OR í björtu báli

Ég minntist á hina hræðilegu fjármálastöðu OR í Silfri Egils á sunnudaginn og margir hafa beðið mig að setja þær tölur sem ég nefndi þar á prent.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs minnkaði eigið fé OR frá 48.3 ma kr í 37.3 ma kr eða um 11 ma.  Þetta er hærri upphæð en sem nemur öllum niðurskurði í heilbrigðismálum hér á þessu ári.  Þetta er rúmlega 20% af öllum tilkynntum skattahækkunum á næsta ári. 

Þetta þýðir að fjölskylda sem borgaði 15,000 kr á mánuði fyrstu sex mánuði ársins í heitt vatn og rafmagn sá 3 sinnu hærri upphæð eða um 50,000 kr. á mánuði brenna upp af sínum "eignarhluta" í OR.  Þetta er jú opinbert fyrirtæki.

Og hvernig bregst OR þessu.  Jú, fyrirtækið kallar á meira brennsluefni frá lífeyrissjóðunum.  Allt á að lækna á þann eina hátt sem Íslendingar kunna, kalla á meira lánsfé.

Fjórflokkarnir virðast hafa komið sér saman um að þegja um þetta og ekki verður séð að þessi eignarbruni sé ofarlega í huga okkar Alþingismanna. 

Hvaða þekkingu og vit hafa okkar stjórnmálamenn á fjármálum orkufyrirtækja?  Er þögn skynsamleg úrlausn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margra áratuga nánast eftirlitslaus  en ekki fordæmalaus pólitísk spilling gat aldrei leitt til annars.

Eða af hverju kostar orkan hér svipað og þar sem 80% af kostnaðinum er til komin vegna hráefniskaupa ?

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hér er bara hálfur sannleikur sagður og væri gott að fá svar við eftirfarandi spurningum. 

hver var gengisvísitalan í upphafi árs og hver var hún 1 júlí ?  

Í hvaða myntum eru skuldir OR ?

Í hvaða hlutfalli skiptast skuldirnar milli mynta ?

Hvernig þróaðist gengi einstakra mynta ?

Greiddi OR dagsektir á tímabilinu vegna samninga sem ekki var hægt að standa við þar sem stjórnvöld drógu lappirnar ?

G. Valdimar Valdemarsson, 24.11.2009 kl. 13:49

3 identicon

Niðurstaðan er einföld og augljós en hver er skýringin? Fyrirtækið er með fjárfestingarþungan rekstur og hefur fjármagnað allt með erlendum lánum sem hafa hækkað um 100% í krónum talið á meðan tekjurnar stand í stað og rekstrarkostnaður er svipaður.

það er ekkert athugavert við rekstur OR - þeir sem bera ábyrgð á rekstrarumhverfi íslenskra heimila og fyritækja hljóta að bera ábyrgð á stöðunni.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:56

4 identicon

Eignir Orkuveitu Reykjavíkur hafa ekki farið neitt. Þær eru ekki í verðbréfum, sem fallið hafa í verði, eða viðskiptavild sem gufað hefur upp. Eignir Orkuveitu Reykjavíkur eru framleiðslutæki sem skapa tekjur. Aukinheldur eru fjárfestingar síðustu ára að langmestu leyti að skapa erlendar tekjur. Nú eru um 20% allra tekna OR í erlendri mynt og þær standa undir afborgunum og vöxtum af lánum.

Hrunið hefur haft mikil áhrif á allan rekstur í landinu, það er engin spurning. Það gengistap, sem fært hefur verið til bókar í uppgjörum OR hefur ekki verið innleyst nema að afar takmörkuðu leyti. Það skýrinst í gengisþróun næstu ára og áratuga hversu mikið af því raungerist.

Mér finnasr áróðurskenndar upphrópanir þínar og yfirlýsingar um þekkingu og vit annarra, eða skort þar á, vera fjári nærri því að hitta þig sjálfan fyrir.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:25

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Til hamingju Eríkur Hjálmarsson með þetta bull hjá þér.  Haltu áfram og þú færð kannski jólabónus.

Björn Heiðdal, 25.11.2009 kl. 08:31

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

 Ef ekkert er athugavert við rekstur OR vinsamlegast útskýrið þennan lið undir kafla "fjármunatekjur" á rekstrarreikning OR í nýjasta 6. mánaða uppgjöri?

Gengismunur og framvirkir gjaldmiðlasamningar ....................... (10.154.320.000) kr.

 Látum tölurnar tala.  Hvers vegna er engin útskýringa á stærsta útgjaldalið í rekstri OR?

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.11.2009 kl. 11:20

7 identicon

Gengismunurinn er tilkominn vegna falls íslensku krónunnar. Þetta er reiknað gengistap á lánum fyrirtækisins, sem fært er yfir reksturinn með þessum hætti þótt raunverulegt gengistap (eða hagnaður) skýrist ekki fyrr en greitt er af viðkomandi lánum. Krónan féll um 7% á fyrri hluta ársins og samsvarar fjárhæðin því hækkun skuldanna við það.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband