100 landa blogg

Samkvæmt gesta teljara sem ég setti upp fyrir um 6 vikum fékk ég heimsókn frá Senegal í dag sem er 100. landið sem heimsækir bloggið hjá mér.  Þetta finnst mér undarlegt á svo skömmum tíma, þar sem ég skrifa á íslensku.  Auðvita eru margir sem detta inn af tilviljun enda eru mörg lönd með aðeins eina heimsókn (23 fyrir þá sem hafa áhuga). 

85% af lesendum eru frá Íslandi en topp tíu röðin er:

  1. Ísland - 84.6%
  2. Danmörk - 3.0%
  3. Bandaríkin - 2.6%
  4. Noregur - 1.7%
  5. Svíþjóð - 1.6%
  6. Bretland - 1.6%
  7. Þýskaland - 0.7%
  8. Spánn - 0.4%
  9. Tæland -0.4%
  10. Sviss -0.4%

Fyrir rúmum þremur vikum setti ég upp fullkomnari teljara frá Google sem gefur mun ýtarlegri upplýsingar.  Þar er hægt að sjá frá hvaða borgum og bæjum gestir koma.  Það sem mér fannst athyglisvert er hversu marga lesendur ég hef út um allt í Tælandi og Bandaríkjunum.

T.d. koma fleiri inn á bloggið hjá mér frá New York en Stokkhólmi og fleiri frá Phuket en Berlín.

Það er greinilegt að Íslendingar eru út um allt.

Hins vegar er ég ekki alveg viss um hvernig þessi Google teljari virkar, hann sýnir að 65% allra sem lesa bloggið mitt á Íslandi eru í Kópavogi?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli er úr R.vik,les þetta alltaf/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 9.12.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eg er her I Texas  Frodlegar tolur hvernig gast thu googlad thettad?

Ásta Björk Solis, 9.12.2009 kl. 00:31

3 identicon

kannski Phuket sé bara Patreksfjörður!?

hjalli (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 07:34

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ásta,

Kíktu á þennan link   Það þarf að setja þetta inn á bloggið sem html lista í stjórnborði.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 08:36

5 identicon

Ég er búsett í DK og les alltaf bloggið þitt :) enda áhugavert og finnst mér þú yfirleitt mæla af yfirvegun og skynsemi.

Íris (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta með Kópavog er vegna þess að þjónustuveitandinn er skráður í Kópavogi, ekki endilega notandinn.

Marinó G. Njálsson, 9.12.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Mér datt það í hug.  Takk fyrir innlitið.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 17:59

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Áhugavert, hvernig seturðu upp svona gestateljara?

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 19:50

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Baldur,

Þú finnur þetta hér

http://www.flagcounter.com/index.html

Það þarf að setja þetta inn sem html lista í stjórnborði.  Það eru leiðbeiningar á vefsíðunni.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 20:43

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir það, kíki á þetta yfir helgina.

Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 21:04

11 Smámynd: Kama Sutra

Ég segi nú bara eins og unglingarnir - þetta er gegt kúl.

Kama Sutra, 10.12.2009 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband