd þingsins og framkvæmdavaldsins verða takmörkuð verður vart stöðvuð úr þessu. Icesave gerði útslagið og hefur afhjúpað galla á okkar stjórnarskrá og þingræði. Auðvita munu þingmenn, ráðherrar og þeirra klíkur reyna að spinna þetta á annan veg, en hvers vegna ættu landsmenn að hlusta á þetta fólk sem hefur algjörlega brugðist bæði fyrir og eftir hrun?
Stjórnlagaþing þarf að fara vel yfir málin og kynna sér það besta í beinna lýðræði. Sérstaklega er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu Svisslendinga af beinu lýðræði en þar eru öll aðalmál og tillögur lagðar fyrir þjóðaratkvæði.
Svisslendingar fóru í gegnum sitt "Icesave" nýlega þegar þeir samþykktu tillögu um að banna byggingu bænaturna múslima gegn vilja stjórnarinnar. Beint lýðræði hefur sína galla en kostirnir fyrir lítið og vel menntað land eins og Ísland eru yfirgnæfandi. Ný tækni og betri og tímanlegri upplýsingar á 21. öld gefa okkur tækifæri til að innleiða nýja lýðræðishætti sem ekki voru til staðar á 19. öld.
Samfara beinna lýðræði má svo fækka þingmönnum niður í 31 og 5 ráðherrar ættu að duga fyrir 320,000 sálir.
5.12.2009 | 09:56
Gagnrýni Bernanke á einnig við Ísland
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur harðlega gagnrýnt þá ákvörðun Gordon Brown að færa eftirlit með bönkum frá seðlabankanum yfir í nýja stofnun eins og segir á mbl.is:
Bernanke segir þá ákvörðun Browns um að láta Seðlabanka Englands hætta að hafa eftirlit með bönkunum í landinu hafi haft skelfilegar afleiðingar.
Þessi gagnrýni á einnig við hér á landi þar sem þáverandi stjórnvöld gerðu það sama hér og Bretar gerðu nefnilega að flytja bankaeftirlit yfir í sérstaka stofnun sem nefnist FME.
![]() |
Bernanke gagnrýnir Gordon Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2009 | 08:44
Icesave afhjúpar vankunnáttu og getuleysi stjórnvalda
Maður stendur orðlaus yfir þessu nýjasta samkomulagi á afgreiðslu Icesave úr 2. umræðu. Ég þurfti að kíkja á dagatalið til að vera viss um að þetta samkomulag væri frá 2009 en ekki 2008.
Hér á elleftu stundu eftir nær eins árs þras virðast engar grundvallar skýringar og álit liggja fyrir um samninginn sem mark er takandi á:
1. Stenst Icesave stjórnarskrá Íslands?
2. Samningurinn er á ensku og um hann gilda ensk lög en enginn breskur lögfræðingur hefur gefið lögfræðilegt álit á innihaldinu?
3. Hvaða afleiðingar hefur það ef samningnum er hafnað?
4. Hvaða fjárskuldbindingar eru í samninginum?
Maður spyr sig hvað embættismenn ríkisins í þessu máli hafa verið að gera síðastliðið ár? Hvers konar vinnubrögð eru viðhöfð í stjórnkerfinu og á Alþingi?
Greinilegt er að mikil gjá hefur myndast á milli Alþingis og kjósenda. Undirskriftarlisti til Forseta Íslands sem senn nálgast 30,000 ætti að vera mikið áhyggjuefni þingsins. Þar með er almenningur að lýsa sinni vanþóknun yfir vinnubrögðum stjórnvalda og þingsins.
Þessi gjá er miklu alvarlegri en Icesave og erfitt er að sjá hvernig hún verður brúuð. Líklegt er að krafan um beint lýðræði muni aukast og að ný stjórnarskrá muni takmarka völd þingsins í meiriháttar málum.
Icesave hefur skaðað íslenskt þingræði og ólíklegt er að Alþingi muni nokkurn tíma bera þess bætur. Því bera að fagna, enda hafa íslenskir Alþingismenn sannað og sýnt að þeir geta ekki tekið á stórum málum.
![]() |
Samkomulag um afgreiðslu Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.12.2009 | 22:58
Vextir eiga bara eftir að hækka og hækka
Reiðilestur Ögmundar yfir vaxtastefnu Norræna fjárfestingarbankans endurspeglar vel íslensk viðhorf til lána og vaxta, og sýnir vel lítinn skilning á hvernig alþjóðlegir fjármálamarkaðir virka.
Eftirspurn eftir lánsfé á eftir að aukast til muna á næstu árum þegar Bandaríkjamenn, Bretar og Japanir þurfa að endurfjármagna sig. Það þýðir að vextir munu hækka og bilið á milli þeirra sem hafa gott og lélegt lánstraust mun aukast.
Bankar geta þá valið úr hverjum þeir lána. Það verður lítið um ný lán til Íslands - svarið verður, borgið fyrst gömlu lánin annars hafið þið ekkert svigrúm til að borga vexti af nýjum lánum.
Bankar eru ekki góðgerðastofnanir.
![]() |
Ranglæti gagnvart Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 21:49
B-lið AGS á Íslandi - taka 2
16 apríl skrifaði ég þessa færslu:
-------------------
Hið mikla fall og óstöðuleiki krónunnar samhliða auknum höftum er mikið áfall fyrir stefnu IMF og sýnir að mistök voru gerð við greiningu á efnahagsástandinu hér.
Ástæðan er einföld. Enginn þekkti neitt til Íslands hjá IMF. Ég efast um að starfsmenn þeirra stofnunar viti hvar Ísland er á landakorti. Nei, IMF greip til þeirra tækja sem þeir þekkja og hafa notað í öðrum löndum, eins konar "cut and paste" aðferð sem nú virðist vera að mistakast.
Það sem er enn verra er að ekkert heyrist frá IMF eða stjórnvölum um stefnubreytingu. Haldið er áfram á sömu braut, höftin hert, vextir hafðir háir (en lækkaðir aðeins vegna kosninga), verðbólgan og atvinnuleysi látið aukast.
Efnahagsleg framtíð Íslands mun byggja á 3 undirstöðum:
- Höftum
- Eignatilfærslu frá sparifjáreigendum til skuldara
- Ríkisforsjá í atvinnumálum
Kannast ekki einhverjir við þetta frá fyrri tíð?
![]() |
Áætlun AGS Excel-æfing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 16:51
ICESAVE UPPGJÖF - ESB SIGUR
Stjórnarandstaðan hefur gefist upp á að finna Icesave lausn og bendir á ESB sem þann aðila sem geti komið þessu í höfn. Með þessu er stjórnarandstaðan óbeint að segja að ESB sé okkar bjargvættur. Hefur Bjarna Ben snúist hugur um ESB aðild?
Íslendingar komast ekki lönd eða strönd með eitt eða neitt. AGS stýrir okkar efnahag og nú biðlar minnihlutinn á Alþingi til ESB um aðstoð í utanríkismálum.
Er ekki ljóst að okkar tilraun til að reka hér sjálfstætt örríki er að renna út í sandinn?
![]() |
Krefjast þess að Icesave verði vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 15:23
Þjóðaratkvæðisgreiðsla um Icesave er engin lausn á deilunni
Alþjóðleg deilumál verða ekki leyst með einhliða þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þó hægt sé að reikna út skuldir og vexti af Icesave með sæmilegu móti gleymist að taka fórnarkostnaðinn með í reikninginn og sá reikningur er mjög flókinn.
Þjóðaratkvæðisgreiðsla um Icesave mun hafa bein og óbein áhrif á ESB aðildarumsókn okkar, aðgang að fjármagni og vaxtakjör í framtíðinni.
T.d. verður að reikna með að vaxtakostnaður næstu 7 árin verði mun hærri ef Icesave er fellt þar sem lánstraust okkar mun falla ef við stöndum ekki við gefin loforð. Því verður öll uppbygging miklu erfiðari og ef þetta hægir á vexti landsframleiðslu er hreint ómögulegt að segja hver útkoman verði eftir 10-15 ár.
Svo er alveg ljóst að ef við förum með þetta í þjóðaratkvæði nú eftir að hafa gefið alls konar yfirlýsingar til alþjóðasamfélagsins mun allt loga í dómsmálum næstu árin hér.
Nei, Icesave er alls ekki mál til að fara með í þjóðaratkvæði. Það leysir ekki neitt, aðeins gerir málið flóknara og ef til vill dýrara.
![]() |
Ekkert mál hentar betur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
4.12.2009 | 11:29
Er betra að aðskilja kynin í grunnskóla?
Mikil umræða fer nú fram í Bretlandi um kosti þess og galla að kenna strákum og stelpum í blönduðum bekkjum eða aðskilja kynin. Nýlega er lokið ráðstefnu um þessi mál þar ýmsar rannsóknir voru kynntar. Ekki ætla ég að fara út í niðurstöður sem þar voru ræddar enda geta aðrir gert það betur en ég.
Hins vegar finnst mér athyglisvert að þetta er einn af nokkrum málaflokkum sem er næstum "tabú" að ræða á Íslandi þar sem þetta gengur þvert á jafnræðisvitund og hugmyndafræði þjóðarinnar. En er það rétt að setja hugmyndafræði ofar öllu öðru? Eigum við ekki að ræða þessi mál og kynna okkur nýjustu rannsóknir á þessu sviði á hlutlausan hátt?
Ein ný kennsluaðferð hefur vakið töluverða athygli. Það er svokölluð demanta aðferð en hún felst í því að aðskilja kynin frá 11 ára aldri til 16 ára. Skólastjórar sem hafa fylgt þessari aðferð telja að hún henti báðum kynjum og skili sér í betri árangri en yfirleitt hefur alltaf verið talið að aðeins stúlkur sýni betri árangur ef kynin eru aðskilin.
Er það framför í alla staði að hætta að flokka í bekki eftir kyni og getu?
4.12.2009 | 08:15
240% - 310% - 350% - 400%?
Í hvert skipti sem AGS kemur til landsins hækkar erlend skuldabyrði þjóðarbúsins. Þetta er orðið ansi vandræðalegt fyrir alla aðila sem koma að þessum útreikningi. Hvað ætlar það að taka mörg ár að reikna þetta út? Eða er þetta þrautskipulagður spuni?
Eitt er víst að ef skuldir þjóðarbúsins eru 350% mun það taka yfir 50 ár að ná þeirri skuldabyrgði niður í 60%. Óljóst er hvernig við ráðum við vaxtagreiðslur hvað þá að borga af höfuðstólnum.
Það verður að afskrifa eitthvað af þessu. Hvað hangir hér á spýtunni? Fáum við betri afskriftir innan ESB en utan? Ef svo er, vandast þessi Icesave útreikningur því Icesave er okkar leynilykill að ESB.
Öll umræða um að við missum fullveldi ef við göngum inn í ESB er á villigötum. Skuldug þjóð með haftagjaldmiðil og AGS við stjórn hefur minna fullveldi en núverandi ESB ríki. Innganga inn í ESB mun bæta okkar fullveldi, við fáum alvörugjaldmiðil, aðgang að fjármálamörkuðum og losnum við AGS.
![]() |
Skuldabyrðin enn meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |