Enn um fjármál OR og óútskýrða samninga

Anna Skúladóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá OR skrifar í Fréttablaðið í dag og á vef OR um fjármálastöðu fyrirtækisins.   Ekki er ég sammála henni að fjárhagsleg staða OR sé sterk en annars er það sem hún skrifar gott og blessað svo langt sem það nær og svo framalega sem hennar forsendur standast.  En það er það sem hún skrifar ekki um sem er athyglisverðast, nefnilega stærsti útgjaldaliður OR sem slagar hátt í rekstartekjur fyrirtækisins. 

Í 6 mánaða uppgjöri til 30.06.09 er eftirfarandi liður undir kafla 6. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld:

Gengismunur og framvirkir gjaldmiðlasamningar ..............  (10.154.320.000) kr.

Hvaða framvirka gjaldmiðlasamninga hefur OR gert og á hvaða forsendum? Voru þeir gerðir til að verja OR gegn falli krónunnar til að viðhalda jöfnuði á milli tekna í krónum og skulda í erlendri mynt?  Það hefði verið rökrétt en þá er spurningin hvers vegna er þessi liður negatífur en ekki pósitífur?

Hvers vegna eru engar skýringar á þessum stærsta útgjaldalið í rekstraruppgjöri OR og hvers vegna vill enginn tala um þetta, hvorki blaðamenn, stjórnmálamenn eða menn innan OR? 

PS.

Fyrir lesendur sem ekki eru vel inni í framvirkum gjaldmiðlasamningum læt ég fylgja útskýringu fengna á vef Arion:

Í stuttu máli má segja að framvirkur gjaldmiðlasamningur sé samningur á milli tveggja aðila, þar sem annar aðilinn skuldbindur sig til þess að kaupa ákveðna upphæð af gjaldeyri á ákveðnu gengi á umsömdum tíma í framtíðinni. Lengd framvirkra samninga er yfirleitt innan við ár.

Yfirleitt gera aðilar framvirka samninga til þess að verja einhverja stöðu í gjaldeyri, en þó þekkist það að gerðir séu samningar til þess eins að reyna að græða á gengisbreytingum. Þegar slíkt er gert, getur tap eða hagnaður af stöðunni verið mikill.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhver hlýtur að græða á þessum framvirku samningum þeirra. Hver er það?

HF (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

En skyldi Landsvirkjun koma vel út í framvirkum samningum sínum með ál ?

Pétur Þorleifsson , 25.11.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

HF,

Einmitt en hver er það?  Var OR ekki með alla bankastarfsemi í gengum gömlu bankana?  Hvert var samband á milli stjórnenda OR og bankanna?

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.11.2009 kl. 19:01

4 identicon

Anna segir að OR hafi hagnast um 30 milljarða á vaxtamun sem hafi verið á milli erlendra og innlendra vaxta frá árinu 2002.

Þetta gengur ekki alveg upp, sérstaklega m.t.t. þess að skv. ársreikningi frá 2008, sem er aðgengilegur á vefsíðu OR, er 92,5 milljarða tap á fjármagnsliðum.

Hér er slóðin þar sem þetta er að sjá:
http://www.or.is/media/PDF/Orkuveita_Reykjavikur__samstaeda_2008.pdf

Verður ekki lítið úr 30 milljarða vaxtamuninum á móti 92,5 milljarða vaxtatapinu 2008??

Hvað segir Anna um þetta?

Kv.
GHK

Gaji (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er nær okkur að spyrja með ÞUNGA um, hvers vegna Litla Gunna og maður hennar Litli Jón, þurfi EIN að bera allar byrgðar í Verðtryggingunni.

Hví eru menn á borð við Hvítu-Birnu og Fengu-Byr hópurinn ásamt og með Skuldlausa Finn, VIÐ STJÓRN BANKA RÍKISINS?????????

Svo eru vælukjóarnir að leggjast undir ,,ERLENDA KRÖFUHAFA" (lesist Vogunarsjóði og okur-braskara) og GEFA þessar eignir Þjóðarinnar.

Svona guttar eru svo að tala um, að þeir sem séu í peningavandræðum séu ekki BÆRIR til að ráðleggja viðskiptavinum Ari Jón bankans, því eigi að svipta þeim lífsviðurværinu --laununum með brottrekstri, ef þeir hafa lent í gildrum sem þessir SÖMU SVÍVIRÐILEGU ÞJÓFAR SETTU OG LÖGÐU Í VEG  venjulegra brauðstritara.

Hér er einn þeirra skv DV.

Skuldlausi Finnur

Miðvikudagur 25. nóvember 2009 kl 18:37

Höfundur: ritstjorn@dv.is

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion-Kaupþings, er grjótharður á því að skuldugir starfsmenn bankans óvinsæla eigi ekki að gegna viðkvæmum stöðum. Skilaboð um að starfsfólk í þröngri fjárhagsstöðu verði rekið eða fært til í starfi hafa verið send út. Þetta bætir ekki móralinn í bankanum sem er í ímyndarkreppu. Þá bætir ekki úr skák að Finnur slapp sjálfur undan risastóru kúluláni frá þeim tíma þegar hann stýrði Icebank og er að því er virðist skuldlaus.
Eins og greint var fyrst frá í DV fékk Finnur 850 milljónir í nafni hlutafélags síns. Finnur seldi félagið þegar honum var sagt upp störfum sem bankastjóra Icebank í árslok 2007. Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu.

Sá stálheppni bankastjóri gengur nú að þeim sem voru ekki eins heppnir. Mórallinn í bankanum er nú að sögn kunnugra að ná nýjum og áður óþekktum lægðum.

Hrollvekjandi staða.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.11.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Bjarni,

Já svona fer þegar ráðið er eftir pólitík en ekki hæfni.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.11.2009 kl. 10:16

7 Smámynd: Þorsteinn Hilmarsson

Fyrst Bjarni spyr um framvirka samninga Landsvirkjunar.

Hér má sjá afkomu fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins.

Á því tímabili skiluðu framvirkir varnarsamningar vegna álverðsáhættu um 40 milljónum USD eins og  lesa má af yfirlitinu.

Þorsteinn Hilmarsson, 27.11.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband