Álitshnekkir fyrir Seðlabankann

Ég hef oft sagt að pólitísk skipuð bankaráð séu stórvarasöm.  Þau eru hluti af vandamálinu.

Hvað sem hæft er í ásökunum Morgunblaðsins er þetta alvarlegt mál sem verður að rannsaka af óháðum og ópólitískum aðilum.  

Það er ekki á vegum Magnúsar að fara í meiðyrðamál við Morgunblaðið á þessu stigi.  Það sýnir fádæma dómgreindarleysi og gerir illt verra.

Þessi sorgarsaga undirstrikar hversu langt við eigum í land að fylgja almennum og viðurkenndum siðareglum sem gilda hjá okkar nágrönnum þegar kemur að hegðun opinberra starfsmanna.

Það er erfitt að hugsa sér jafn laskað stofnun og Seðlabanka Íslands á byggðu bóli .  Saga hans síðustu árin er hreint ótrúleg. 


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar skipt var um seðlabankastjóra og þremenningunum Davíð Eiríki og Ingimundi sagt upp störfum þá skyldi ég aldrei af hverju þá var enn haldið áfram með sömu hugmyndafræðina varðandi bankaráðið þ.e. það var pólitískt skipað.

Ef Seðlabankinn á að vera óháð stofnun, og veita það aðhald og ráðgjöf sem við viljum, þá verður ÖLL starfsemi hans að vera hafin yfir gagnrýni. Í því fellst að við viljum vart að lykilstarfsmenn og stjórnendur eigi sér pólitíska fortíð sem gæti komið niður á gæðum Seðlabankans. Annars er betur heima setið; annars get ég ekki séð að neitt hafi breyst nema að keisarinn hefur föt en er ekki fatalaus.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband