Hvaða einstaklingar stjórna Arion?

Það er ekki Arion sem tekur ákvarðanir heldur einstaklingar innan bankans eða utan.  Hvaða einstaklingar eru þetta?  Er þetta einn maður eða fleiri?  Hvernig komast þessir menn að niðurstöðu?  Hverra hagsmuna er verið að gæta?  Hvers vegna hefur Alþingi ekki sett þessum bönkum nýjar vinnureglur og hvers vegna var ekki farið eftir ráðleggingum útlendinga um meðhöndlun á skuldsettum fyrirtækjum?

Hvernig væri að menn legðu fram endurskoðaða ársreikninga fyrir Haga og skriflega yfirlýsingu erlendra fjárfesta um að þeir séu tilbúnir að leggja fram fjármagn.  Hvaða arðskröfu gera þessir útlendingar og hvaða tryggingar fara þeir fram á svo peningar þeirra gufi ekki upp hér?  Eru þetta raunverulegir peningar eða aflandskrónur sem leggja á í Haga?


mbl.is Segja ákvörðun Arion ráðgátu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Samfylkingin sér um sína.   Hverjum dettur í hug að svona matvörumarkaður standi undir vaxtagreiðslum af 50  miljörðum, jmér finnst lítið gert úr þjóðinni að ljúga að henni að það eigi að borga upp hvarja krónu

Kjartan Sigurgeirsson, 24.11.2009 kl. 09:26

2 identicon

SUBUSKAPUR.

egill kristjansson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bankastjórinn er sami og var framkvæmdastjóri (bankastjóri) Sparisjóðabankans.

Sá bjó í haginn fyrir eigendur Haga að kaupa hluti í Byr banka og samhæfði að þvi sem talað var um innan ísl, " Fleet street " hópa.

Svo fór Sparisjóðabankinn í basl og hvar er hann núna?

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 24.11.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Lonely Soldiersson

Er þetta ekki bara rétt hjá Birni Bjarna þar sem hann segir að núverandi leikrit Arion og Haga gangi út á að moka inn jólaverslunargróðanum og halda þannig fyrirtækinu áfram í sömu skítugu höndunum. Hvað getur annað staðið á bakvið 2ja mánaða tilboðsskoðun..Þetta er auðvitað sprenghlægilegur farsi í skjóli Jóhönnu og Steingríms.

Lonely Soldiersson, 24.11.2009 kl. 11:39

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Bankamenn og ákveðnir aðilar hafa haft allt á hornum sér sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Svíinn Mats Josefsson, hefur lagt til að gert verið, þ.e. að hér verið stofnað sérstakt félag sem komi að ráðstöfun þeirra eigna sem lenda í höndum bankana.

Þessi leið var farin í Svíþjóð og Noregi í bankakreppunni þar upp úr 1990 og eru allir helstu ráðgjafar heims sammála um að þetta sé farsælasta leiðin til að koma þessum eignum úr eigu bankana / ríkisins. Einn helsti kostur þessarar leiðar er að með þessu verður söluferlið opið og öllum ljóst hverjar leikreglurnar eru.

Bankamenn og aðrir hagsmunaaðilar vilja alls ekki að þessi leið sé farin. Ráðist hefur verið að persónu Mats Josefssonar og allt gert til að gera þessa leið tortryggilega.

Þess vegna eru bankarnir í dag ennþá að sýsla með þessar eignir án afskipta í lokuðu ógagnsæu ferli. Þannig vilja bankamennirnir hafa þetta á meðan þeir komast upp með að haga þetta svona.

Það liggur á borðinu að eigendur reyna allt hvað þeir geta til að halda eigum sínum og fyrirtækjum.

Það liggur á borðinu að hrægammarnir fylgjast með öllum bitum sem bankarnir eru að sýsla með og reyna að komast yfir allt það sem er bitastæðast.

Það liggur á borðinu að núverandi fyrirkomulag býður upp á mútur og spillingu þegar eigendur reyna að halda eignum sínum og fyrirtækjum.

Allt bendur til þess að mútur og spilling í Íslenska bankakerfinu sé að ná nýjum hæðum nú rúmu ári eftir hrun.

Þær sögur eru byrjaðar að ganga að engar góðar eignir fari út úr bönkunum nema að til komi greiðslur á bak við tjöldin persónulega til ákveðinna bankamanna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.11.2009 kl. 12:25

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

PS. þú varst góður í Silfri Egils á Sunnudaginn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.11.2009 kl. 12:26

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki bankastjórinn alltengdur Samfylkingunni?Borgarnesræðan og allt það?

Halldór Jónsson, 24.11.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband