Sumarbústaðir og bílar á kennitöluflakk

Eitt mesta kennitöluflakk í Íslandssögunni er nú í aðsigi. 

RÚV segir að: "samkvæmt nýju (skuldaaðlögunar)lögunum verða allar eignir fólks teknar upp í skuldir og seldar, verðbréf, hús, sumarbústaðir, bílar eða annað sem er einhvers virði. Hver fjölskylda fær að halda eftir hóflegu húsnæði, eins og það heitir, og einum bíl."

Það er því ljóst að áður en farið er í skuldaaðlögun verður að koma sumarbústaðnum, frúarbílnum og peningainnistæðum í skjól. Flestir sem hafa sambönd og eru tengdir valdaelítunni eru þegar búnir að þessu.  Búast má við gríðarlegri eftirspurn eftir seðlum og seðlanotkun á eftir að aukast mikið hér.  Svartamarkaðsbrask á eftir að blómstra og verður líklega eina atvinnugreinin sem sér fram á bjarta tíð 2010. Eins og gjaldeyrisbraskið er að sliga krónuna eiga þessi lög eftir að sliga bankana og þeirra möguleika að lána til atvinnuuppbyggingar.

Spurningin er hvers vegna var ekki tekið fyrir kennitöluflakk strax eftir hrun?  Hverra hagsmuna er verið að gæta með því að leyfa og ýta undir að eignum sé skotið undan?  Svo má spyrja sig hver á að kaupa þá sumarbústaði og bíla sem ekki tekst að koma undan?

Tilgangur laganna er góður en framkvæmdin virðist ætla að verða enn eitt klúðrið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já þeir komu og bönkuðu uppá hjá mér. Tóku dýrari fjölskyldubílinn. flatskjáinn, Gólfsettið og hjólhýsið..   Lengdu svo í íbúðarláninu en lánin lækkuðu ekkert þrátt fyrir að hafa tekið þetta.  Konan varð að hætta vinnu því við erum bæði háð bíl til að komast til vinnu.   ástandið semsagt versnaði við þetta úrræði.

Svona sögur eigum við örugglega eftir að heyra.

Offari, 26.10.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband