23.7.2009 | 13:28
Vandamálið eru einstaklingar
Þótt tillaga Péturs um gegnsæ hlutafélög sé gott útspil, tekur hún ekki á aðalvanda íslensk viðskiptalífs. Það eru "krosstengsl" einstaklinga gegnum kunningsskap, skólagöngu og flokkspólitík.
Þessi tillaga nær ekki til þessa þátta. Taka verður stjórnarhætti fyrirtæka til algjörra endurskoðunar og seta lög þar um. Sérstaklega verður að gæta þess að í almenningshlutafélögum séu óháðir stjórnarmenn í meirihluta sem gæta hagsmuna almennara hluthafa.
Sú lenska hér á landi að stjórnarmenn sé valdir af stærstu hluthöfum til að gæta þeirra hagsmuna hefur reynst okkur hörmulega. Þar myndast klíkur sem ná 51% atkvæða og geta þar með ráðskast með hluti almennings og lífeyrissjóða að vild. Allir vita hvernig það endaði!
Þótt réttur strúktúr sé nauðsynlegur er hann alls ekki nægjanlegur. Það mun ekkert traust skapast á milli hlutabréfamarkaðsins og almennings fyrr en stjórnarhættir verða gegnsæir. Þeir sem sitja í stjórnum fyrirtækja verða að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þar verður að koma fram hvers vegna þeir sitja í stjórn. Hvaða þekkingu og reynslu hafa þeir sem koma fyrirtækinu til góða? Eru þeir óháðir og sjálfstæðir? Hvaða tengsl hafa þeir við viðskiptavini, byrgja, fjárfesta og aðra stjórnarmenn?
Enginn strúktúr getur komið í staðinn fyrir persónulegt traust. Það er hins vegar af skornum skammti á Íslandi. Brennt barn forðast eldinn.
Gegnsæ hlutafélög gegn krosseignarhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.