Hver gætir hagsmuna minnihlutans hjá Exista?

Hver reiknaði og ákvað verð upp á 9.79 kr. á hlut Exista í Bakkavör?  Hvaða aðilar voru ráðgjafar Bakkavarar og Exista? Hver og hvernig var þetta fjármagnað?

Þegar stórar eignir eru seldar út úr almenningshlutafélögum er venjan að hlutlausir sérfræðingar ráðleggi um söluna?  Hvaða aðilar komu að þessu ferli og hvaða tengsl höfðu þeir við stærstu hluthafa og lánadrottna? Var reynt að fá aðrar kaupendur en ELL 182?

Af hverju sitja engir óháðir stjórnarmenn í almenningshlutafélögum á Íslandi sem hafa það eina hlutverk að gæta hagsmuna almennings og minnihlutans en ekki stærstu hluthafa?

Íslenskir stjórnarhættir eru einhverjir þeir verstu í Evrópu og eru ekki til þess fallnir að auka eða viðhalda trausti á íslensk fyrirtæki.


mbl.is Exista hefur selt Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kæmi ekkert á óvart þó einhverjir lífeyrissjóðir væru minnihlutaeigendur í Exista.

Lífeyrir íslensks almennings er oft kallaður "fé án hirðis".

Aðgerðir og aðgerðaleysi margra lífeyrissjóða undanfarin ár vekja upp ýmsar spurningar um hvaða hagsmuni sjóðsstjórnendur reka.

Formaður Verslunarmannafélagsins sat til dæmis einnig í stjórn Kaupþings sem Exista átti ráðandi hlut í.

Skyldi einhver hafa rannsakað viðskipti Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og stjórnenda hans undanfarin ár?

Sveinn (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband