Hvað veit Steingrímur sem við vitum ekki?

Þetta Icesave mál er allt hið furðulegasta.  Hvers vegna er þessi samningur eins og hann er?  Það vantar eitthvað í þessa mynd.  Þær upplýsingar sem við höfum stemma ekki.  Hvers vegna er verið að reyna að ná samkomulagi um Icesave, ESB og erlenda kröfuhafa í sömu vikunni?

Hvað veit Steingrímur sem við vitum ekki? 


mbl.is Icesave gjaldfalli ef Landsvirkjun bregst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Hann er nú búin að segja það nokkuð oft og Indriði hefur líka sagt það í Kastljósi - IceSave er bara dropi í hafið, það eru mikið stærri vandamál sem eru til staðar...  Það sem Steingrímur vanmat er hversu mikið af reiði þjóðarinnar útaf bankahruninu er núna heimfært yfir á IceSave.

Skoðaðu þessa færslu:

Icesave er slæmt, en ekki stærsta vandamálið
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/912915/

Róbert Viðar Bjarnason, 13.7.2009 kl. 23:07

2 identicon

Hvað veit hann sem við hin vitum ekki hvers vegna heldur hann sannleikanum frá okkur?

Helga (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:08

3 identicon

Hann veit að hann vill vera ráðherra og hann veit líka að Samfylkingin má ekki til þess hugsa að ESB lokist í eitt eða tvö ár.

Því er nú andskotans ver og miður en ég held að þetta sé ekkert flóknara en það.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:31

4 identicon

Hann veit örugglega sitthvað um basalt og jarðlagahallann á austfjörðum og jökulruðninga og þess háttar. Hann er nú einu sinni jarðfræðingur... og ætti raunar frekar að vera að vinna sem slíkur núna!

Walker (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:37

5 identicon

Hver vill vera ráðherra á svona tímum?

Ég er ekki aðdáandi SJS, en hann væri örugglega síðasti maður til að svíkja okkur upp á sportið, til að hanga í einhverju ömurlegu ráðherrasæti. Kommon, það er sól úti!!

Ég ber virðingu fyrir þeim sem gera það sem verður að gera. Þó það sé ógeðslegt.

Annars verður það ekki gert.

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:02

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þér Andri Geir þetta gengur ekki upp.

Hvers vegna er verið að reyna að ná

samkomulagi um Icesave,

ESB og

erlenda kröfuhafa í sömu vikunni?

Hvaða óðagot er þetta á yfirvöldum?

Þau haga sér eins og fasteignasalar sem eru að reyna að fá fólk til þess að taka ákvarðanir undir þrýstingi.

Hjörtur Steingrímur Joð hefur hagað sér mjög undarlega og svikið öll sín kosningarloforð.

Ég dæmi mannkosti hans út frá því sem ég sé til hans og það sem ég sé er ekki traustvekjandi.

Það fól enginn Steingrími að vera fjármálaráðherra. Hann sóttist eftir því sjálfur og hefur svikið kjósendur sína í þeirri viðleitni.

Ég ber enga virðingu fyrir mönnum sem taka að sér verkefni sem þeir ráða ekki við.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 02:11

7 identicon

Ég er svo sammála þér Jakobína,ég get svo svarið fyrir það að ég veit ekki lengur hvort ég er að koma eða fara.

Sigrún (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 02:32

8 identicon

Tökum málið í okkar hendur. Þá munu svörin dúkka upp.

www.kjosa.is 

Rómverji (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 09:41

9 Smámynd: Elle_

Það er ekkert hægt að skilja hvað yfirvöld eru að gera og ekki gera.  Hvað nákvæmlega kemur björgun landsins því við að Evrópuflokkurinn keyri allt og alla um koll og dragi okkur með valdi inn í EU í einum grænum?  Og hvað í logandi kemur það ICESAVE við?

Elle_, 14.7.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband