29.11.2009 | 17:30
H1N1: Vantar rétt bóluefni fyrir ofnæmissjúklinga
Vísir birtir frétt um ofnæmisviðbrögð við bóluefninu Pandemrix sem er notað hér á landi við bólusetningu gegn svínainflúensu. Því miður var ekkert af bóluefninu CELVAPAN H1N1 framleitt af Baxter pantað en það er framleitt án þess að nota egg og er því sérstaklega ætlað fólki með ofnæmi.
Mörg lönd í Evrópu pöntuðu báðar tegundir af bóluefni þar á meðal Bretland og Írland en aðeins Pandemrix frá GlaxoSmithKline var pantað hingað til lands.
Heilbrigðisyfirvöld þurfa að svara hvers vegna Celvapan var ekki pantað en það hefur nýlega verið viðurkennt til notkunar innan Evrópu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Bresk heilbrigðisyfirvöld NHS segja þetta um bóluefnin:
Is the vaccine safe for people with an egg allergy?
The GlaxoSmithKline vaccine (Pandemrix) is not suitable for people who have an anaphylactic reaction (allergic reaction) to egg.
The Baxter vaccine (Celvapan) does not use eggs in its production and so would be suitable for people who have a confirmed anaphylactic reaction to egg products.
Sjá:http://www.nhs.uk/Conditions/Pandemic-flu/Pages/QA.aspx#eggallergy
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.