... en hversu lengi dugar þetta fjármagn?

Þessi endurfjármögnun bankanna er aðeins fyrsta skrefið í endurreisn eðlilegar bankastarfsemi hér á landi.  Mun meira fé þarf til.  Hér þurfa erlendir kröfuhafar að koma til sem og íslenskur almenningur. 

Stjórnvöld ættu að íhuga að setja bankana að hluta til á markað.  Eftir að kröfuhafar eru komnir inn ætti ríkið að selja sinn hlut til almennings en halda eftir svokölluðu "golden share" sem tryggði að bankarnir endi ekki upp hjá óreiðumönnum.  Allt tal um að bankarnir þurfi innlenda kjölfestufjárfesta er út í hött.  Annað hvort á að selja til almennings eða til eins af norrænu stórbönkunum, t.d. Nordea sem myndi skuldbinda sig að þjálfa upp nýa kynslóð af íslenskum bankamönnum.

Í raun er mjög mikilvægt að þegar ríkið byrjar að selja eignir sem það hefur nú eignast eftir hrunið að það og/eða bankasýsla ríkisins haldi eftir "golden share" svo fyrri eða nýir eigendur geti ekki í krafti meirihluta hafið sína fyrri barbabrellu leiki.


mbl.is Endurfjármögnun banka tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband