Seðlabankamenn: "persona non grata" í Evrópu?

"Í lok apríl 2008 hringdi Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, ævareiður í Davíð Oddsson seðlabankastjóra, og hótaði að grípa til aðgerða sem myndu leiða til þess að íslensku bankarnir yrðu gjaldþrota innan tíu daga."   Þetta segir Eyjan í frétt um nýja bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið.

Þetta skýrir margt.  Líklegt er að allir helstu seðlabankar heims hafi verið búnir að setja Seðlabanka Íslands á svartan lista fyrir september 2008.  Nú er komin skýring á hvers vegna enginn hjálpaði okkur og við fengum engar gjaldeyris "swap" línur eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eftir fall Lehmans.

Þetta skýrir líka hvers vegna það var svo nauðsynlegt að losna við Davíð úr Seðlabankanum og fá erlendan aðila inn til að hreinsa til.  Spurningin er hvort nógu vel hafi verið tekið til í Seðlabankanum og hvort nýir stjórnendur þar séu ekki of tengdir fortíðinni? 

Betra hefði verið að fá algjörlega nýtt lið inn í Seðlabankann sem hafði aldrei unnið þar áður.  Það hefi gert okkur auðveldar að endurnýja traust erlendar aðila á stofnuninni ef það er þá hægt.  Það tekur áratugi að skapa traust og trúverueika á störfum seðlabanka.  

Kannski er líka komin sýring á hvers vegna ekkert er lengur talað um að biðja um tvíhliða samningi við Evrópska Seðlabankann til að styðja við krónuna?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Greinilegt er að Styrmir Gunnarsson er í þessari bóka að afhjúpa ákveðna leyndardóma sem ráðamenn / stjórnsýslan hefur hingað til haldið leyndum fyrir almenningi.

Styrmir á þakkir skildar fyrir að svipta hulunni af því sem hann veit.

Ljóst er líka að almenningi hefur verið og er haldið í myrkrinu með það hvað hér raunverulega gerðist og af hverju hrunið varð svo djúp og svona mikið eins og raunin varð á.

Ljóst er að hér ætluðu menn sér fyrir ári síðan að sópa öllu undir teppi og þagga allt niður og þegja allt í hel.

Eitt og eitt púsl er að falla á sinn stað sem aftur útskýrir áður algjörlega óskiljanlega afstöðu margra erlendra aðila og stjórnmálamanna. Af hverju hringir aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu æfur í Davíð Oddson og hótar þessu? Hvað hafi gert hann svona reiðan í apríl 2008? Hvað hafði þá áður gengið á?

Mikið vatn mun renna til sjávar áður er almenningur fær skýra mynd að því klúðri og því svindli sem hér virðist hafa viðgengist hjá bönkunum og í stjórnsýslunni  síðustu tvö til þrjú árin fyrir hrun.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfsagt á margt eftir að koma í ljós í aðdraganda bankahrunsins.

Það sem eg skil ekki er að á ákveðnum tímapunkti, sennilega ekki seinna en í febrúar 2008 er ljóst, m.a. vegna alvarlegra aðvarana hagfræðinga og sérfræðinga Aljóðagjaldeyrissjóðins, þrfti að aðhafast eitthvað til bjargar bönkunum og forða þeim frá falli. En ekkert er gert og meira að segja þvert á móti allri skynsemi eru eftirlitsaðilar á borð við Fjármálaeftirlitið steinsofandi yfir því sem er að gerast. Á þeim bæ er gefið út afarumdeilt „heilbrigðisvottorð“ 14.8.2008 að allt sé í himnalagi í bönkunum: þeir hefðu allir staðist svonefnt „álagspróf“ með prýði! Aðeins 5-6 vikur líða og allt er búið spil. Á meðan voru bankarnir nánast étnir að innan, með því að þeim var breytt í ræningjabæli.

Við bíðum auðvitað eftir fleiri fréttum sem varpa skýrara ljósi á atburðina sem leiddu til bankahrunsins á Íslandi.

Spurning er: Hvert eiga þeir sem töpuðu sparifé sínu í formi hlutabréfa og áhættusjóða að senda reikninginn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2009 kl. 13:40

3 identicon

Mér finnst röksemdafærslur þínar í þessum fjórum málum bæði góðar og skynsamlegar.

HF (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Guðjón

Þetta er góð spurning hjá þér, af hverju var ekkert gert til að takmarka tjónið?

Í febrúar og mars 2008 gekk það fjöllunum hærra að Glitnir væri að verða gjaldþrota og mikil umræða var í gangi að skipta ætti bönkunum í tvennt. Innlend starfsemi þeirra setti í sér félag og aðskilið þannig á milli erlendrar og innlendrar starfsemi þeirra.

Hefði það verið gert þá hefði erlendi hluti starfseminnar orðið gjaldþrota en innlendi hlutinn sloppið og þar með allar íslenskar innistæður, innlend lán o.s.frv. og tjóni aldrei orðið svona mikið.

Hvers vegna í ósköpunum var þetta ekki gert? Hver ber ábyrgð á því að  þetta var allt látið falla?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þau fara að týnast til púslin í myndina. Tekur tíma. Líklega er hvert orð í pislinum sannara en okkur líkar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.11.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvaða ráðstafanir Bretar gerðu til að draga úr tjóni sínu og áður en þeir beittu hermdarverkalögunum. Um þetta var algjörlega þagað í þættinum frá BBC um hrunið í gærkveldi. Þar var hins vegar fullyrt að litla Ísland væri gjaldþrota en ekki farið nánar út í þá sálma.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband