25.9.2009 | 15:44
Lág laun og háir skattar
Sviss lendir í efsta sæti um samkeppnishæf lönd enda eru laun þar há og skattar lágir. Svo hefur Sviss búið við lága verðbólgu og vexti í áratuga skeið, gjaldmiðillinn er traustur og Seðlabanki þeirra nýtur trausts á alþjóðamörkuðum.
Nú ætlar Ísland að sýna umheiminum að vel sé hægt að ná topp 10 sæti með öfugum svissneskum formerkjum. Hversu raunverulegt er þetta?
Athygli vekur að þetta verkefni er undir forsjá menntamálaráðherra og umhverfisráðherra, en ekki viðskipta- eða fjármálaráðherra.
Hvað varð um markmiðið að gera Háskóla Íslands að einum 100 besta háskóla í heimi? Var það verkefni flutt yfir í dóms- og kirkjumálaráðuneytið?
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður.
Bullið sem stjórnvöld bjóða okkur upp á nú í sláturtíðinni ríður ekki við einteyming.
Væri nú ekki ráð hjá þessu fólki að reyna að aðstoða eitthvað af þessum heimilum sem eru að fara undir hamarinn eftir rúman mánuð í stað þess að fabúlera um hvernig lífið verður eftir áratug þegar stærstur hluti núverandi þingmanna verður hættur á þingi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.9.2009 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.