Fékk Magnús þóknun fyrir viðvikið?

Það er ekki eðlilegt að bankaráðsmaður Seðlabankans sé að nota opinbera stöðu sína til koma á viðskiptasamböndum á milli prívatfyrirtækja.  Það er í verkahring sölumanna þess fyrirtækis sem er að reyna að snapa upp "business".

Með því að koma nálægt svona viðskiptum þó lögleg séu, setur Magnús bæði sjálfan sig og Seðlabankann í óverjandi stöðu.  Það er alls ekki á verksviði Seðlabankans að vera "notaður" af prívatfyrirtækjum til að selja þeirra þjónustu eða vörur.

Hvers vegna tók Magnús það í mál að "vinna" fyrir Snyder?  Fær hann þóknun fyrir þetta viðvik?  Hvað með aðra miðlara, eiga þeir ekki að sitja við sama borð og fá aðgang að starfsmönnum Seðlabankans til að  markaðssetja sína þjónustu?

Hverra hagsmuna er Magnús að gæta sem bankaráðsmaður?  

 

 

 


mbl.is Tilgangurinn ekki að höndla með krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er allavega EKKI að gæta hagsmuna almennings. Sennilega (fynst það einhvernvegin borðleggjandi) fær (eða fékk) hann einhverja þóknun (annars væru menn væntanlega ekki að þessu). Hann segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Það segja allir útrásarvíkingarnir sem settu okkur á hausin (og söfnuðu peningum á Tortilla eða einhverstaðar) að þeir hafi ekki gert nokkuð ólöglegt. Hvenær fáum við nóg af svoleiðis. Á meðan engin þeirra gerði nokkuð ólöglegt, keiptu og seldu mörgum sinnum sömu fyrirtækin og högnuðust verulega sjálfir ....sem er auðvitað ekki ólöglegt þó við sitjum uppi með skuldirnar, eða "björguðu verðmætum" (...til sín) með því að koma öllum eignum úr stórskuldugum fyrirtækum yfir í önnur fyrirtæki (hversvegna voru stórskuldugu fyrirtækin svona skuldug???), síðan erum við látin taka skuldirnar á okkur. Auðvitað ekkert ólöglegt. Síðan hvenær er ólöglegt að "bjarga verðmætum" (......yfir til sín)?  Það er alveg sama hvort þessi maður er fyrrverandi sjálstæðisFLokkur eða núverandi Framsókn (eiginlega alveg sama úr hvaða flokki) við eigum ekki að láta þetta yfir okkur ganga.  Við berum skaðan (á meðan einhver græðir). Burt með svona pakk.

Kjarri.

Kjarri (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hann gætir auðvitað sinna hagsmuna eins og sannur framsóknarmaður.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.9.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband