Skrípaleikur Jó-Hannesar!

Ekki er öll vitleysan eins.  Við lestur dagblaða hér á landi mætti halda að hér ríkti engin kreppa svo uppteknir eru fjölmiðlar af deilum og upphrópunum Jóhannesar og Hannesar.  Þeir eru jú opinber andlit sinna gömlu fylkinga sem nú heygja baráttu um völd og áhrif á litla Íslandi eftir að hrunið tímabundið riðlaði valdahlutföllum.

Hvorugur aðilinn nálgast kjarna málsins, allt er þetta yfirborðskennt og persónulegt, gert til að skapa hámarks óreiðu og blaðaumfjöllun. Það sorglega við þetta er að gamla kerfið fyrir hrun er óskaddað, það kyndir undir þessar deilur af þeirri einföldu ástæðu að stjórnvöld fyrr og nú eru máttlaus í að ráðast að rót spillingar og klíkuskapar hér á landi.  Þar með skapast tómarúm sem gefur alls konar pólitískum hagsmunahópum lausan tauminn og eitrar alla þjóðfélagslega umræðu. 

Sú staðreynd að hin virðulega stofnun HÍ skuli nú vera dregin í gegnum þetta forarsvað er sárara en tárum tekur og sýnir og sannar hversu gjörsamlega berskjölduð þjóðin stendur gagnvart svona skemmdarverkastarfsemi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband