18.7.2010 | 07:14
Íslensk tenging við breskt hrun - hvað annað!
Breska blaðið Telegraph birtir eftirfarandi:
"Goldtrail offered Turkish holidays for 10 years but recently launched a range of Greek packages under the management of Abhi Dighe, ex-managing director of XL's Kosmar brand. Phil Wyatt, the former boss of XL, provided Goldtrail with flights to Greece through Viking Airlines, in which he has a 50pc stake."
Muna menn ekki eftir XL hér á landi? Gaman væri að vita hver ætti hin 50% á móti Wyatt í Viking Airlines?
Þúsundir strandaglópar eftir að ferðaskrifstofa fór í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2010 | 12:28
Lífeyrissjóðir borga 16 ma kr. "þóknun" til Seðlabankans
Lífeyrissjóðirnir segja að tilboð Seðlabankans á krónubréfum hafi verið of gott til að hafna. En er það svo þegar betur er að gáð?
Lífeyrissjóðirnir þurftu að selja erlendar eignir og borga þessi krónubréf með evrum. Seðlabankinn keypti þau á 270 kr evruna en lífeyrissjóðirnir á 220 kr. M.ö.o. sjóðsfélagar borga Seðlabankanum 16 ma. kr. í "þóknun" í gjaldeyri.
Hver ætli hafi gert betri kaup hér? Hvers vegna var þetta tilkynnt núna þegar allir fjölmiðlar eru uppteknir af kosningum? Af hverju voru gjaldeyrishöftin hert á síðustu vikum?
Meira á http://blog.eyjan.is/andrigeir/
20.4.2010 | 14:10
Færi mig yfir á Eyjan.is
Framvegis mun ég blogga á eyjan.is.
20.4.2010 | 10:57
Einræðisstjórnskipulag
Það er alltaf að koma betur í ljós hvers konar einræðisstjórnskipulag Ísland býr við. Foringjar stjórnarflokkanna eru eins konar einræðistvíburar. Oftast eru þetta "góðkynja" stjórnir en með Davíð Oddsyni virðist kerfið hafa orðið illkynja, með hræðilegum afleiðingum sem eru gerð ýtarleg skil í Skýrslunni.
Spurning er hvað vannst með sjálfstæðisbaráttu Íslendinga? Innleiddum við hér opið og rökrétt lýðræði byggt á stjórnarskrá saminni af íslensku þjóðinni fyrir íslensku þjóðina? Svarið er nei.
Stjórnmálaflokkar og hagsmunahópar sáu sér færi að misnota gallaða stjórnarskrá Danakonungs sem var samin fyrir konungsveldi en ekki lýðveldi, til að koma sér og sínum í yfirburða áhrifastöður. Ráðherraveldið Ísland á sér enga lýðræðislega fyrirmynd en samt er það það eina sem kynslóðir Íslendinga þekkja.
Stjórnlagaþingi verður ekki lengur skotið á frest. Þetta er brýnasta verkið sem okkar bíður til að koma Íslandi loksins í hóp siðmenntaðra lýðræðisþjóðfélaga. Stjórnlagaþing þarf að vera skipað af þversniði þjóðarinnar, þar mega alls ekki sitja varðhundar spilltrar stjórnmálastéttar landsins.
Þetta var pólitísk ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2010 | 07:46
Icesave og AGS alltaf tengd
Það er mikill barnaskapur að halda að AGS lánin og Icesave hafi ekki alltaf verið tengd. Þannig hefur alþjóðasamfélagið litið á málið, þó það hafi ekki fallið að innlendu pólitísku þrasi.
Það er búið að taka ansi marga innlenda snúninga í þessu máli en það breytir ekki því að fyrri og núverandi ríkisstjórnir hafa nær alltaf sagt að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar, aðeins væri deilt um vaxtakjörin. Forsetinn staðfesti þetta einnig í viðtölum við erlenda aðila. Þannig hefur staða Íslands gagnvart útlöndum alltaf verið nokkuð skýr þó svo að miklu moldviðri hafi verið þyrlað upp innanlands til heimabrúks.
Yfirgnæfandi líkur eru á að viðræðum um Icesave sé lokið, aðeins eigi eftir að ganga frá samningnum formlega og beðið er eftir að Íslendingar róist.
Icesave-viðræður ekki framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2010 | 07:16
Gjaldeyrisforða ráðstafað munnlega!
Eitt kostulegasta dæmið í Skýrslunni er þegar Seðlabankinn og ríkisstjórn Geirs Haarde ráðstafar 25% af gjaldeyrisforða þjóðarinnar munnlega til Glitnis. Þessu er lýst svona:
"Þó nam fjárhæð sú er ákvörðunin laut að, eins og áður segir, nálægt fjórðungi af gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands eins og hann var 30. september 2008. Þetta hafði þær afleiðingar, að þegar að því kom að kynna ákvörðunina fyrir fyrirsvarsmönnum Glitnis að kvöldi 28. september 2008 voru engin skrifleg gögn til taks til þess að afhenda og útskýra inntak tilboðsins. Það er mat rannsóknarnefndar Alþingis að það hafi verið ótæk vinnubrögð að gera fyrirsvarsmönnum Glitnis einvörðungu grein fyrir tilboði ríkisstjórnarinnar munnlega í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi voru. Kom einnig á daginn að misskilningur varð um efni tilboðsins hjá fyrirsvarsmönnum Glitnis þar sem talið var að Seðlabankinn en ekki ríkissjóður væri tilboðsgjafi í 75% hlut bankans." 7. bindi, bls. 63.
Hvernig ráðherrum, þeirra embættismönnum og seðlabankamönnum datt í huga að svona vinnubrögð væru viðunandi sýnir betur en flest annað það stjórnleysi og ringulreið sem einkenndi ríkisstjórn Geirs Haarde.
19.4.2010 | 15:39
Faðir og sonur ekki tengdir aðilar!!
Spunameistarar Björgólfs eru á fullu að hvítskúra manninn. En hvað með föðurinn? Skuldauppgjör Björgólfs byggir á að faðir og sonur séu ekki tengdir aðilar. Hverjir trúa þessu, nema FME?
Málið er að faðirinn tók einhvern mesta gjaldþrotaskell sem um getur í víðri veröld. Var skuldum skutlað yfir frá syni til föður áður en bókhaldinu var lokað?
Eru yfirlýsingar Björgólfs trúverðugar þar sem ljóst er að samkvæmt Skýrslunni stjórnaði hann Landsbankanum (hver var alltaf á hlaupum upp tröppurnar á Ráðherrabústaðnum þegar björgun Landsbankans stóð sem hæst?) Og hvað með Straum, að ekki sé talað um ummæli fjármálaráðherra í Skýrslunni þar sem segir:
"Þessir hérna punktar hérna hjá mér, þetta eru lýsingar á fundum þar sem að bankamenn voru að ljúga að okkur. Árni segir: Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka..."
Þessi ummæli í Skýrslunni er það sem skiptir máli. Endalaus spuni frá Björgólfi breytir þar engu.
Á endanum snýst þetta um hvort trúa menn Skýrslunni eða Björgólfi?
Lánin verða gerð upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2010 | 12:43
Skýrslan kallar á ESB aðild
Eftir lestur Skýrslunnar er ljóst að vandamál Íslands eru af þeirri stærðargráðu að aðeins erlend aðstoð getur komið okkur út úr þessum ógöngum. AGS setur nú rammann um efnahagsstjórn landsins en betur má ef duga skal.
Aðeins innganga inn í ESB getur hjálpað okkur að endurreisa innviði samfélagsins hratt og tímanlega. Án ESB hjálpar mun þetta verk taka um tvær kynslóðir og alls óvíst er um árangurinn.
Verkefnið er tvíþætt, endurnýja þarf stjórnarskrá og stofnanir lýðveldisins ásamt uppbygging á trausti og trúverðugleika innanlands og erlendis. Ísland á vel hæft fólk til að ganga í þetta verkefni en vandamálið er að það er ekki að finna innan íslenskra stjórnmálaflokka eða stjórnsýslu. Íslensk hagsmunagæsla eins og hún er í dag mun sjá til þess að þetta hæfa fólk fær aldrei að koma að þessu mikilvæga verkefni.
Aðeins með inngöngu og aðstoð frá ESB er möguleiki á að okkur takist að manna þetta verkefni sómasamlega og koma því tímanlega í höfn.
EB er alls ekki fullkomið samband ríkja en stofnanir ESB eru betri en allt sem við höfum og munu umfram allt sjá til þess að hagsmunir almennings verði settir ofar hagsmunum innlendra hagsmunahópa. Andstaðan geng þessari leið verður gífurleg, en engu að síður er þetta okkar eina raunhæfa leið, eins og komið er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
19.4.2010 | 11:53
Hverjir sátu í lánanefndum gömlu bankanna?
Eitt sem ég hefði viljað sjá meir um í Skýrslunni eru upplýsingar um þá einstaklinga sem sátu í lánanefndum gömlu bankanna og afgreiddu öll þessi lán.
- Hverjir samþykktu öll þessi lán?
- Hvaða reglur giltu um lánveitingar og voru þær samþykktar af FME?
- Þurfti meirihluta í lánanefnd til að samþykkja lán og höfðu menn þar neitunarvald?
- Var útlánastefna bankanna samþykkt af stjórnum bankanna?
Mörgu er enn ósvarað um störf lánanefnda gömlu bankanna. Þar virðist eitthvað hræðilegt hafa farið úrskeiðis.
Auðvita verður að gagnrýna þá sem tóku lánin en líka þarf að gagnrýna þá sem veittu lánin.
Allra stærsti skuldarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2010 | 11:12
Samkvæmt yfirlýsingum Forsetans
Forsetinn gaf út yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins þegar hann neitaði að skrifa undir Icesave lögin að auðvita myndu Íslendingar borga Icesave, aðeins væri ágreiningur um vaxtakjörin.
Það hefur alltaf legið fyrir að við myndu borga Icesave, þetta strandar aðeins á smáa letrinu.
Það er tími til kominn að horfast í augu við staðreyndir og sætta sig við orðinn hlut.
Nú er að betra að nota tímann til uppbyggingar en að rífast endalaust um smáatriði sem héðan í frá munu aldrei geta dekkað fórnarkostnaðinn við að tefja málið frekar.
Ábyrgjast Icesave- greiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |