Tony Blair ekki ástæðan fyrir hruni Íslands

Samfylkingin þarf að gera betur en að skella skuldinni á hugmyndafræði Tony Blairs.  Það var ekki hugmyndafræðin sem brást heldur vanhæf íslensk útfærsla og stjórnsýsla. 

Mörg lönd aðhyllast frjálshyggju, eins og t.d. Nýja Sjáland, Ástralía og Kanada en ekkert fall var í þessum löndum.  Það var ekki kapítalisminn sem hrundi heldur Ísland.

Jóhanna verður að gera upp sinn þátt sem ráðherra í stjórn Geirs Haarde.  Enginn ráðherra þar er saklaus, það væri mikil einföldun og útúrsnúningur.  


Jón Ásgeir, Pálmi og Bakkabræður sömu leið

Nú þegar hrunþingmenn hafa loksins vaknað upp og stigið til hliðar er tíminn kominn til að restin af útrásarvíkingum geri hið sama.

Það eru engin siðferðis- eða viðskiptaleg rök fyrir því að þessir aðilar eigi að halda sínum völdum í viðskiptaheiminum.  Koma þarf stærstu fyrirtækjum landsins í dreift eignarhald og undir stjórn varkárra og skynsamra manna.

Áhættusækni yfir hrun á að vera lykilatriði þegar verið er að meta hæfni manna til að stjórna íslenskum fyrirtækjum.  Aðilar sem tóku lán til þess eins að braska með hlutabréf eiga að teljast vanhæfir til valda í íslenskum viðskiptaheimi. 


mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslan liðkar fyrir láni

Það getur varla verið tilviljun að AGS samþykki aðra endurskoðun um leið og skýrslan er birt.

Skýrslan er mikilvægur lykill í að endurvekja traust og trúverðugleika á Íslandi erlendis, sem að mestu gufaði upp í hruninu og aðdraganda þess.

AGS og útlendingar fá nú sönnun þess að Íslendingar séu að taka á málum sínum af alvöru.  Hér er loksins unnið faglega og staðreyndir látnar tala en ekki óskhyggja og hroki.

Skýrslan er mikilvægt fyrsta skref en enn er langt í land.  Hins vegar höfum við fengið klapp á öxlina og langþráðan brjóstsykurmola.  

 


mbl.is Önnur endurskoðun AGS samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítilmenni afhjúpuð

Eitt sem skýrslan gerir mjög afdráttarlaust er að afhjúpa persónur og leikendur í hruninu sem ómerkileg lítilmenni.

Skýrslan gefur góða innsýn inn í hið mjög svo samanþjappaða vald sem réði hér á landi.  Þetta var lítill hópur súperráðherra og súperútrásarvíkinga sem tóku allar ákvarðanir sem skiptu máli á Íslandi.  Þessi súperhópur var síðan studdur af skjálfandi hríslum.  Þessi uppskrift leiddi af sér spillingu, vanhæfni og vinnubrögð sem eiga sér vart líkan hjá öðrum lýðræðisþjóðum.  

Ytri aðstæður leyfði þessum strúktúr að endast miklu lengur en annars hefði orðið, það var ekki fyrr en útlendingar gera sér grein fyrir ástandinu og missa þolinmæðina að allt hrynur hér eins og búast mátti við.  Það sem þá tekur við er saga um viðhorf og vanhæfni sem slær flest annað út og hefði líklega þótt of ótrúlegt í Hollywood.

Hinn rauði þráður í skýrslunni í kaflanum fyrir hrun er "hvernig get ég þjónað sjálfum mér?", en örfáir ganga aðeins lengra og virðast vinna samkvæmt reglunni "hverju get ég stolið af almenningi í dag?".

Þegar allt hrynur er skipt yfir í "hvernig get ég bjargað sjálfum mér og skellt skuldinni á aðra?"

Það sem mér fannst sérstaklega athyglisvert er að það er ekki fyrr en útlendingar frá JP Morgan gera Geir Haarde grein fyrir að spilið er búið að neyðarlögin taka gildi.  Svo stjórnlaust var landið á þessum tíma að það þurfti útlendinga til að toga í alla spotta til að eitthvað gerðist.  Án aðstoðar útlendinga hefði hrunið hér orðið ógnvænlegt.

Það er erfitt að sjá að þetta hrunfólk eigi sér viðreisnar von eftir þessa skýrslu.  Best væri að það drægi sig í hlé og helgaði sig góðgerðarmálum.   

 

 

 

 


Allt of seint í rassinn gripið

Maður getur ekki annað en fundið til með Björgvini.  Aumingja maðurinn, hann er alltaf síðastur að fá fréttir og fær aldrei að vera með.

Björgvin átti auðvita að segja af sér samdægurs, þá hefði þetta litið út sem hans ákvörðun.

Nú er eins og aðrir hafi kippt í spottann, eftir þó nokkur fundahöld.

Svo er nú alltaf sú skýring að Ingibjörg Sólrún hafi fyrst núna leyft Björgvini að komast í skýrsluna!

 


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing bankanna brást í 11 af 11 lykilatriðum

Í viðauka rannsóknarskýrslunnar er athyglisverð tafla sem tekur saman lærdóm frá Seðlabanka Bandaríkjanna af eldri bankakreppum. 

Það sem er athyglisvert er að í okkar kreppu höfum við fallið ofaní allar 11 gryfjurnar.  Sagan hér er endurtekning á kreppum annarra, þess vegna var vanrækslan stjórnvalda hér svo sár og óþörf.    

Lærdómar af fyrri bankakreppum

  1. Fylgjast þarf staðfastlega með hæfni þeirra sem ráða fyrir bönkum sem eigendur og stjórnendur. Því að menn með vafasama fortíð eða kunnáttu sækjast þar til áhrifa.
  2. Aldrei má slaka á settum reglum um mat á tryggingum og útlánaáhættu, engir „forgangs“ viðskiptavinir eiga að vera til.
  3. Vakandi auga þarf að hafa með þeim sem eru fundvísir á leiðir framhjá reglum, skráðum og óskráðum, í leit að hagnaði.
  4. Innherjaviðskipti eru sérstaklega hættuleg afkomu banka.
  5. Þar sem innherjar eru að verki fylgja oftast önnur brot á starfsreglum í kjölfarið.
  6. Eftirlitsaðilar þurfa að vera vel upplýstir um allar ákvarðanir og eftirlit, bæði með kröfum um skýrslugjöf og virku eftirliti á staðnum.
  7. Þekkingarskortur og sofandaháttur, ekki síst af hálfu bankaráðsmanna, eru meðal helstu orsaka áfalla í rekstri banka.
  8. Séu lög og reglur varðandi rekstur og endurskoðun banka ófullnægjandi verða eftirlitsaðilar að hlaupa í skarðið og vera á verði gagnvart óheilbrigðri starfsemi.
  9. Mat á því hvort eigið fé sé nægilegt er ekki nóg. Athuga verður hvaða veikleikar í rekstrinum valda veikri stöðu eigin fjár.
  10. Skipulag banka með mikil og margbrotin viðskipti þarf að vera skýrt með ljósum starfsreglum um ábyrgð og starfssvið hvers og eins.
  11. Ekkert er mikilvægara en að eftirlitsaðilar séu óháðir og að heimildir þeirra og geta til að knýja aðila til að fylgja settum reglum séu ótvíræðar.


Catharine M. Lemieux: Conglomerates, Connected Lending and Prudential Standards. Lessons Learned. Emerging Issues Series. Supervision and Regulation Department. Federal Reserve Bank of Chicago, maí 1999.


OR verður að hækka taxta um 20% eftir kosningar

Það er næsta ljóst að miklar taxtahækkanir á heitu vatni og rafmagni eru handan við kosningarhornið fyrir viðskiptavini OR. 

Ekki þarf annað en að líta á rekstur OR sem enn er rekin með miklu tapi.  Rekstrartekjur OR voru 2009 um 29 ma en tap fyrir skatta var 3.9 ma.  Til að koma þessum rekstri yfir núllið og geta greitt Reykjavíkurborg arð upp á 1 ma kr. þarf taxtahækkun upp á 20%.

Vilji Reykjavíkurborg hærri arðsgreiðslu, segjum 2 ma kr, þá verður taxtahækkunin um 25%.  Þannig virkar það.

Þetta er mikilvægt mál sem borgarbúar þurfa að setja sig inn í fyrir kosningar.  Þeir þurfa að krefja frambjóðendur um svör við hvernig þeir ætli að rétta af rekstur OR?

Eins og staðan er í dag er langlíklegast að þessu verði öllu velt yfir á borgarbúa, eftir kosningar. 

Klassískt ekki satt!


Icesave og skýrslan

Nú er skýrslan komin út og enn er ósamið um Icesave.  Ætli skýrslan hjálpi okkar að ná betri samning?  Fá útlendingar meira álit á okkar leiðtogum eftir lestur þessarar skýrslu?

FT sem er eitt virtasta og mest lesna dagblað í hinum enskumælandi heimi slær upp fyrirsögn í dag þar sem stendur "Íslenskir leiðtogar sakaðir um vanrækslu" og mynd af Davíð Oddsyni.  

Efni greinar FT mun aldrei ná inn á blaðsíður Morgunblaðsins sem vekur upp spurningar um hvers konar "dagblað" mogginn er orðinn og hvaða tilgangi hann þjónar, en það er annar handleggur.

Hitt sem er umhugsunarvert er hvernig ný stjórn í Bretlandi ætlar að útskýra það fyrir sínum skattgreiðendum að það sé verjandi að gefa eftir í Icesave samninginum þegar nýjar upplýsingar eru komnar fram sem benda til vanrækslu í íslenskri stjórnsýslu.

Lengi getur vont versnað.

 


FT: Íslenskir leiðtogar sakaðir um vanrækslu og mynd af Davíð

Icelandic leaders accused of ‘negligence’

By Andrew Ward in Stockholm

Published: April 12 2010 16:20 | Last updated: April 12 2010 22:43


David Oddsson
David Oddsson, Iceland’s central bank governor

An official report on Monday accused the Icelandic government and regulators of “extreme negligence” in the run-up to the country’s 2008 banking crisis.

Geir Haarde, former prime minister, and David Oddsson, former prime minister and central bank governor, were among those blamed for the crash.

 -----

Morgunblaðið í dag er eitt allsherjar blaðamanna slys!  Svona er ekki hægt að bjóða fólki upp á.


Skýrslan fyrir krakka

 
 
 
 
 
 Heimild: Anders And 1980

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband