Fokið í flest skjól

Ef Norræni fjárfestingarbankinn er hættur að lána okkur eru við algjörlega upp á IMF komin.  Hvað gerir Landsvirkjun með sína endurfjármögnun?  Meira segja IMF er með allt í biðstöðu og afgreiðir engin lán til okkar.  Af hverju ekki?  Af því hér logar allt í deilum og rifrildi vegna vankunnáttu og kjánaskapar.

Erlendi aðilar spyrja sig hvort hægt sé að treysta dómgreind íslenskra stjórnvalda sem afgreiða Icesave á þennan hátt.  Eftir bankahrunið tekur ekkert betra við.  Afglöp, vankunnátta, ofurbjartsýni, rifrildi og seinagangur tröllríður öllu hér.  Þessi þjóð lærir ekki af fyrri mistökum.

Að vissu leyti á þjóðin skilið Icesave samkomulagið, hún kaus þessa flokka á þing og þjóðin á skilið þá stjórnmálamenn sem hún kýs.  

Því lengur sem þessi Icesave sirkus heldur áfram því fleiri lönd og stofnanir erlendis munu efast um getu Íslendinga til að ráða við efnahagsvandann hér á landi.   Hvaða lönd standa með Íslendingum gegn Hollendingum og Bretum?  Ekki einu sinn Norðmenn, sem vilja ekki koma nálægt þessu.

Hvað segir það okkur um stöðu okkar erlendis?  


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þegar við getum ekki leyst innri mál okkar og rífumst endalaust um keisarans skegg þá hverfur endanlega sú litla tiltrú sem við eigum eftir. Hver vill treysta þjóð og stjórnmálamönnum sem eyða orkunni í endalausar deilur í stað þess að setjast niður og leita lausna.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Að sjálfsögðu er fokið í öll skjól. Hver vill eiga viðskipti við glæpaþjóð (alhæfing sem við notum gjarnan um aðra)

Finnur Bárðarson, 23.7.2009 kl. 19:35

3 identicon

Íslendingar eru fífl. Við eigum ekkert gott skilið. Villimenn og geðsjúklingar með Feit gráðug svín í Bönkunum sem gengu svoleiðis frá okkur að við munum aldrei bíða tess bætur. Og Fjámálaeftirlitið og seðlabankinn! ha ha ha ha ha

óli (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Kama Sutra

Þjóð sem æpir bara "við borgum ekki, við borgum ekki!" og þráast við að skila aftur þýfinu sem íslenskir glæpamenn stálu frá grunlausum innlánseigendum í Bretlandi og Hollandi á ekkert betra skilið en að svelta hérna úti í ballarhafi.

Ég skammast mín niður í tær fyrir að vera hluti af þessari óbilgjörnu og heimsku þjóð.

Kama Sutra, 23.7.2009 kl. 20:42

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við eigum þetta ekki skilið. Það var ekkert betra í boði nema X-O en þjóðin gaf X-O ekki tækifæri að þessu sinni. Ég velti því fyrir mér hvenær þjóðin fær nóg og tekur til sinna ráða - hver sem þau eru - bylting eða?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 21:09

6 identicon

Það er skiljanlegt og rökrétt að þessi banki hugsi sig um tvisvar áður en hann lánar til íslenskra aðilja. En tengingin við Icesave er órökrétt og vægast sagt loðin:

"...ef Ísland samþykki Icesave-samninginn gæti[sic] það breyst[sic] afstöðu sjóðsins."

Þetta virðist vera ekkert nema álit eins manns með öxi að brýna. Ég hlusta ekki einu sinni á þetta píp.

Andri, það mun enginn standa með Íslendingum fyrr en þeir sjá að Íslendingar hafa manndóm til að standa upp fyrir sig sjálfa. Sjálfsagt séð frá sjónarhóli útlendinga eru Íslendingar allir óreiðumenn vegna Icesave (þeir eru það mjög fáir reyndar!). Nú hefur þessi ríkisstjórn sýnt einnig að Íslendingar eru ónýtir samningamenn, og vanhæfir stjórnmálamenn. Það er alger nauðsyn að Íslendingar taki sér tak og sýni manndóm. Þeir gera það með að hafna Icesave, sem mun vinna okkur reiði og andúð Breta og Hollendinga, um tíma, en einnig virðingu. Það verður sest aftur að samningaborðum þar sem við vonandi teflum fram A-liðinu.

Það er engin, alls engin, haldgóð ástæða til að samþykkja Icesave. Fyrir Íslendinga að smána sig með samþykki mun endanlega setja okkur í stöðu löðurmanna í samfélagi þjóðanna. Engin þjóð mun virða okkur, en það er einmitt virðing sem við þurfum fyrst og síðast í núverandi stöðu.

Það er rökrétt skoðun á Icesavesamningnum að hann var illa saminn af okkar hálfu (þetta er glæpur Steingríms, sem setti saman lið undirmálsmanna til samninga, gaf þeim fyrirmæli að semja sem hraðast, og reynir nú að troða þessu gegnum þingið skv formúlu gamla ráðherraveldisins), hann byggir á forsendum um greiðslugetu sem eru ekki bara vafasamar heldur fráleitar, og hefur ekki von snjóbolta í helvíti til að standast.

Það eina--það eina--sem Icesavesamningurinn afkastar er að gefa Bretum og Hollendingum öll ráð og réttindi til að stjórna eftirmálum þegar til þeirra kemur, sem er ástæðan fyrir ákafa þeirra að við samþykkjum. Rökrétt niðurstaða Alþingis er að hafna Icesave. Það vita allir, einnig Bretar og Hollendingar.

Ég efa ekki í eina millisekúndu að ef Icesave yrði tekið upp sem case study á þínu alma mater Stanford þá yrði aldrei komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar ættu að gangast við þessum samningi. 

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 03:25

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kristján,

Ég held að niðurstaðan hjá flestum öðrum þjóðum yrði þessi:

1. Fjarmálaráðherra segir af sér

2. Nýr fjármálaráðherra tekur við og hefur sambandi við kollega sína í Hollandi og Bretlandi

3. Ef samningsaðilarnir eru ekki til viðræðu fellur samningurinn á þingi og stjórnin með

4. Ný stjórn mynduð eða nýjar þingkosningar

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.7.2009 kl. 07:10

8 identicon

NÚ HRYNUR VERD Á FASTEIGNUM!!  ENGIN FRAMTÍD:  EKKERT VIT Í THVÍ AD BÚA Á KLAKANUM!

Ramex (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband