... en hvað með aðrar skuldir óreiðumanna?

Á meðan öll orka Íslands fer í Icesave eru fjöldamörg verkefni óunnin.  Þar trjóna ríkisfjármálin efst en ekki ætla ég að skrifa um þau hér, heldur það sem ég kalla nýtt íslenskt "maðkað mjöl" á ofurprís eða Icesave2.

Það vill gleymast að Icesave samkomulagið eru ekki einu skuldir óreiðumanna sem almenningur verður krafinn greiðslu á.  Við eigum ekki að byrja að borga af Icesave fyrr en eftir 7 ár en höfum nú þegar byrjað að borga af öðrum skuldum óreiðumanna.  Hvers vegna er svo lítil umræða um þessar greiðslur?  Kannski er það vegna þess að þetta eru greiðslur á milli Íslendinga? 

Hér er ég auðvita að tala um ósamkeppnishæf ofurskuldsett íslensk fyrirtæki.  Þar sem þessi fyrirtæki geta ekki endurfjármagnað sig verða þau að fara að borga eða semja um sínar skuldir.  Þá eru þau undir þrýstingi að auka hagnað til að meira fáist til afborgunar af lánum.  Þetta þýðir að þau verða að minnka rekstrarkostnað og auka sölu eins og hægt er.  Auðveldasta leiðin hér, er auðvita að lækka laun starfsmanna og hækka verð á vöru og þjónustu.

Nýleg uppgjör hjá Icelandair og Skipti sýna þetta vel.  Reksturinn er í góðum málum og hagnaður er af fyrirtækjunum áður en til afskrifta og fjármagnskostnaðar kemur.  Hins vegar er fjármagnskostnaður að sliga þessi fyrirtæki eins og svo mörg önnur.  Hér er ekki aðeins ytri markaðsaðstæðum um að kenna eins og menn vilja láta, heldur er hér um áralanga slælega fjármálastjórnun að ræða.  Lán sem hlutfall af eigið fé er yfirleitt allt of hátt á Íslandi og svo er ekki samræmi á milli tekna og útgjalda hvað varðar gjaldmiðil og tímasetningu.  Ofuráhersla á EBITA er einnig stórhættuleg og varasöm og hefur oft þann eina tilgang að viðhalda bónusgreiðslum til stjórnenda sem eru að sökkva í skuldafen.

Með öðrum orðum góður rekstur íslenskra fyrirtækja er settur í rúst með óábyrgri fjármálastjórnun.

Nú er komið að skuldadögum og almenningur fær sendan reikninginn fyrir þessari óráðssíu í formi hækkaðra gjalda eða verri þjónustu nema hvoru tveggja sé. 

"Ekki er sá Icesave reikningur betri sem læðist en sá sem stekkur"

 


mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta ásamt hærri sköttum hefur þau áhrif að sífellt minna verður eftir af ráðstöfunartekjum almennings sem hann getur ráðstafað í neyslu og sparnað. Enn meiri samdráttur í hagkerfinu er óhjákvæmilegur og snjóboltaáhrifin aukast dag frá degi. Við vitum vel hvernig það endar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.8.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Skattar, skuldir og niðurskurður er framtíðin!  Það verður freistandi fyrir næstu kynslóð að flytja úr landi, sérstaklega þegar uppgangur byrjar þar.  Koma svo til baka efir 20 ár, brún og sælleg þegar landar þeirra hafa gert upp skuldir óreiðumanna!

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.8.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Elle_

Að ógleymdum milljónunum sem hlaðist hafa ofan á skuldir fólksins vegna gengisfalls og óðaverðbólgu.  

Elle_, 15.8.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Elle,

Einmitt, en ég kalla það ekki skuldir óreiðumanna heldur skuldir fórnarlamba bankanna.  Á Spáni var mál einstaklinga tekið fyrir af dómara sem kallaði viðskiptavini Landsbankans fórnarlömb.  Ekkert mál á Íslandi hefur farið fyrir dóm?  Er hér 3 skipt lýðræði?   Íslenskur almenningur var svo óheppin að taka lán hjá bönkunum í íslenskri lögsögu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.8.2009 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband