23.10.2009 | 10:38
Landsvirkjun til sölu - verð kr. 190 ma!
Nú heyrist að lífeyrissjóðirnir eigi að kaupa Landsvirkjun. Er þetta skynsamlegt? Koma nýir eigendur inn með sérþekkingu og fjármagn til að byggja upp fyrirtækið? Er hagur sjóðsfélaga best borgið með svona fjárfestingu. Hver er fórnarkostnaðurinn og áhættan?
Af hverju ekki að setja Landsvirkjun á almennan markað og leyfa erlendum orkufyrirtækjum að koma hingað til lands með sérþekkingu, fjármagn og betra lánstraust? Aðeins með lækkuðum fjármagnskostnaði er hægt að bæta arðsemi Landsvirkjunar og þar með hækka skattstofninn.
Þegar ég skrifaði um Landsvirkjun í maí á þessu ári skaut ég á verðmat upp á 190 ma. kr. Gaman væri að heyra verðhugmyndir seljanda og kaupanda nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afhverju bíðum við ekki eftir tillögum nýs forstjóra Landsvirkjunar? Ég hef meiri trú á honum en þeim sem er að fara
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.