Íslenskir dómstólar vanhæfir

Ef neyðarlögin koma til kasta íslenskra dómstóla er erfitt að sjá að einhver dómari þar geti verið hlutlaus.  Dómsúrskurður mun hafa áhrif á alla landsmenn og þar með fjölskyldur þeirra dómara sem þar dæma.  Hvaða líkur eru á að dómarar fari að fella neyðarlögin og setja þar með margfaldan skuldabakka á sín börn og barnabörn?

Er það ekki grundvallarkrafa að dómarar séu óháðir málsaðilum og hafi engra hagsmuna að gæta?

Hvernig ætlum við að leysa þessa hagsmunaárekstra ef til málshöfðunar kemur?

Hér er um mikilvægt mál að ræða.  Úrlausn þess getur skipt sköpum um hvort við verðum álitin réttarríki.  En þetta yrði einnig prófmál í víðari samhengi og kemur inn á getu örríkja til að halda uppi þrískiptu lýðræði að hætti stærri ríkja. 

Niðurstaðan gæti orðið sú að stærri ríki líti ekki á örríki sem jafningja nema þau séu aðilar að stærri bandalögum eins og t.d. ESB. 

Hugtakið "sjálfstæð þjóð" verður ekki eins auðvelt að skilgreina á 21. öldinni eins og það var á 19. öldinni.

 


mbl.is Undirbýr mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur ekkert með stærð eða smæð að gera. Ef stærra land hefði farið í gegn um bankahrun væru dómarar í sömu stöðu og raunar eru dómarar í stórum löndum og smáum oft í þeirri stöðu þegar dæmt er í prófamálum að vera að móta samfélagið sem þeir og þeirra nánustu búa í.

Því þarf að treysta að dómarar telji réttarríkið mikilvægara en alla stundarhagsmuni.

En annars er sá möguleiki að fara með úrskurð íslenskra dómstóla fyrir mannréttindadómstól Evrópu þegar til staðar. Hann hefur verið til staðar árum saman og verður til staðar ef menn telja sig verða fyrir mismunun þegar dæmt verður um neyðarlögin.

Þess má reyndar geta að íslenskir dómsúrskurðir hafa hingað til ekki haldið verr en aðrir fyrir þeim dómstól.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Þetta hefur með stærð að gera.  3 bankar voru 80% af öllu bankakerfinu hér og þeir voru allir byggðir á sömu lánastrategíunni.  Þó bankar hafi fallið í stærri ríkjum þá er stuðningur í stærð og fjölda.  Því fleiri sem bankarnir eru því meiri líkur eru að þeirra viðskiptamódel séu mismunandi.  Það er líka óhugsandi að einn banki í Japan, USA eða ESB geti safnað skuldum sem eru margfaldar landsframleiðslur. 

Innan ESB hefði svona dómsmál farið fyrir Evrópudómstólinn og þar ræður ekki eitt land öllum dómurunum.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 13:57

3 identicon

Afsakaðu, en þú ert lengst úti á túni.

Mál fara ekki bara fyrir Evrópudómstólinn sisvona og hann er ekki hugsaður sem aðhald fyrir dómstóla aðildarlanda eða einhverskonar áfrýjunardómstóll. Það er hlutverk mannréttindadómstólsins. Evrópudómstólinn þjónar því hlutverki að samræma túlkun dómstóla aðildarlanda á Evrópulögum.

Þetta eru algjör grundvallaratriði.

Ég legg það til að þú lesir þér aðeins til áður en þú tjáir þig frekar um þessi mál.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Since the establishment of the Court of Justice of the European Communities in 1952, its mission has been to ensure that "the law is observed" "in the interpretation and application" of the Treaties.

As part of that mission, the Court of Justice:

reviews the legality of the acts of the institutions of the European Union,

ensures that the Member States comply with their obligations under Community law,

interprets Community law at the request of the national courts and tribunals.

The Court thus constitutes the judicial authority of the European Union and, in cooperation with the courts and tribunals of the Member States, it ensures the application and uniform interpretation of Community law.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 14:38

5 identicon

Lykilorðin hér eru "community law". Valdsvið hans nær ekki lengra en Evrópulöggjöfin, þ.e mála sem snúa að túlkun hennar en ekki landslaga, stjórnarskrár o.s.frv., og kröfuhafar geta auk þess ekki áfrýjað til dómstólsins með sama hætti og t.d til Hæstaréttar.

Ef menn telja sig beitta misrétti af íslenskum dómstólum er það alltaf mannréttindadómstóllinn sem þeir leita til.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Einmitt, en ef Ísland væri aðili að ESB þegar hrunið varð væri kröfuhafar í sterkari stöðu enda gætu þeir auðveldara byggt sína kröfu á mismunun innan ESB sem Evrópulöggjöfin nær yfir.  Þessi dómstóll á eftir að verða mikil réttarbót fyrir almenning hér á Íslandi ef við göngum inn í ESB.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 16:00

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Fyrirgefðu Hans, þetta skolaðist aðeins til hjá mér átti að vera.

Einmitt, en ef Ísland hefði verið aðili að ESB í hruninu væru kröfuhafar í sterkari stöðu enda væri þá auðveldara fyrir þá að byggja kröfur sínar á mismunun innan ESB...

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 16:03

8 identicon

EFTA-dómstóllinn gegnir sama samræmingarhlutverki innan EES og Evrópudómstóllinn innan ESB - hvorki minna né meira. Hann gegnir sama hlutverki ef ágreiningur er um túlkun Evrópulöggjafar en hann er ekki "hæstaréttarígildi" af neinu tagi frekar en Evrópudómstóllinn.

Evrópuumræðan verður að miðast við það Evrópusambands sem er að finna suður í Evrópu en ekki eitthvað Evrópusamband sem menn búa til í hausnum á sér.

Evrópuumræðan vill oftar en ekki einkennast af því að menn ímynda sér að það sé hægt að skrúfa skrúfur með hamri.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:21

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þessi dómstólaumræða er nú svolítið á villigötum Andri Geir. Menn verða að átta sig á því að það er hvorki á vegum stjórnmálamanna né dómstóla að fella íslenska ríkið. Það myndum við kalla landráð, ekki satt? Fyrsta hreinræktaða vinstristjórn landsins er að vísu á góðri leið með það, með því að þjóðnýta tap og óvarfærni einkafyrirtækja og dómstólar geta einfaldlega ekki komist að þeirri niðurstöðu að brotin hafi verið einhver ímynduð jafnræðisregla þegar með neyðarlögum var skilið á milli innlendra og erlendra innistæðna í bönkum. Það var nauðsynlegt til að fella ekki íslenska ríkið. Að vísu er sjálfsagt mörgum sama þótt landið verði hjáleiga og kotbýli hjá höfuðbólinu ESB.

Gústaf Níelsson, 29.11.2009 kl. 16:46

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er langbest að láta þetta fara fyrir dóm alla leið og sjá svo hvað kemur út úr þessu.  Svo draga hinir ýmsu aðilar sína ályktanir.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 16:58

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er ekki hægt að láta kylfu ráða kasti í þessu máli "og sjá svo hvað kemur út úr þessu". Hefur dómgreindin alveg yfirgefið gott fólk. Um sjálfan tilverugrundvöll íslenska ríkisins er að tefla og hann verður ekki ákvarðaður af dómstólum eða misvitrum stjórnmálamönnum. Sú þjóð má vera dofin sem ætlar að láta slíkt yfir sig ganga. Útlendum mönnum er ekkert annt um sjálfstæði Íslands, trúlega alveg sama.

Gústaf Níelsson, 29.11.2009 kl. 17:39

12 identicon

Bæði breskur undirréttur og Evrópudómstóll hefur dæmt bresku ríkisstjórnina til að greiða lífeyrisþegum Equitable Life, líftrygginga- og lífeyrissjóðsins sem fór á höfuðið fyrir nokkrum árum síðan, bætur. Breska ríkisstjórnin hefur samt ekki gert það. 

sjá: http://www.equitablelifemembers.org.uk/

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:26

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gústaf,

Það er dómstóla að dæma, enginn annar getur farið með dómsvaldið í lýðræðisríki.   Ísland hverfur nú ekki af landakortinu þó að þessi lagagjörningur Geirs og co. verði felldur.  Hver segir að um tilverurétt þjóðarinnar sé að ræða?

Hins vegar er athyglisvert það sem þú segir að ef þetta fer fyrir íslenskan dómstól þá muni kylfa ráða kasti.  Er það ekki einmitt vandamálið.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 18:56

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Skemmtileg umræða hjá ykkur.  Ég vil taka undir með Gústav, eðli neyðarlaga er slík að þau yfirtaka minniháttar réttarreglur, til dæmis er öruggt að einhver illa skilgreind jafnræðisregla alþjóðlegs samnings, sem hefur ekki forræði yfir fullveldi ríkja, að  hún felli þjóðríki, hvað þá að dómsstólar hafi vald til að dæma þegna síns ríkis til örbirgðar vegna gjörða eða athafna einstaklinga viðkomandi ríkis.  Skiptir ekki máli hvort viðkomandi einkaaðilar hafi stýrt bönkum eða ríkisstjórnum.  Hins vegar þá geta viðkomandi einstaklingar skapað sér skaðbóta og/eða refsiábyrgð með gjörðum sínum. 

En að þegnar alls ríkisins séu í ábyrgð, með frelsi sitt og sjálfstæði, það er eitthvað sem leið undir lok með Rómaveldi hinu forna  hér í Vestur Evrópu.

Eina sem dómsstólar hér á landi gætu tekið afstöðu til er hvort um raunverulegt neyðarástand sé að ræða, eða hvort um misnotkun á hugtakinu sé að ræða.  En hvar þeir fá vald til að ganga gegn ríkisvaldinu er aftur á móti spurning, hér er til dæmis engin her sem hefur svarið stjórnarskránni hollustu.

En hin raunverulega hætta við neyðarlögin er sú að dómsstólar í Evrópu, þar sem eignum bankanna er skipt eftir íslensku neyðarlögunum, að þeir dæmi þau ógild innan sinnar lögsögu.  Og þar með sé óheimilt til dæmis í Bretlandi að láta breskar eigur ganga til skilanefndar Landsbankans.  Einhver slík staða gæti komið upp.  

Eins gæti langvarandi málarekstur tafið allt uppgjör slitanefnda, þó endanleg niðurstað yrði eftir grunnlögum alþjóðaréttar, um fullveldi og neyðarrétti ríkja, þá gætu erlendar eigur bankanna legið inn á frosti á meðan.

En hver sagði að lífið væri leikur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 09:07

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Látum dæma okkur á Íslandi fajnvel af fjölskipuðum dómi aðila. Þá er klárt að við borgum aðeins í mynt landsins, íslenzkum krónum. Þær prentum við sjálfir. Ekki erlend lán.

Halldór Jónsson, 30.11.2009 kl. 16:52

16 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Einmitt, stærstu mistökin í þessu Icesave máli var að borga þetta ekki í krónum sem við hefðum getað prentað. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.11.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband