"Afglöp" embættismanna kosta milljarða í hækkaða skatta

Það er æ betur að koma í ljós hversu dýrkeypt það er orðið fyrir skattgreiðendur að stjórnmálamenn settu embættismenn og pólitíska gæðinga í lykilstöður eftir hrun í stað faglegra sérfræðinga.

Íslenska embættismenn og stjórnmálamenn skortir alþjóðlega bankareynslu.  Einföld staðreynd sem virðist vefjast fyrir mönnum en mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir skattgreiðendur eins og þeir munu komast að raun um fyrir áramót.  

50 ma kr. þurfti að afskrifa hjá bönkunum vegna kaupa á peningamarkaðssjóðsbréfum.  Enginn ber ábyrgð á þessu.  Bankamálaráðherra á þeim tíma sagði að þetta væri ákvörðun stjórnenda nýju bankanna og þvoði hendur sínar af þessu.  Ný stjórn bankanna mun ekki þurfa að svara fyrir þetta frekar en stjórnir gömlu bankanna fyrir sínar gjörðir. 

Nei, íslenskir stjórnarhættir eru í sérflokki þar sem allt gengur út á að vernda hagsmuni þeirra einstaklinga sem þar veljast inn sem gefur stjórnmálamönnum færi á að láta reynslulitla embættismenn vinna skítverkin fyrir sig á kostnað skattgreiðenda.

Enginn flokkur berst fyrir raunverulegum umbótum á íslenskum stjórnarháttum. 

Hvað segir það okkur?


mbl.is Landsbankinn: Almenningur borgar vegna ákvarðana embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegur málflutningur þó ljóst sé að ekki hafi veri ábyrgð á peningamarkaðsjóðum eins og almennum innlánum þar sem innlánstryggingarábyrgð tryggi lámarksábyggð.

Í neyðarlögum ríkistjórnarinnar var sett inn að tryggðar innistæður yrðu bættar að fullu og það er aðeins gert nema með peningum skattborgaranna. (langt fram yfir skildur)

Af hverju að hneykslast á gjörðum embættismannanna (sem væntanlega í góðri trú) hvernig staðið var að kaupum á skuldabréfum úr peningamarkaðssjóðunum. Gerum okkur grein fyrir því að það voru innistæðueigendur peningamarkaðssjóðanna sem fengu þetta greitt, eigum við að krefja það um endurgreiðslu vegna "mistaka"?

Þorir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þorir hver sem þú ert,

Þessi færsla snýst um stjórnarhætti og ábyrgð og skyldur stjórnarmanna.  Ráðherrar geta ekki fríað sig alla ábyrgð bara með því að setja óreynda embættismenn inn í dæmið.  Hverra hagsmuna eru embættismenn að gæta í stjórnum fyrirtækja?

Þetta eru mistök fyrst og fremst hjá ráðherra en embættismenn sem hafa enga reynslu af bankarekstri eiga að ekki að láta hafa sig út í svona vitleysu og biðjast undan að vera skipaðir í þessar stjórnir.

Hið heiðarlega í stöðunni var að viðurkenna stöðu mála og tryggja allar peningainnistæður bæði á bókum og í sjóðum en ekki að koma skuldinni yfir á "afglöp" embættismanna eða beita endurskoðendur óðeðlilegum þrýstingi.

Þetta snýst ekki um endurgreiðslu heldur ófagleg vinnubrögð innan stjórnsýslunnar. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.10.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband