Útlendingar hafa val

Erlend fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta hér, þau hafa val.  Erlend fyrirtæki eru fyrst og fremst rekin til að skila hagnaði til sinna hluthafa ekki til að skila skatttekjum til erlendra ríkja.  Þau eru ekki góðgerðarfyrirtæki og þó það sé skiljanlegt að íslensk vinstri græn stjórn telji að orkufyrirtæki séu breiðu bökin sem ber siðferðisleg skylda til að leggja sitt af mörkum, er það barnaleg einfeldni að halda að kapítalísk erlend fyrirtæki vinni þannig.  Þau einfaldlega segja, "nei takk" og fara annað.

Þá er mikil hætta á að gömul álver sem eru á mörkum þess að bera sig eins og álverið í Straumsvík, munu hreinlega loka og loka mun fyrr en ella.  Því getur svona skattastefna haft öfug áhrif, lækkað skattstofn ríkisins og aukið á atvinnuleysi.

Það er engin tilviljun að Írar sem standa frammi fyrir svipuðum fjárlagahalla og við, ákváðu að hreyfa ekki við fyrirtækjasköttum, einmitt vegna þess að þeir vildu ekki hræða erlenda fjárfesta frá Írlandi.  


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Álverið í Straumsvík er tiltölulega lítið eða framleiðir um 185 þúsund tonn af áli. Ég er ekki svo viss um að þessi verksmiðja sé á förum. Ég er heldur ekki svo viss um að hún sé eins úreld og þú heldur:

1) Alusuiss hafði lengi getað lagt niður álverið í Straumsvík en gerði það ekki vegna þess að búið var að afskrifa verksmiðjuna og hún malaði hreinlega gull vegna hagstæðs raforkuverðs.

2) Álverið í Straumsvík og rekstur þess hefur tekið miklum framförum á síðustu 20 árum. Allt frá því að vera hefðbundið rafgreiningar verksmiðja í að framleiða "tailor-made" álblöndur þ.e. framleiða vörur með aukinni framlegð.

Annars sammála um að óvissa í skattastefnu hins opinbera dregur úr líkum þess að fjárfestar komi hingað.

Að lokum er framtíð landsins ekki fólgin í hefðbundinni stóriðju og því er yfirlýsing ASI og SA hreinlega sprengja í þá stefnubreytingu sem ætti að fara fram hér á landi í atvinnuuppbyggingu.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: GunniS

og hvert á þetta fyrirtæki að fara ? mér skilst að það fái hvergi í heiminum lægra orkuverð en hérna, það er svo lágt að það valla stendur undir kostnaði, og á meðan þetta er, er álverð í sögulegum hæðum. 

ég vorkenni ekki fyrirtækjum að taka þátt í að byggja samfélagið þar sem það er staðsett, og svona væl er hlægilegt. ég heyrði svipaða ræðu um bankanna, að þeirra hlutverk væri aðeins að skila hagnaði til eigenda, ef þetta er viðhorfið að fyrirtæki sé eitthvað sem er óskillt og aðskilið samfélögum sem venjulegt fólk býr í, þá legg ég til að fyrirtæki sem hugsa svona komi sér burt af hnettinum og komi upp starfsemi á mars. og gangi þeim vel að fá starfsfólk þar.

 og eins og kom fra í silfri egills um helgina, þá borga það sig valla að skapa störf í álfyrirtækjum því það þarf svo mikla orku á hvert starf, mæli með að þú horfir á þann þátt á netinu.  

GunniS, 26.10.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

En hvert er orkuverðið?  Það fáum við ekki að vita.  Á meðan við höfum ekki staðreyndir í höndunum er erfitt að meta þetta til fulls.  Orkuverð segir ekki allt.  Þegar reka þarf álver kemur margt annað inn í.  Á endanum snýst þetta um hagnað til hluthafa.  

Ef íslenskir bankamenn hefðu haft hag hluthafa að leiðarljósi hefði ekki farið svona fyrir þeim.  Það sem íslenskir bankamenn sögðu og það sem þeir gerðu var tvennt ólíkt.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.10.2009 kl. 09:04

4 Smámynd: GunniS

jújú það er víst í lagi að nauðga samfélögum, og einnig meinga þau svo að næstu kynslóðir líði fyrir svo hluthafar fái hagnað, en ég bendi á silfur egills - þú getur giskað á orkuverðið af hvað þar kom fram, og það hefur áður verið komið inn á orkuverðið í þáttum egills , eins og að álfyrirtæki hafi óvart mist út úr sér hvað þeir fá kílovattstundinga á hér, þegar þeir sökuðu afríkuríki um að ætla að okra á sér í viðræðum um að setja upp álver þar. 

GunniS, 26.10.2009 kl. 09:13

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ástæða þess, að ekki er búið að loka í Straumsvík fyrir löngu og tekin var sú ákvörðun, að endurnýja og bæta framleiðslu línuna er einföld.

Við upphaf ferilsins var samið um, að verksmiðjan skyldi kaupa ákveðna tölu kílóvattstunda árlega, sama hvort þeir nýttu þá orku eða ekki.  Fyrir þessu stóðu framsýnir menn og þar ber höfuð yfir hina Geir Hallgrímsson fyrrum forsætisráðherra.

Um svona skattlagningu Á að semja fyrirfram en ekki koma í bak viðskipta ,,vina" okkar með eftirá skattlagningu.

Það skilja vinstri menn ekki, enda svoleiðis ekki brúkað svona dags daglega hjá þeim. 

Ef heimilin í landinu fengu lágmarks virðingu um þeirra fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og minni fyrirtæki líka, væri hér ekkert atvinnuleysi og olígarkarnir hefðu ekki náð að stela svona miklum fjármunum.

Verðtryggingin er ein höfuðástæða þess, að spilað var á vísitölur til að hækka ,,eign" banka og sjóða í lánahöfuðstólum.  Allt EFTIRÁ þegar löngu var búið að semja um kjör á lánunum.

Svo segir Árni spegill Árnason félagsmálaráðherra að fjórfrelsið hafi virkað fínt fyrir okkur.  Sér er nú hver mannvitsbrekkan.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.10.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: Sævar Helgason

Álverið í Straumsvík er frumherjinn í áliðnaði hér á landi og hefur verið í framleiðslurekstri í 40 ár.

Þegar samið var við Alusuisse 1966 um að reisa það höfðu tveir þættir afgerandi áhrif. 

Okkur vantaði raforku til eigin nota á hagkvæmu verði og  talið var nauðsynlegt að skjóta fleiri stöðum undir okkar atvinnulíf. 

Búrfellsvirkjun var grunnurinn.

Skipting raforkunnar var að 70% færi til álversins en 30 % til okkar. Eftir það bjuggum við að öruggri og hagkvæmri raforku. Áður bjuggum við að skömmtun raforku á álagstímum.

Þegar  samið var um áverið voru gerðar stífar kröfur um að mannaflaþörf yrði eins lítil og nokkur kostur væri og að sjálfvirkni væri í höfð í hávegum . Ástæða þess voru hinar miklu síldveiðar er soguðu gríðarlega mannaafla til sín.

Síðan, við upphaf byggingar Búrfells og álversins ,hrundi síldin- þá breyttist álið í hreinan atvinnubjargvætt.  Það hefur síðan farið djúpt í þjóðarsálina.

Ári 1988 var þetta álver komið að fótum fram vegna  gamaldags tækinibúnaðar og almennar hrörnunar.  Eigendurnir , Alusuiesse stóð frammi fyrir að loka því eða að veðja hér áfram á framtíðina. Seinni kosturinn var valinn. Álverið var endurnýjarð frá toppi til táar með nýjasta tækinbúnaði.

Og rúsínan í pylsuendanum kom með byggingu kerskála 3 árið 1997. Nýtt álver var risið í Straumsvík- góður gullmoli.

Rekstur þessa álvers er talin einn sá besti sem gerist. Það ræður mestu afburða mannauður og góð stjórnun ásamt nýjustu hátækni við framleiðsluna.

Alusuisse seldi síðan þetta álver til Alcan í Kanada uppúr 2002 og síðan yfirtók Rio Tinto álverið fyrir nokkrum árum. 

Nú er þessu fyrirtæki mikilvægt að fara í nokkra innri stækkun til að treysta rekstragrundvöllinn.  

Og afhverju var Hafnarfjörður fyrir valinu með staðsetningu. Emil Jónsson ráðherra í Viðreisnarstjórninni var búsettur í Hafnarfirði og trúr sínu byggðalagi....

Sævar Helgason, 26.10.2009 kl. 11:31

7 identicon

Raforkuverð til álvera er sagt 2 kr. KWst. Framleiðsluverð raforku við nýjar virkjanir 3.5 kr KWst. Eru þessar stærðir ekki þekktar?  Efast um að Landsvirkjun viti það nákvæmlega. Forstjórinn lofar að birta meiri upplýsingar um kostnaðarverð.

Íslensk aðföng eru á góðu verði og laun helmingur af því sem gerist erlendis. Starfsmenn duglegir og hæfir. Því skyldu álverin vilja fara héðan. Auðlinda og mengunargjöld eru tímabær og í takt við nýja tíma. Fyrirtækjaskattar lágir og möguleiki á hagræðingu í hafi.

Sanngjörn hækkun á raforku eða sköttum er forsenda þess að eyjabúar geti haldi hér uppi vestrænu þjóðfélagi. Eins og hinn fjölhæfi Steingrímur fjármálaráðherra setur fram nýja skatta eru þeir ósannfærandi og aðlögun lítill. Hugsa þarf langt fram í tímann og taka tillit til hækkunnar í Evrópu á næstu árum. Samningatækni er auðlind.

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband