Samkvæmt yfirlýsingum Forsetans

Forsetinn gaf út yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins þegar hann neitaði að skrifa undir Icesave lögin að auðvita myndu Íslendingar borga Icesave, aðeins væri ágreiningur um vaxtakjörin.

Það hefur alltaf legið fyrir að við myndu borga Icesave, þetta strandar aðeins á smáa letrinu.

Það er tími til kominn að horfast í augu við staðreyndir og sætta sig við orðinn hlut.

Nú er að betra að nota tímann til uppbyggingar en að rífast endalaust um smáatriði sem héðan í frá munu aldrei geta dekkað fórnarkostnaðinn við að tefja málið frekar.   


mbl.is Ábyrgjast Icesave- greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andri,

Þá á "ábyrgðarmaðurinn" rétt á því að vita svart á hvítu í hvað þessir peningar fóru nákvæmlega og til hverra og á hvaða tímapunkti.

Í annan stað á að semja við Breta og Hollendinga um fasta greiðslu umfram það sem eignasafn LÍ gefur af sér. Það er mikilvægt bæði fyrir þá og Íslendinga og þá vegna:

1) Skuldastaða Íslands verður þekkt

2) Ekki bein tengin á milli Icesave og eignasafns LÍ

3) Bretar og Hollendingar hafa hag af því að hámarksvirði fáist úr eignasafni LÍ, ekki aðeins Íslendingar

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Hvers vegna er ekki búið að yfirheyra stjórn gamla LÍ, lánanefnd og bankastjóra?  Er hér við Breta og Hollendinga að saka?

Ég er ansi hræddur um að röksemdafærsla Íslands í þessu máli sé í molum eins og flest annað. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.4.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, Forsetinn margsagði þetta á sýnum tíma.  Ma. í BBC.

"Þá á "ábyrgðarmaðurinn" rétt á því að vita svart á hvítu í hvað þessir peningar fóru nákvæmlega og til hverra og á hvaða tímapunkti."

Það er í rauninni hægt að sjá það nokkurnveginn í skýrslunni.  Þeir komu að mestu leiti hingað upp og voru settir á gjaldeyrismarkað.  Síðan voru peningarnir notaðir af LI til almennrar fjárstýringar í bankanum.  Ma. útlán á Íslandi til eignarhaldsfélaga, fyrirtæja og einstaklinga:

".. Jón Þorsteinn Oddleifsson, forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „[...] það mun væntanlega koma þér á óvart því að það fer mikið út í gegnum gjaldeyrismarkað.“

Þannig mun sá gjaldeyrir sem Landsbankinn safnaði í innlánum að miklu leyti hafa verið seldur fyrir íslenskar krónur á innlendum gjaldeyrismarkaði og þannig mætt hluta af þörf bankakerfisins fyrir erlendan gjaldeyri” (Skýrsla RNA)

“Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, lýsti því
við skýrslutökur hjá nefndinni að það hefði fyrst verið þegar líða tók á árið
2008 sem bankastjórnin hefði gert sér grein fyrir að peningar sem komu
inn á Icesave reikningana væru að einhverju marki fluttir heim” (Skýrsla RNA)

“Sigurjón Þ. Árnason sagði við skýrslutöku hjá nefndinni að hann teldi að
bankastjórar Seðlabankans hefðu átt að gera sér grein fyrir að þeir peningar
sem komu inn á Icesave reikningana nýttust að hluta til starfsemi bankans á
Íslandi. Þeir hefðu verið hluti af þeim fjármunum sem notaðir voru við fjárstýringu bankans í heild.” (Skýrsla RNA)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 12:15

4 identicon

Ómar,

Samkvæmt RUV þá virðist sem að stór hluti Icesave peninganna hafa farið í félög tengd Kaupthingi:

http://www.ruv.is/frett/icesave-peningar-til-kaupthings

Ef við gefum okkur að þessir fjármunir hafi farið að miklu leiti til baka til Breta þá gæti vel verið að Bretar séu nokkuð sáttir við sinn hlut. Íslendingar borga Icesave og Bretar hafa litlu tapað.

Andri þetta gæti skýrt þögn Breta.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 12:30

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Það er nokkuð augljóst samkvæmt skýrslunni að Icesave peningarnir fóru yfir í Kaupþing og þaðan til stærstu skuldara bankans til að redda veðköllum.  Þessir peningar eru því að miklu leyti núna í erlendum bönkum. Hér þarf lánanefnd Kaupþings að svara fyrir sig.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.4.2010 kl. 12:48

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Röng uppsetning hjá ruv og ófagmannleg.

Að sjálfsögðu þarf einhver að kaupa gjaldeyrinn.  Nema hvað.  Héldu menn að gjaldeyririnn gufaði upp við að breyta honum í krónur eða ?

Það er annars heill þráður á Eyju þar sem eg tek menn i gegn fyrir vanskilning og vanþekkingu þessu viðíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 12:49

7 identicon

Omar, auðvita fóru peningarnir á markaðinn á Íslandi. Þar var honum skipt í IKR og vitað er að Kaupthing keypti mikið af gjaldeyri á ákveðnum tímapunkti. Það er enginn að deila um það.

Heldur er ég aðeins að benda á að ef fjármunirnir hafi farið í það að greiða niður veðköll á Kaupthing frá bönkum í Bretlandi þá gæti það skýrt að Bretar séu nokkuð sáttir við sinn hlut. Peningarnir fóru aftur í breskt hagkerfi, úr einum "breskum" banka yfir í annan.

Eftir situr skuld Íslands vegna Icesave reikninga LÍ.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:34

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, þetta eru alveg ótengd mál.

Hvað KÞ og ýmis fyrirtæki gerðu við þann gjaldeyri er þau keyptu - það er bara önnur umræða.

Meginatriði er að LÍ kom með "mest alla" icesavepeningana hingað upp og breytti í krónur - og það er stórmerkilegt og alveg nýtt og á algjörlega skjön við það sem þið hafið haldið fram í umræðunni. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 14:14

9 identicon

Ómar,

Hverjir eru "...þið" ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 14:30

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. það er bara rangt að setja svona upp eins og ruv gerði.  Í þessu verður líka að hafa eitt í huga að LÍ var alltaf megin gjaldeyrisveitandi inní kerfið.  Það virðist byggjast ma. á því að stór útflutningsyrirtæki, ss. sjávarútvegur,  voru frekar í samskiptum við þann banka.  Það var heldur ekkert nýtt að erlent lánsfé kæmi iná markaðinn - enda fjármögnuðu bankarnir sig með erlendu lánsfé !  Halló.

Icesavepeningarnir verða síðan mikilvægt innstreymi í restina - bara inná almennt hinn íslenska gjaldeyrismarkað !  þannig á að hugsa þetta.

Bottom læn: Icesavpeningarnir voru fluttir hingað upp og nýttust ma. rekstri bankans hér heima !  því hafi þið hingað til mótmælt.  (en eg var fyrir langa löngu búinn að sjá þetta út af mínu hyggjuviti)

Reyndar er þessi gjaldeyrismarkaður soldið sérstakur.  Einhver 3-4  fyrirtæki á honum, þ.e. bankarnir og Seðlabankinn og það eitt alveg heil umræða.

"þá gæti það skýrt að Bretar séu nokkuð sáttir við sinn hlut"

Komið nóg af svona barnaskap - en jú jú, þú getur prófað að upplýsa Breta um þessa snilli þína.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 15:44

11 identicon

Það er eðlilegt að fá að vita hvort gjaldeyrisstreymið frá Icesave hafi farið að stórum hluta í greiðslu á veðköllum hjá Kaupthingi.

Hvað er rangt við það Ómar ?

Ég hef áhuga á að vita hvernig fjármagnsstreymið var vegna þeirra fjármuna sem kom inn vegna Icesave og get varla séð neitt rangt við það. Sömu skoðun deila eflaust mikill meirihluti þjóðarinnar og ég sé ekkert rangt við það.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband